Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1983, Blaðsíða 17

Freyr - 01.11.1983, Blaðsíða 17
Ráðunautafundur 1983 Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur Samstilling burðaráa Á Ráðunautafundi 1983 flutti dr. Ólafur R. Dýrmundsson erindi um athuganir á samstilling burðar áa. Hér er um nýjung að rœða sem vert þykir að kynna, og með leyfi höfundar er erindið birt hér lítillega breytt. Ritstj. Erlendar rannsóknir Síðustu daga meðgöngutímans verða margþættar hormóna- breytingar í ánni. Meðal þeirra breytinga er verulega aukin fram- leiðsla á „corticosteroid“ og „oes- trogen“ vökum, og með inn- sprautun slíkra efna er unnt að koma af stað fæðingu hjá ám og kvendýrum fleiri tegunda spen- dýra (HUNTER, 1980). í kjölfari hinna miklu framfara sem hafa orðið við samstillingu gangmála áa undanfarin 10—15 ár hefur verið unnið að tilraunum með samstillingu burðar í hópum áa, aðallega með innsprautun „beta- methasone", „dexamethasone" eða „dexafort“ , sem öll hafa „corticosteroid“ — verkanir, og með „oestradiol benzoate“ sem hefur „oestrogen“ — verkanir (RESTALL, HERDEGEN og CARBERRY, 1976; PENNING og GIBB, 1977). Innsprautuðu ærnar hafa að jafnaði borið á færri dögum en ella, og ekki hefur orð- ið vart óæskilegra hliðarverkana af þess háttar vakameðferð, hvorki á móður né afkvæmi. Tæknin er þó enn á tilraunastigi, en Frakkar munu vera einna lengst komnir í að nýta þessar aðferðir við hagræðingu á sauð- burði. Athuganir vorið 1982 Með hliðsjón af þeim árangri, sem náðst hafði erlendis, var ákveðið að gera athugun á samstillingu burðar nokkurra áa á tilraunabú- unum á Hesti og Hvanneyri vorið 1982. Á báðum stöðunum voru tiltækar fullorðnar ær sem höfðu samstillta fangdaga, þ. e. a. s. 21. desember á Hesti og 11.—12. des- ember á Hvanneyri. Tíu ær á hvoru búi voru sprautaðar í vöðva, hver með 5 ml af „dexa- fort“ frá lyfjafyrirtækinu INTER- VET, allar Hestærnar að kvöldi 140 dags frá fangi, þann 10. maí, en Hvanneyrarærnar að kvöldi 140 dags (5 ær) og 141 dags (5 ær), þann 1. maí. Á móti innsprautuðu ánum (A-flokkar) voru valdar sambærilegar ær (B-flokkar) með tilliti til fangdags, aldurs, þunga og fyrri frjósemi. Ærnar í báðum flokkunum gengu alltaf saman og fengu því sömu fóðrun og meðferð á hvoru búi. Á Hvanneyri voru ærnar vetrarrúnar. Pær báru allar á húsi á báðum búunum. Burðar- tími ánna var skráður nákvæm- lega, og var tímasetning fæðingar miðuð við fyrra lambið hjá tví- lembu eða það fyrsta hjá þrí- lembu. Að öðru leyti var skráning upplýsinga um lambféð með sama hætti og venjulega á þessum búum. Umsjón með athugunum höfðu þeir Sigurgeir Þorgeirsson og Jón Halldórsson, á Hesti, og Jón Viðar Jónmundsson og Guð- mundur Hallgrímsson, á Hvann- eyri. Niðurstöður Á Hesti báru ærnar sent fengu „dexafort" — meðferð að meðal- tali 39 klukkustundum og 21 mín- útu eftir innsprautun. Breyti- leikinn var mikill, þ. e. a. s. 18 klst. og 52 mín. til 73 klst. og 52 mín. A Hvanneyri leið að meðal- tali töluvert lengri tími frá inn- sprautun til burðar eða 60 klst. og 29 mín með breytileika frá 36 klst. og 52 mín til 80 klst. og 18 mín. Þær Hvanneyrarær, sem voru sprautaðar eftir 141 dags með- göngu, báru að meðaltali aðeins 59 mínútum seinna en þær, sem höfðu gengið með fang einum degi skemur, en það er ekki telj- andi munur og því talið eðlilegt að greina ekki á milli þessara áa í uppgjöri. I 1. og 2. töflu er að finna upplýsingar um burðardag, með- göngutíma og frjósemi ánna í báð- um athugununum og fæðingar- þunga lambanna. Birt eru meðal- töl og breytileiki. Á Hesti báru innsprautuðu ærnar að meðaltali FfíEYR — 865

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.