Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 32

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 32
Ajföll spenagrísa á íslenskum svínabúum Afföll grísa á mjólkurskeiðinu er einn af þeim þáttum sem geta orsakað verulegt tjón í svínarækt- inni. I þessari grein er skýrt frá helstu niðurstöðum úr stuttri rann- sókn um spenagrísaafföll á íslensk- um svínabúum. Rannsóknin var hluti af lokaverkefni mínu við Kon- unglega Dýralækna- og Landbúnað- arháskólann í Danmörku. Ranniióknin - úrtak og aðferðir Á tímabilinu 8. september til 7. nóv- ember 1997 söfnuðu þrjú svínabú (tvö á Suðvesturlandi og eitt á Suð- urlandi) öllum dauðfæddum grísum saman ásamt þeim grísum sem dóu á mjólkurskeiðinu. Grísimir voru merktir með dánardagsetningu og gyltunúmeri og settir á kaldan stað. Svínabúin voru síðan heimsótt þrisvar sinnum á viku (mán., mið. og föst.) til að ná í grísina. Grísimir voru síðan umsvifalaust keyrðir til Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, þar sem þeir voru krufnir sama dag. Samtals var 416 grísum safnað saman yfir tímabilið. Á tímabilinu var einnig farið í gegnum þessi þrjú svínabú og að- stæður skoðaðar stuttlega. Fyrst og fremst voru aðstæður í geld- og got- deild athugaðar, þar sem fóðmn, innréttingar, loftræsting, vinnuvenj- ur og sjáanleg sjúkdómseinkenni vom skráð niður. I lokin var skrán- ingarniðurstöðum fyrir þessa tvo mánuði safnað saman frá þessum þremur búum. Fimm önnur svínabú, staðsett vítt og breitt um landið, tóku síðan þátt í skráningu á spenagrísaafföllunum. Svínabúin fengu send sérstök skrán- ingarblöð þar sem aðstandendur bú- eftir Svein Ólason dýralækni hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands anna skráðu sjálfir niður dánarorsök grísanna á mjólkurskeiðinu, þ.á m. dauðfædda grísi. Á tímabilinu voru skráð 115 got og 296 dauðir grísir á þessum fimm svínabúum. Frá þess- um búum var einnig safnað saman skráningamiðurstöðum yfir tímabil- ið. Þar með voru fyrir hendi tvö gagnasöfn til að vinna úr. Eitt með krufningsniðurstöður yfir 416 grísi frá þremur svínabúum og eitt með skráningarniðurstöður, frá fimm svínabúum, yfir dánarorsök 296 grísa. Krufningar og skilgrein- ingar á dánarflokkum Allar krufningar fóru fram á Keld- um, Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, í samvinnu við Konráð Konráðsson sérfræðing í svínasjúk- dómum og einnig í nokkrum tilfell- um með hjálp frá Sigurði Sigurðar- syni dýralækni. Fyrir hvem krufin grís var dánar- dagsetning, kyn, þyngd og gyltu- númer ásamt greindri dánarorsök skráð niður. I sumum tilfellum, þar sem sýking greindist sem dánaror- sök, vom tekin sýni úr grísunum til bakteríurannsóknar, þar fyrir utan voru alltaf tekin sýni til frekari rann- sóknar ef kmfningsniðurstaðan var óljós. Samtals vom tekin sýni úr 63 grísum til bakteríurannsóknar og 32 vefjarsýni frá 12 krufningstilfell- um'. Rannsóknir á veirum og hnýsl- um voru ekki framkvæmdar þar sem fjármagn til rannsókna var takmark- að. Með tilliti til niðurstaðna úr kmfn- ingum, bakteríurannsóknum og veíj- arsýnum var dánarorsök greind fyrir hvem grís og hann síðan settur í einn af neðannefndum dánarflokkum. • Dauðfæddir • Kuldi/svelti/lasburða • Lagst ofan á/slasaðir • Skita • Liðbólga • Sýkingar/blóðeitran • Vanskapanir • Annað Skráningarniðurstöður frá svínabúum A-H fyrir tímabilið 8. september til 7. nóvember 1997 Út frá skráningamiðurstöðunum sem vora fyrir hendi vom helstu fram- leiðslutölur reiknaðar út fyrir tíma- bilið. Á þessum átta svínabúum gutu samtals 318 gyltur á tímabilinu 8. sept.-7. nóv. og við lok tímabilsins höfðu grísimir verið teknir frá 209 gyltum. Þessar 209 gyltur gutu 2297 lifandi grísum og 233 andvana eða 2530 grísum samtals. Að meðaltali vom afföllin að fráfæram 14,9 (4,2% af lifandi fæddum grísum) og 22,6 (6,5% af samtals fæddum). Grísimir vora teknir frá gyltunum við fjögurra vikna aldurinn og vora 1943 grísirfrá- færðir frá þessum 209 gyltum. Yfirlit yfir skráningamar sést í töflu 1-1. I töflu 1-2 era síðan sýndar þær niðurstöður sem hægt var að reikna 1 Krafningstilfelli getur átt við einn grís eða fleiri grísi úr sama goti ef þeir létust sama dag. 32 - Freyr 10/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.