Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2007, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2007, Blaðsíða 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2007 Þór Sigurðsson Minjasafni Akureyrar fjallar hér um örnefnið Graðrefsstaði í Fnjóskadal Margt er að fínna á milli lína í ömefnaskrá um Selland í Fnjóskadal, eftir Daníel Jónsson er þar átti heima frá 1871 til 1930, segir: Húsavöllur heitir syðsti og efsti hluti túnsins. Þar er tóttarbrot, sem líkist kvíum, og er sagt að Sveinn ríki, sem uppi var um 1600 og bjó á Illugastöðum, hafi haft þar í seli um 200 ær, og þá hafi býlið fengið þetta nafn, Selland. Fram yfir 1700 var Selland sel að sumri og beitarhús að vetrum frá Illugastöðum. Áður hafi Selland heitið Graðrefsstaðir. Einnig er þar að finna örnefnið Gildruhól. Ég velti mikið fyrir mér hvað þetta nafn, Grað- refsstaðir, merkti og hvers vegna býlið hefði heitið það. Talaði ég við íslenskufræðinga, leitaði til Ömefnastofnunar og síðast til Orðabókar háskólans en enginn kannaðist við þetta samsetta orð og hvergi var það til skráð nema í þessari tilteknu ömefnaskrá. Sem sagt orðið var glatað úr íslensku. Svo var það að ég komst yfir ljósrit af ættartöluhandriti Bjama Jóhannessonar er kenndur er við Geldingsá á Svalbarðsströnd. Hann var sonarsonur Bjarna Jónssonar bónda á Reykjum í Fnjóskadal, sem er innsti bær í Fnjóskadal og næstur innan við Selland. Hefur þessi ætt setið Reyki síðan um 1700 og etv. lengur og fyrr á öðrum bæjum þama innst í dalnum. Þegar sama ætt er svo rótföst og situr sömu jörð mann fram af manni geymast ömefni og sagnir mun betur en þar sem ábúendaskipti eru tíðari. Bjarni þessi Jóhannesson bjó á Sellandi frá 1859-1871. Hann var mikill fræðimaður og skrifaði niður margan fróðleik. Ég var nú ekki að sækjast eftir ættfræðinni í þessu handriti Bjama, heldur miklu fremur því sem gæti staðið þar á milli lína. Þar fann ég líka ýmislegt merkilegt, að mér finnst, eftir að hafa rýnt lengi í hina ógreinilegu skrift, sem var ljósrit eftir ljósriti af Ijósriti. Meðal annars segir Bjarni á einum stað að gamalt fólk í dalnum hafi nefnt Bleiksmýrardal Bleks- mýrardal, eftir mýri þar fram á dalnum, en þangað sótti fólk sortu til blekgerðar. Nú er þessi mýri kölluð Bleiksmýri. Á öðrum stað talar hann um áður nefnt tóttarbrot og kemur þar með nafn á því, sem ekki var til í skrám og kallar Sveinskvíar. Hann segir líka svo: „Er mælt að Sveinn ríki hafi á vetrum sjálfur hirt sauði þá er hann hafði í Sellandi. Veiddi hann Þór Sigurðsson er offsetljósmyndari að mennt og starfaði lengst af í Prentverki Odds Björnssonar. Hann er nú umsjónarmaður fasteigna við Minjasafnið á Akureyri. Þór er sonur hjón- anna Sigurðar O. Björnssonar og Kristínar Bjarnadóttur. Þór er mikill áhugamaður um gamlan íslenskan fróðleik. Gamli bærinn í Sellandi. Myndin er tekin um 1945 og er séð til suðvesturs. Yfir bæinn ber fjárhúsin sem standa við Húsavöllinn hjá Sveinskvíum. Þar er nú allt skógivaxið. Einnig sér inn á Bleiksmýrardal. þá jafnaðarlega tófur og fékk oft unga refa, kallaði hann því Selland Graðrefsstaði.“ Þarna sýnist mér skýringin vera komin á þessu orði að graðrefur sé ungur refur, refur, sem ekki hefur fest ráð sitt. Og á Gildruhól hefur hann haft refagildru sína. Sýslurígurinn hefur löngum verið við lýði og meðal annars hafa Þingeyingar oft verið sagðir miklir á lofti. Heiðrekur Guðmundsson á Sandi í Aðaldal hafði sitt að segja um Þingeyinga og Húnvetninga: Það sem skilur okkur að er í raun og veru að Húnvetningar þykjst það sem Þingeyingar eru. Sr. Helgi Sveinsson sem lengst af var prestur í Hvergerði var um tíma prestur á Hálsi í Fnjóskadal. Hann hafði sína skoðun á Þingeyingum: Hvernig þekkist Þingeyingur? Þörf er ei á neinum leitum. Hann veit allt sem enginn veit um upp á sína tíu fingur. Valdimar Hólm Hallstað orti eftirfarandi vísu til Böðvars Guðlaugssonar: Ertu máske ef að er gœtt eins og grobbnir snáðar, Þingeyingur í aðra œtt? Eða kannske báðar? Og flestir fá sinn skerf: Egill Jónasson á Húsavík orti: Þegarflón sér hreykir hátt heyrist Þingeyingur, spyrja eins og ósjálfrátt „Er það Skagfirðingur“? http://www.ætt.is 11 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.