Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 8
Ásmundur Stefánsson Eftirfarandi erindi var flutt á morgunverðarfundi Trygginga- stofnunar ríkisins í september s.l. Erindið vakti athygli vegna bjartrar framtíðar fyrir verðandi ellilífeyrisþega og er þetta tals- vert önnur mynd en oftast er dregin upp af þessum málaflokki. Staða aldraðra á íslandi samanborið við önnur Norðurlönd Samkvæmt samnorrænum töl- fræðilegum upplýsingum, Social tryghed i de nordiske lande 2001 (Félagslegt öryggi á Norðurlönd- um 2001), er íjárhagsleg staða íslenskra ellilífeyrisþega góð í samanburði við hin Norður- löndin. Ráðstöfunartekjur einstæðra ellilífeyrisþega á Islandi, mældar á sambærilegum kaupmáttarvið- miðunum, eru 11% yfir tekjum einstæðra ellilífeyrisþega í Dan- mörku og Noregi og hvað varðar Finnland og Svíþjóð eru tölurnar 23% og 26% íslendingum í hag. Mismunurinn hvað varðar ellilíf- eyrisþega í sambúð er enn meiri, þar sem norskir ellilífeyrisþegar hafa 16% lægri tekjur en íslensku ellilífeyrisþegarnir og samsvar- andi tölur fyrir Danmörku, Sví- þjóð og Finnland eru 27%, 29% og 34%. Þennan tekjumun má að hluta til skýra með því að íslenskir elli- lífeyrisþegar eru virkari á vinnti- markaði en ellilífeyrisþegar á hinum Norðurlöndunum. Hlutfall launatekna í heildartekjum ís- lenskra ellilífeyrisþega hefur hins vegar minnkað hratt á síðustu árum. Skattauppgjör ársins 1991 sýndu að atvinnutekjur ellilíf- eyrisþega á Islandi námu 20% af tekjum þeirra en árið 2001 hafði þetta hlutfall lækkað niður í 11%. Þótt þessar tekjur féllu alveg niður væri íslenski ellilífeyrisþeg- inn því enn í efsta sæti að þessu leyti. Ef því er bætt við að yfir 90% þeirra sem fara á ellilaun búa í eigin íbúðarhúsnæði og minna en 30% þeirra skulda í húsnæði sínu, virðast aðstæður vera við- unandi. Það kemur einnig fram í skýrslu forsætisráðherra frá árinu 2004 um fátækt á íslandi að til- tölulega fáir aldraðir eru í hópi þeirra sem sækja um félagslega aðstoð frá sveitarfélögunum. Rannsókn sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands gerði árið 1999 gefur sömu niðurstöðu. Hinn dæmigerði íslenski elli- lífeyrisþegi virðist þannig búa við ásættanlegar flárhagslegar að- stæður. Þetta er dregið hér fram í upphafi til fróðleiks. I því sem á eftir fylgir verður hvorki fjallað frekar um stöðu ellilífeyrisþega í dag né um stöðu einstakra hópa þeirra í framtíðinni. í stað þess verður reynt að draga upp grófa mynd af stöðu ellilífeyrisþega sem hóps i framtíðinni og meta hvort aðvaranir um yfirvofandi fjárhagsvanda ríkissjóðs vegna Ijölgunar aldraðra eigi við rök að styðjast. Aldraðir sem vandamál framtíðarinnar Það er almenn, viðtekin skoðun í umræðum um aldraða í samfélagi framtíðarinnar, að við stöndum frammi fyrir óyfirstíganlegu vandamáli. Helstu rök eru þessi: • Öldruðum fjölgar hratt • Þeir virku á vinnumarkaði hafa sífellt fyrir fleirum að sjá • Heilbrigðiskerfið verður stöðugt dýrara • Fjárhagur hins opinbera versnar stig af stigi • Unga fólkið mun ekki standa undir kostnaði við umönnun aldraðra • Aldraðir munu búa við fá- tækt og fá ekki viðunandi hjúkrunarþjónustu Tölurnar sýna að öldruðum mun fjölga verulega á næstu áratugum, bæði í beinum tölum og sem hlutfall af heildarmann- fjölda. I dag eru tæplega 6 ein- staklingar á aldrinum 20-66 ára á hvern einstakling 67 ára og eldri en árið 2040 verður fjöldinn aðeins 3. Það er því eðlilegt að spurt sé: Munu vinnandi einstak- lingar í framtíðinni geta staðið undir framfærslu aldraðra árið 2004 og þeirri þjónustu sem aldr- aðir þurfa á að halda? Tekjur aldraðra Þeim sem náð hafa 67 ára aldri eru tryggðar lágmarkstekjur frá ríkinu. Ef ekki er um að ræða aðrar tekjur en ellilífeyri ffá hinu opinbera fær fólk eftirfarandi líf- eyrisgreiðslur: Taflan sýnir að tveir ellilíf- eyrisþegar í sambúð fá samanlagt rúmlega 70% hærri upphæð frá ríkinu en hinir einstæðu, ekki Samkvæmt ritinu Landshagir 2003 er líkleg aldursdreifing þessi: Árið 0-19 ára 20-66 ára 67 ára og eldri Samtals 2002 86.631 30,0% 171.876 59,6% 59.966 10,4% 288,471 100% 2040 96.971 27,6% 188.559 53,7% 65.658 18,7% 351.188 100% Lágmarks ráðstöfunartekjur á mánuði í maí 2004 Einstæður Ellilifeyrisþegar ellilífeyrisþegi í sambúð heildar- upphæð fyrir báða Grunnlífeyrir 21.249 42.498 Tekjutrygging 41.655 83.310 Uppbót á lífeyri 20.540 32.976 Heimilisuppbót 17.469 Tekjur fyrir skatt 100.913 158.784 Skattur 38.932 61.258 Persónufrádráttur 27.496 54.992 Tekjur eftir skatt 89.477 152.518 8 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.