Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 21

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 21
Bókbindarar á Akureyri III Um áramótin 1927-28 voru tvær bókbandsstofur á Akureyri með 5 starfsmenn en engan nema, eða stofur Arna og Hallgríms. En árið 1930 fluttist Jón Þorláksson til Akureyrar. Jón fór fyrst að fást við bókband upp úr 1910. Hann naut tilsagnar hjá Sigurgeir Frið- rikssyni í Skógarseli í Reykjadal en veturinn 1923-24 hjá Kristjáni Sigtryggssyni á Húsavík. Jón fékkst við bókband öðru hverju ásamt bústörfum á ýmsum stöð- um í Bárðardal, Eyjafirði og á Svalbarðsströnd. Hann vann sem verkamaður á sumrin á Akureyri, en var við bókband á vetrum. Hefur hann trúlega haft bókband- ið sem aðalstarf frá því um 1947. Var hann með aðstöðu á heimili sínu í Munkaþverárstræti 6, þar sem hann átti einbýlishús. Jón gyllti ekki sjálfur og leitaði hann í því til Ama Amasonar þegar við þurfti, en þá var ennþá algengt að bækur væra hafðar ógylltar. Jón batt nokkuð fyrir Amtsbókasafnið og var mest af því bandi í svörtu alrexin í djúpfals, ógyllt, einfalt og ljótt. Hafði hann engan tækja- kost og batt allt á gamlan máta, þ. e. bækurnar skar hann með plóg og spjöldin með hníf eftir að á bækurnar vom komin. Hafði sem sagt hvorki skurðarhníf eða pappasax. Jón kenndi bókband á kvöldnámskeiðum Heimilisiðnað- arfélags Norðurlands síðustu ævi- árin. Jakob Lilliendahl hóf nám hjá Sigurði Sigurðssyni 1912 og lauk því 1916. Starfaði síðan um skeið hjá Sigurði, en fékkst eftir það við ýmis störf þar til hann stofn- aði eigið verkstæði 1. sept. 1933. Hann starfaði við það til dánar- dags 1953, að undanskildum ár- Bartd eftir Anders Ólafsson. unum 1943—44, er hann var verk- stjóri í Vélabókbandinu. Jakob hefur gegnt öðmm störfum með bókbandinu, en vinnuaðstöðu hafði hann heima hjá sér. Hafði Jakob unnið mikið fyrir POB áður en Vélabókbandið var stofnað. Vinnustofa hans var lítil og van- búin tækjum og þegar hann vann að tímaritinu Hlín fyrir Halldóru Bjarnadóttur, þurfti hann að brjóta og hefta ritið í höndunum. Anders Olafsson hóf nám hjá Arna Arnasyni 1926 og lauk því 1930, en fékk ekki sveinsbréf fyrr en 1944. Eftir námið var hann á Hvítárbakkaskóla og síðan tvö ár á lýðháskólanum í Askov í Dan- mörku og lærði þar skipulagningu skrúðgarða. Starfaði hann eftir það á Islandi við ýmis sveitastörf og akstur. Anders fluttist til Akur- eyrar 1942 og hóf störf hjá Prent- smiðju Bjöms Jónssonar 1943 Tvœr bœkur innbundnar af Jóni Sigfússyni. sem verkstjóri og var þar þangað til hann stofnaði eigið verkstæði 1947. Hann bjó og hafði vinnu- aðstöðu í litlu húsnæði í Gránu- félagsgötu 41 þar til 1949, en frá 1951 var hann til húsa í Grænu- mýri 4. Anders var jafnlyndur maður og þægilegur í umgengni og jafnframt sæmilegur bókbind- ari, en mikill drykkjumaður. Hann var merkilegur karl, mikill bók- menntamaður og sagður kommún- isti, hafði mikið að gera en var ekki afkastamikill. Mikill sóma- karl og hjálpsamur að sögn, en sérlundaður. Hann batt mikið fyrir Friðjón Skarphéðinsson. Nokkrum ámm eftir að Anders opnaði stofu sína fékk hann sér góða gyllingarvél og keypti jafn- framt nokkuð af fílettum frá Prent- smiðju Björns Jónssonar. Letur úr stáli fékk hann erlendis frá. Gyllti hann mikið í vélinni fyrir aðra bókbindara, t.d. Guðmund Fn- mann og Þórarin Loftsson. Anders hætti bókbandi um miðjan sjö- unda áratuginn. Anders batt strax mikið fyrir Amtsbókasafnið. Var það band eins og algengast var hjá bókbind- umm á þeim tíma fyrir bókasöfn, ýmist gyllt eða í „almennt band“, sem var ógyllt, í rexine eftir að það barst til landsins á styrjaldar- árunum, en í shirting fyrir það. Var enda oft erfitt að fá skinn á Akureyri, jafnvel svart Chagrin, en það batnaði þegar skinnaverk- smiðjan Iðunn hóf að framleiða bókbandsskinn um 1940. Fyrst var verkað sauðskinn, slétt í svörtu og fáum brúnum litum og jafnframt ólitað sem bókbindarar lituðu með sápulút. Síðan var verkað sauðskinn og kálfskinn í Chagrin líki. Chagrin var oft ekki fáanlegt í Reykjavík um lengri tíma og Oasis með einhverjum vissum lit var hending að ná í. En eins og ávallt leituðu bókbindarar hver til annars í efnisleit, og þótt keppinautar væru. Iðunnarskinn var ódýrast, en jafnframt lélegast, enda var Oasis fimm til sex sinn- um dýrara. Árið 1943 leitaði Þorsteinn M. Jónsson til Jóns Sigfússonar, sem þá var vinnumaður á Miklabæ í Blönduhlíð, um band á bókum sínum. Þótti Þorsteini mikill seina- gangur á vinnunni hjá bókbindur- unum á Akureyri. Bauðst Jón til að taka við ca. 50 bókum, sem hann myndi binda um veturinn. Hafði reyndar hvarflað að honum að flytjast til Akureyrar, en hann var sannfærður um að ekki væri hægt að lifa á þessu sem aðal- atvinnu ef ekki ætti að vera á því fúsk eitt, því ella yrði það of dýrt. PRENTARINN ■ 21

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.