Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 46

Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 46
44 FELAGSBREF að þá er frásögn hans bezt, þegar hann fer sínar eigin leiðir, talar sinni eigin tungu. Honum virðist láta bezt hin fáorða, snögga sögugerð og hef- ur þar leitað ýmissa erlendra fyrir- mynda, svo að eigi verður um villzt. Ekki veit ég, hvort I. G. Þ. telur þyngri á metunum debet eða kredit- dálkinn í því tvöfalda bókhaldi, sem ég hef reynt að færa hans vegna í þessari allt of stuttu grein. En hann hleypti svo myndarlega úr hlaði, að hann á kröfu til þess, að vel sé fylgzt með hverjum hans spretti á skeiðvelli skáldskaparins. Hann er djarfur og efnilegur rithöf- undur, en hefur greinilega mikla þörf fyrir sanngjarna gagnrýni og aðfinnslur. Hann verður að vera vandvirkari. Og næsta bók hans verður að vera betur úr garði gerð. Ragnar Jóhannesson. * ENDURMINNINGAR SVEINS BJÖRNSSONAR. — ísafoldarprentsmiðja h.f. Hér er bók, sem skipar sess sinn með prýði í hvers manns híbýli, höll eða hreysi. Skemmtileg per- sónusaga og heimildarrit í sögu bæj- ar og þjóðar á tímamótum véla-ald- ar á f slandi, þröskuldinum milli hests og vélar. Hún er síðasta hlýja hand- takið frá manninum Sveini Björns- syni, fyrsta kjörna þjóðhöfðingja þessa lands, til allra landsmanna, hærri sem lægri. Handtak hans var karlmannlegt. Svo er bókin. Þeim er vandi á höndum, sem ætlar sér að gagnrýna minningabók Sveins Björnssonar. Fjarlægðin frá atburðum lífs hans er ekki ýkja löng. Vitaskuld segir tveim sögum af hverjum hlut, og þarf ekki nema orðamun, svo að meiningu halli. Eg vil aðeins nefna hina lifandi og skemmtilegu frásögn af prentara- verkfallinu í ísafoldarprentsmiðju. Þar er hvert orð mælt af heilindum og með fullum trúnaði við málstað Björns ritstjóra, föður höfundar. Viðhorfið er bjart og karlmannlegt, eins og ávallt, en auðsætt er, að frá- sögnina mætti fylla með vitnisburði prentaranna, sem allir voru hollir þegnar og sumir þjóðkunnir menn. Þetta er ekki álas og rýrir í engu bókina, segir í rauninni ekkert ann- að en hið alkunna, að hver heimild er einhliða lýsing, eins konar kast- ljós, sem lýsir lítinn blett sögunnar og það frá einni hlið. Á hinn bóg- inn voru persónutöfrar Sveins Björnssonar svo miklir, einkum birt- ir í hlýleik hans, gleðibragði og at- hafnasemi, að hvers konar gagnrýni á framsetningu efnisins hlýtur að víkja. Stíllinn er mannsins sjálfs, upplitsdjarfur, frjálsmannlegur og einlægur, stundum hraður, lauslegur, eins og óþreyjufullur. Útgefandi, Sigurður Nordal sendi- herra, ritaði eftirmála og sá um út- gáfu hins eftirlátna handrits höf- undar. Hér er vitaskuld um fjallað af vandvirkni og ekki annað sýnt en að hagræðing textans sé smekk- lega og skynsamlega unnin, sem vænta mátti. Mér fannst mikill fengur að bók- inni, og svo mun mörgum finnast, sem hana lesa. L. S.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.