Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1946, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1946, Blaðsíða 6
60 SVEITARSTJÓRNARMÁL Aðalfundur danska Kaupstaðasambandsins 1946. I vor barst Samb. isl. svéitarfélaga bréf i'rá Den danske Köbstadforening, þar sem Sambandinu er boðið að senda fulltrúa á aðalfund hins danska sambands, dagana 26. og 27. júní. Formaður sambandsins, Jónas Guðmundsson, fór skömmu áður á aðalfund norska sveitarfélagasam- bandsins í boði þeirra og gat þess, að Danir héfðu lagt áherzlu á það, að þeirra boð yrði einnig þegið af íslendingum og fulltrúi sendur til þeirra. Eg átti fyrir höndum ferð til Stockholms á nörrænt iðnfræðsluþing, er halda átti 4.—6. júlí, og varð því að ráði, að ég mætti fyrir íslands hönd á þessum fundi í Dan- inörku. Fundurinn var haldinn í Árósum. Er lil Kaupmannahafnar kom, fór ég fyrst í skrifstofu sambandsins, Gyldenlöves- gade 11, og hitti þar hinn ötula og vin- sæla skrifstofustjóra og ritara þess, Overretssagförer N. C. Lissau, sem tók mér tveim höndum og leiðbeindi mér um það, hvernig hezt væri að komast til Arósa og hvenær. Kaupstaðasamhandið á sjálft húsið Gyldenlövesgade 11, stórt skrifstofuhús í hjarta borgarinnar, og er það traustur hornsteinn fyrir það að standa á. Áður en fundir liófust miðvikudaginn 26. júní, vorum við erlendu gestirnir kynntir hver öðrum og helztu mönn- um fundarins. Eftir fundarsetningu tók varaformaðurinn, Landsretssagförer V. Juhl, við fundarstjórn, en formaðurinn, fyrrv. fjármálaráðherra Dana, H. P. Han- sen, gaf ýtarlega skýrslu um störf og við- fangsefni sambandsins frá síðasta aðalf. og kom víða við, sein sýndi, hve óhemju víðlækt og fjölþætt málefni kaupstaða- sambandið þarf að fást við. Af stærri málum má nefna tryggingarlöggjöfina, flugvelli, útileikhús í smærri kauptún- um, fihnu af frámkvæmdum kaupstað- anna, menntun starfsmanna þeirra, launamál i samræmi við hin nýju launa- lög Dana. Út af því urðu talsverðar orða- hnippingar milli fulltrúanna frá Viborg annars vegar og E. M. lvjær, innanríkis- ráðherra, hans vegar. Hafði bæjarstjórn Viborgar viljað hækka laun og útsv.ör meira en ráðherrann vildi samþykkja. Bæjarfulltrúarnir töldu, að bæjarstjórn- irnar ættu að vera sjálfráðar í svona stýrði því hóli að mestu eftir að borð voru. upp tekin. Næsta morgun bauð stjórnin svo liin- um erlendu gestum í bíltúr upp í Guð- brandsdal, og er fyrst skoðaður bústaður Björnsons að Aulestad í Gausdal. íbúðar- hús hans er nú safn, og er þar smekk- lega fyrir komið flestu því, sem þeim hjónum, Ivaroline og Björnstjerne Björn- son, hafði tilheyrt. Sögustaðir eru engir á leið okkar, en Guðbrándsdalurinn er fagur og heillandi í vorsólinni og skóg- urinn Ijósgrænn í vorskrúða sínum. Um kvöldið er svo haldið til Oslo og þaðan áfram með flugvél, fyrst lil Bret- lands og síðan heim með islenzkri leigu- llugvél frá Prestwick. Um aðrar sam- göngur er ekki að ræða, þvi að þau skip, sem ganga, eru öll full, eins og fyrr segir. Þetta var ánægjulegt ferðalag, og allir, sem þarna voru og við mig töluðu, létu í Ijós ósk um að fá að koma til íslands. Vonandi verður hægt að koma því svo fvrir, þegar næsl verður haldið þing Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga, að þar verði mættir fulltrúar hinna Norður- landaþjóðanna. J. G.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.