Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 42
DÓMSMÁL Ábyrgðir sveitarstjórna til annarra Guðmundur Benediktsson hdl., bœjarlögmaður í Hafnarfirði i. Almennt um efnið Samkvæmt 5. mgr. 89. gr. sveitarstjómar- laga nr. 8/1986 getur sveitarstjóm veitt ein- falda ábyrgð til annarra aðila en stofnana sveitarfélaga gegn tryggingum sem hún met- ur gildar. Einföld ábyrgð þýðir að ganga verður að viðkomandi fyrirtæki áður en ábyrgð sveitar- sjóðs verður virk. I skýringunt nteð þeim útgáfum sveitar- stjómarlaga, sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út, segir um þetta ákvæði að með tilliti til fenginn- ar reynslu fjölmargra sveitarstjórna á liðnum árum sé ástæða til þess að vara við því að sveitarstjórnir veiti ábyrgðir á skuldbindingum fyrirtækja. Þessi vamaðarorð hafa ekki haft tilætluð áhrif á sveit- arstjórnarmenn því sveitarfélögin glata enn háum fjár- hæðum vegna veitingar ábyrgðar til fyrirtækja. Dæmi eru þó um að sveitarfélög hafa sett sér reglur um það hvaða skilyrði fyrirtæki þurfi að uppfylla til þess að til álita komi að þeim verði veitt einföld ábyrgð. Slíkar reglur hafa t.d. bæjarstjórnirnar í Homafjarðarbæ og í Hafnarfirði sett sér og færi vel á því að aðrar sveitar- stjómir fylgdu fordænti þeirra. Slíkar reglur geta verið sveitarstjórnum gott hjálpartæki við meðferð á þeint beiðnum um ábyrgðir sem berast þeim frá fyrirtækjum og auka líkur á því að þær baktryggingar, sem sveitarfé- lagið verður að taka við ábyrgðarveitingu, séu fullnægj- andi. Þær ættu jafnframt að auka líkur á því að jafnræðis sé gætt við afgreiðslu sveitarstjóma á þessum beiðnum. Þessi mál eru oft vandasöm, ekki síst fyrir minni sveitarfélögin, sem standa andspænis beiðnum um veit- ingu ábyrgðar frá fyrirtækjum, sem em rnikils ráðandi og veita mörgum atvinnu í sveitarfélaginu. II. Hœstaréttardómar Þrír hæstaréttardómar hafa mjög nýlega gengið um þetta efni og verður stuttlega gerð grein fyrir þeim hér. Aður hefur verið fjallað í Sveitarstjómarmálum um hæstaréttardóm frá 21. janúar 1993, mál Höfðahrepps gegn Kaupfélagi Austur-Húnvetninga, en í honum felst að ef sveitarstjóm veitir einfalda ábyrgð til annarra aðila en stofnana sveitarfélagsins verði að liggja fyrir tryggingar sem sveitarstjórn metur gildar. Sé þessa lagaskilyrðis ekki gætt hafi hin einfalda ábyrgð sveitarfélagsins ekkert gildi. Þann 14. nóvember sl. féll dómur í Hæstarétti í málinu Landsbanki Islands gegn Arskógshreppi og gagnsök. I málinu samþykkti hreppsnefnd Arskógshrepps að veita Árveri hf. hreppsábyrgð vegna lántöku félagsins hjá aðaláfrýjanda ,,með öruggu veði fyrir að minnsta kosti 75% þeirrar fjárhæðar í tækjabúnaði sem ekki var veðsettur ...“ I framburði þá- verandi oddvita fyrir héraðsdómi kom fram að hrepps- nefndin hafi ekki talið það mikla áhættu að fá ekki trygg- ingu jafngilda allri lánsfjárhæðinni þar sem fyrirgreiðsla frá Byggðastofnun til Árvers hf. hafi verið væntanleg innan skamms. Þegar eftir ábyrgðinni var leitað, eftir að gengið hafði verið frá lántökunni, reyndist hún ekki vera fyrir hendi. Orðrétt segir í dómi Hæstaréttar: „Sam- kvæmt 5. mgr. 89. gr. sveitarstjómarlaga nr. 8/1986 get- ur sveitarstjóm veitt einfalda ábyrgð til annarra aðila en stofnana sveitarfélagsins gegn tryggingum, sem hún metur gildar. Þessum áskilnaði um tryggingar var ekki fullnægt í umræddu tilviki. Voru því ekki lagaskilyrði til þess, að gagnáfrýjandi tækist á hendur einfalda ábyrgð á skuld Árvers hf. við aðaláfrýjanda. Verður gagnáfrýjandi því sýknaður af öllum kröfum aðaláfrýjanda." Hinn 14. nóvember sl. var einnig kveðinn upp dómur í hæstaréttarmálinu Landsbanki íslands gegn Seyðisfjarð- arkaupstað. I málinu veitti Landsbankinn Vélsmiðju Seyðisfjarðar lán í fornti yfirdráttar á tékkareikningi gegn einfaldri ábyrgð Seyðisfjarðarkaupstaðar. Hin ein- falda ábyrgð byggðist á samþykki bæjarstjómar Seyðis- fjarðarkaupstaðar frá 29. okt. 1991 um að veita vélsmiðj- unni einfalda ábyrgð með tryggingum í nokkrum hús- eignum vélsmiðjunnar og í vélum og tækjum skv. lista eða með sjálfskuldarábyrgð hluthafa. Þrátt fyrir sam- þykki bæjarstjómar um ábyrgð, voru engin af þeim and- lögum veðsett sem tilgreind voru í samþykktinni né sjálfskuldarábyrgðir hluthafa í vélsmiðjunni veittar, fyrr en yfirlýsing dagsett í apríl 1993 var þinglýst hjá sýslu- manninum á Seyðisfirði um veðsetningar tiltekinna eigna vélsmiðjunnar. Vélsmiðjan var nokkrum mánuð- 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.