Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 20

Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 20
20 MÁLFRÍÐUR Vaxandi fjöldi barna hefur formlegt enskunám sitt með meiri færni og kunnáttu í ensku en gert er ráð fyrir í markmiðum aðalnámskrár fyrir fimmta bekk. Kunnátta þeirra og færni er þó ærið misjöfn eftir því um hvaða færniþátt er að ræða: hlustunar- skilning og tal, vald á samræðum, lestur eða ritun. Undirrituð sóttu um styrk í þróunarsjóð grunn- skóla til að vinna að gerð forsagnar að skimun sem ætlað er að meta hve vel nemendur í fimmta bekk skilja talað mál við upphaf formlegs ensk- unáms og auðvelda með því kennurum að mæta kröfum laga, námskrár og stefnu fræðsluyfirvalda um nám á forsendum hvers og eins. Tilgangurinn er að auðvelda kennurum að greina hvar nemendur eru staddir þegar þeir hefja nám í ensku, til að val á námsmarkmiðum verði við hæfi og val á náms- efni og viðfangsefnum mæti þörfum hvers og eins. Verkefnið var hugsað til tveggja ára. Haft var til hliðsjónar samræmt evrópskt matskerfi sem fellur að Evrópuramma í tungumálum (CEF).1 Markmið með skimuninni er að a. kanna í hvaða mæli nemandinn skilur einfalt talað mál á ensku. b. stuðla að því að í enskunáminu verði gengið út frá styrk nemenda og leitast verði við að mæta þörfum hvers og eins. c. vera hvatning til náms á forsendum hvers og eins nemanda. Styrkupphæðin sem til verksins fékkst hljóðaði upp á kr. 300.000. Upphæðin var talsvert lægri en sótt var um og í ljósi þess varð umfang verkefnisins viða- minna en gert var ráð fyrir í umsókn. Verkefninu var skipt í eftirfarandi stig: a. undirbúning; þar sem ákveðið var að prófa skilning nemenda á mæltu máli og valið var efni með hliðsjón af því. b. forprófun með þátttöku þriggja skóla í Reykjavík c. úrvinnsla gagna og kynning niðurstaðna Framkvæmdin Efnið var tekið saman sumarið 2004. Vegna verkfalls kennara varð að fresta fyrirlögn þar til eftir áramót 2004 – 2005. Í byrjun febrúar 2005 var forskimun í hlustun lögð fyrir nemendur í fimmta bekk í þrem- ur skólum. Tóku 175 nemendur, 86 drengir og 89 stúlkur þátt í æfingunni og í skimuninni tóku 170 nemendur þátt; 82 drengir og 88 stúlkur. Verkefnið sem fyrir nemendur var lagt var tvískipt. Lögð var fyrir æfing í þeim tilgangi að nemendur fengju sýnishorn af skimun áþekka þeirri sem þeir fengu síðar. Hún var í þrennu lagi. Þetta var gert til að nemendur kynntust forminu á skimuninni og til að Í þessari grein segir frá niðurstöðum könnunar sem unnin var með þátttöku nemenda og kennara í þremur grunnskólum í Reykjavík dagana 7.–11. febrúar 2005 og kynntar voru á Rannsóknarþingi Kennaraháskóla Íslands 8. október 2005. Auður Torfadóttir, Brynhildur A. Ragnarsdóttir og Samuel Lefever. Auður Torfadóttir, dósent við KHÍ, Brynhildur A. Ragnarsdóttir, deildarstjóri í Tungumálaveri og Samuel Lefever, lektor við KHÍ. Námsmat í ensku fyrir byrjendur í 5. bekk grunnskóla 1 Á vegum Evrópuráðsins hefur verið þróaður stigbundinn viðmiðunarrammi/-matskvarði, sem nemandi/einstaklingur getur mátað kunnáttu sína við og gildir þar einu á hvaða aldri hann/hún er.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.