Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						1. apríl 2015  MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 54
SUND Eygló Ósk Gústafsdóttir er fyrst 
Íslendinga búin að tryggja sér þátttöku-
rétt á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 
en það gerði hún er hún setti nýtt Norður-
landamet í 200 m baksundi á Opna danska 
meistaramótinu í sundi í fyrradag. Hún 
synti þá á 2:09,86 mínútum og bætti þar 
með Íslandsmet sitt í greininni um tæpa 
hálfa sekúndu en lágmark Alþjóðasund-
sambandsins, FINA, inn á leikana í Ríó er 
2:10,60 mínútur. Norðurlandametið, sem 
var sex ára gamalt og í eigu Pernille Lar-
sen frá Danmörku, bætti hún um 0,41 sek-
úndu.
?Ég er himinlifandi með að hafa náð 
þessu, alveg í skýjunum,? sagði Eygló við 
Fréttablaðið í gær en hún var þá nýbúin 
að synda sig inn í úrslit í 50 m baksundi á 
lokadegi mótsins.
Eygló virðist í afar góðu formi um þess-
ar mundir og stefnir á að bæta sig enn 
meira á Íslandsmeistaramótinu [ÍM] í 50 
m laug sem fer fram í Laugardalslauginni 
10.-12. apríl.
?Ég gef venjuleg allt sem ég á í ÍM, þó 
svo að það sé minni samkeppni en hér 
úti, en ég er mjög spennt fyrir því að sjá 
hvernig mér gengur,? segir Eygló .
Léttir að vera búin
Eygló keppti á Ólympíuleikunum í Lond-
on árið 2012, þá aðeins sautján ára gömul. 
Hún hafnaði þá í 20. sæti í 200 m baksundi 
og miðað við að hún er enn að bæta sig í 
greininni er ljóst að hún er líkleg til afreka 
í Ríó.
?Það er vissulega léttir að vera búin að 
ná lágmarkinu og nú þarf ég ekki að hafa 
áhyggjur af því næsta eina og hálfa árið. 
ÍM árið 2012 snerist eingöngu um að ná 
lágmarki fyrir London og það var mikil 
pressa á mér þá. Nú get ég fremur einbeitt 
mér að tækninni og öðrum þáttum,? segir 
hún. ?En auðvitað stefni ég mun hærra en 
að ná bara lágmarkinu.?
Hugurinn getur gert margt gott
Hún segist hafa breytt aðeins til í æfingum 
fyrir þetta keppnistímabil og sinnt æfing-
um ?á þurru landi? betur samhliða æfing-
um í lauginni. ?Ég hef lyft meira og gert 
ýmislegt á þurru landi sem hjálpar mikið 
til. Þá er ég reynslumeiri líka sem hjálpar 
til, enda getur hugurinn gert margt gott 
en líka margt slæmt,? segir hún. ?En heilt 
yfir líður mér mjög vel og ég hlakka til að 
koma heim og æfa.?
HM í 50 m laug fer fram í Kazan í Rúss-
landi í sumar og þar verður Eygló Ósk á 
meðal keppanda og stefnir hún hátt. Sem 
stendur er Eygló með fimmta besta árang-
ur heimsins í 200 m baksundi og þann 
næstbesta í Evrópu.
Eygló endaði síðasta ár af krafti er hún 
vann allar sex einstaklingsgreinar sínar á 
ÍM í 25 m laug og bætti hún als níu Íslands-
met á árinu. Nýja árið byrjar vel og og átti 
hún von á því að ná svo góðum árangri svo 
snemma á tímabilinu.
?Ég er aðeins á undan áætlun og það 
boðar bara gott. Ég býst svo við að bæta 
mig enn meira í sumar og ég vona innilega 
að ég geri það. Þetta lítur vel út.?
 eirikur@frettabladid.is
Vil meira en að ná bara lágmarkinu
Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi bætti Norðurlandametið í 200 m baksundi á Opna danska meistaramótinu í sundi í fyr-
radag. Með því tryggði hún sér bæði þátttökurétt á HM í Kazan í Rússlandi sumar og í Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu á næsta ári.
RÚSSLAND OG RÍÓ  Eygló er komin með lágmörk á næsta HM sem og næstu Ólympíuleika. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HANDBOLTI ?Heilsan hefur oft 
verið betri,? segir fyrirliði ÍBV, 
Magnús Stefánsson, en lukkan 
hefur ekki beint leikið við hann í 
vetur.
Hann fékk heilahristing fyrr 
í vetur og svo lenti hann líka í 
árekstri í Vestmannaeyjum og 
hefur vart verið góður síðan.
Óttast er að Magnús sé kviðslit-
inn en hann ætti að fá það staðfest 
í dag. Fari svo þá er tímabilið hjá 
honum fokið út um gluggann og 
hann missir af úrslitakeppninni.
?Ég er talsvert kvalinn og á erf-
itt með gang. Þeir segja að ein-
kenni bendi til þess að ég sé kvið-
slitinn,? segir Magnús en hann 
yrði þá annar leikmaður ÍBV sem 
kviðslitnar í vetur. Sindri Haralds-
son er einnig kviðslitinn.
?Þetta var nokkuð harkalegt bíl-
slys sem ég lenti í og einn læknir 
hefur tengt það við meiðslin mín 
í dag. Ég var farþegi í bíl og við 
fengum annan bíl inn í hliðina. 
Þetta var algert óhapp.?
Magnús var þá á leiðinni upp 
á flugvöll í Eyjum að fljúga með 
liðinu í leik. Hann fór með liðinu 
þrátt fyrir slysið en þegar hann 
byrjaði að hita upp fór hann að 
svima og þá var hann settur í 
hvíld. Engin áhætta tekin.
?Ég hef verið frekar slæmur 
eftir slysið enda fékk ég talsvert 
höfuðhögg. Þetta er mjög svekkj-
andi en liðið má ekki við neinum 
skakkaföllum. Ég prófaði að spila 
einn leik en var með verki,? segir 
Magnús, en talið er að hann hafi 
fengið heilahristing í slysinu.
?Það er þá í annað sinn því ég 
fékk líka höfuðhögg og heilahrist-
ing fyrr í vetur. Það var fyrir pás-
una í deildinni og ég fékk því tíma 
til að jafna mig.?
Magnús er ekkert allt of bjart-
sýnn á að spila meira í vetur.
?Ég get ekki hreyft mig nokk-
urn skapaðan hlut núna. Ef ég er 
kviðslitinn þá er þetta líklega búið. 
Þetta er búið að vera erfitt tímabil 
með meiðslin en mér tókst þó samt 
að vinna bikarinn með ÍBV sem 
var ágætt. Við viljum samt meira 
þó svo það hafi verið á brattann að 
sækja í síðustu leikjum.?   - hbg
Búinn að fá tvisvar 
sinnum heilahristing
Tímabilið er líklega búið hjá Magnúsi Stefánssyni.
LEMSTRAÐUR  Magnús hefur lent í miklum skakkaföllum í vetur en náði þó að 
verða bikarmeistari. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er 
verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn 
í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. 
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi 
hvert sem litið er og setur borgina á stall 
með fallegri borgum Evrópu.
Verð í tveggja manna herbergi
kr. 98.900,- 
Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, 
íslensk fararstjórn og rúta til og frá flugvelli.
Trans Atlantic sérhæfir sig í ferðum til Eystrasaltslanda.
 
Upplýsingar í síma 588 8900
Úrval veitingahúsa, verslana (m.a. H&M) 
og kaffihúsa.
Næturlíf eins og það gerist best.
Riga
Lettlandi
Stórfengleg borg
Beint flug frá Keflavík og Akureyri
14.-17. maí
3
1
-
0
3
-
2
0
1
5
 
 
 
2
2
:
2
6
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
4
K
.
p
1
.
p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
7
K
.
p
1
.
p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
7
K
.
p
1
.
p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
4
K
.
p
1
.
p
d
f
A
u
t
o
m
a
t
i
o
n
P
l
a
t
e
 
r
e
m
a
k
e
:
 
1
4
5
9
-
B
C
D
0
1
4
5
9
-
B
B
9
4
1
4
5
9
-
B
A
5
8
1
4
5
9
-
B
9
1
C
2
8
0
 
X
 
4
0
0
7
A
 
 
 
 
 
F
B
0
8
0
s
C
M
Y
K

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80