Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 3
Myndina á kápunni tók Magnús Ólafsson árið 1910 en hann var einn kunnasti ljósmyndari landsins á fyrri hluta 20. aldar. Holdsveikraspítalinn blasir við með Esjuna og Skarðsheið- ina í bakgrunni en í forgrunni er salt- fiskbreiðsla og stakkstæði á vegum P. Thorsteinssonar á Kirkjusandi. Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi var vígður 27. júlí 1898. Hann var eitt stærsta hús landsins, um 750 m2, og líklega eitt stærsta timburhús sem byggt hefur verið hérlendis. Spítalinn var byggður fyrir erlent gjafafé sem Oddfellow-reglan í Danmörku safnaði og uppfyllti allar þarlendar kröfur um spítala. Spítalinn markar upphaf nútímaspítala á Íslandi en þó hann hafi ekki verið fyrsti spítalinn, var hann sá eini sem uppfyllti kröfur þess tíma. Holdsveikraspítalinn var tveggja hæða hús með risi á steyptum kjallara. Hann var málaður gulum lit en gluggakarmar ýmist rauðir, bláir eða grænir og að innan voru notaðir ljósir bjartir litir. Aðkoman var sérlega glæsileg og gengið var inn í stóran forsal en sjúkraherbergi með stórum gluggum voru á hæðunum og sneru út. Herbergin voru eins og tveggja manna en alls var rúm fyrir um 60 sjúklinga og tvö salerni voru á hverri hæð. Gangar og þjónusturými, þar á meðal eldhús, þvottahús og líkhús, sneru inn og voru norðanmegin. Í risinu bjó allt starfsfólk spítalans. Sæmundur Bjarnhéðinsson (1863-1936) var ráðinn yfirlæknir og gegndi því starfi til ársins 1934 og samkvæmt kröfu gefanda var einnig ráðin hjúkrunarkona, Christophine Mikkeline Jørgensen (1868-1943), en þá voru engar hjúkrunarkonur á Íslandi. Christophine giftist Sæmundi 1902 og þá tók Harriet Kjær við og var yfirhjúkrunarkona 1902-1929. Undir stjórn þessara dönsku hjúkr- unarkvenna var komið á viðurkennd- um erlendum spítalaaga. Nokkrar ungar konur sem réðust til starfa við spítalann lærðu fyrstu handtökin þar en luku síðan námi í Danmörku og spítalinn gegndi þannig mikilvægu hlutverki í menntun hjúkrunarfræð- inga. Holdsveikraspítalinn var einkum hjúkrunar- og einangrunarstofnun en þar voru reynd margvísleg lyf til lækninga á holdsveikinni. Spítalinn var einnig búinn rannsóknartækjum og þar voru stundaðar skipulagðar sjúkdómskrufningar og aðrar rann- sóknir á sjúkdómssýnum sem vöktu athygli víða um heim. Fyrstu sjúklingarnir, feðgar, komu í spítalann 10. október 1898 en tíu dögum síðar komu strandferðaskip til Reykjavíkur og með þeim fjöldi holdsveikrasjúklinga sem hafði verið safnað saman um landið. Fljótlega varð hvert rúm skipað og þótt dánartalan væri há fyrstu árin bætt- ust nýir sjúklingar við, en talið er að holdsveikir hafi verið um 250 talsins. Fljótlega fór starfið að skila árangri og spítalinn útskrifaði sjúklinga og var því aðeins nýttur að hluta en þá sáu yfirvöld sér leik á borði og notuðu hluta hans fyrir geðsjúklinga. Árið 1940 tók breski herinn spítalann yfir og voru hinir fáu sjúklingar sem þar voru þá fluttir á Kópavogshælið. Spítalinn brann til kaldra kola 7. apríl 1943. Jón Ólafur Ísberg LÆKNAblaðið 2014/100 131 læknablaðið the icelandic medical journal www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104 – 564 4106 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1750 Áskrift 12.400,- m. vsk. Lausasala 1240,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi Stríðsáramynd tekin 1941-43, hér sést Laugarneskampur sem var einn af þeim stærstu í Reykjavík og stóð framan við Holdsveikraspítal- ann. Síðasti bragginn var rifinn 1980. Ljósmyndarinn er óþekktur. Myndirnar eru allar frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Myndin er tekin árið 1916 og er af pípulagningamönnum við spítalann. Ljósmyndari: Magnús Ólafsson. Yfirlitsmynd Ólafs Magnússonar sýnir Laugarnesið og upphaf götumyndunar þar. Esjan er á sínum stað. Spítalinn stóð þar sem nú er bílastæðið við safn Sigurjóns Ólafssonar. Holdsveikraspítalinn kemur fyrir í sögunni sem hreppti Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013, Mánasteinn, drengurinn sem aldrei var til, eftir Sjón. Þar er sögusviðið Reykjavík 12. október til 6. desember 1918, Katla gýs og spænska veikin heldur bæjarbúum í heljargreipum. Ný meðferð fyrir sjúklinga með sykursýki tegund 2 Ný leið til að lækka umframmagn af glúkósa - fjarlægir hann1 Eina meðferðin sem fjarlægir umframmagn af glúkósa um nýrun1 FJARLÆGIR um 70 g af glúkósa daglega. Getur leitt til þyngdartaps1 1 Heimild: Sérlyfjaskrártexti Forxiga (dapagliflozin), apríl 2013. LÆKKAR BLÓÐSYKUR HbA1C1 Nýtt! 1 2 -2 0 1 3 -0 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.