Litli Bergþór - 01.06.2012, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.06.2012, Blaðsíða 26
26 Litli-Bergþór Dr. Róbert Abraham Ottósson og stofnun Skálholtskórsins 1963 Ávarp Sigurðar Þorsteinssonar á Heiði á tónleikum í Skálholtsdómkirkju á uppstigningardag 17. maí 2012, í tilefni aldarafmælis Dr. Róberts Abrahams Ottóssonar þann dag. Í dag er öld liðin frá fæðingu dr. Róberts Abrahams Ottóssonar. Hann fæddist í Berlín í Þýskalandi, stundaði þar tónlistarnám en flúði til Íslands undan nasismanum árið 1935. Einn þeirra hæfileikaríku tónlistarmanna af gyðingaættum sem ekki var lengur vært í heimalandi sínu. Dr. Róbert varð meðal merkustu tónlistarmanna landsins og starfaði á ýmsum vettvangi, meðal annars sem stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Söngsveitarinnar Fílharmóníu. Hann var söng- málastjóri þjóðkirkjunnar og kennari við Háskóla Íslands, auk þess að vera einn af stofnendum Tón- skóla Þjóðkirkjunnar. Þá var hann fyrsti Íslending- urinn til að ljúka doktorsprófi í tónvísindum við Háskóla Íslands með ritgerð sinni um Þorlákstíðir. Það var eftirminnilegur dagur í apríl- mánuði 1963, þegar dr. Róbert Abraham kom hér í Biskupstungur og hingað á Skálholtsstað í þeim hugleiðingum að stofna kór til að syngja við vígslu Skál- holtsdómkirkju, á Þorláksmessu að sumri. Forgöngu um það höfðu þau hjónin Anna Magnúsdóttir og sóknarpresturinn sr. Guðmundur Óli Ólafsson. Þau höfðu talað við hóp fólks, sem þau þekktu vel og vissu að var all söngvant og þau treystu til þess að syngja. Og stofnun Skálholtskórsins varð að veruleika. Hópurinn kom saman til skrafs og ráðagerða ásamt dr. Róbert og fyrsta æfingin var ákveðin. Sú æfing var dálítið söguleg eins og reyndar fleiri æfingar. Hópurinn stillti sér upp í kórnum, meistarinn dreifði blöðum með nótum og texta, gaf tóninn og sló kórinn inn. En ekkert bofs kom frá kórnum. Reynt var aftur og það fór á sömu lund. Smá áfall fyrir meistarann. Hvað var hann með í höndunum? Þetta lag sem við áttum að syngja þarna beint af blaði höfðum við aldrei séð. Okk- ur alveg alókunnugt. Anna Magnúsdóttir tók þá til máls og tjáði Róbert að flestir í kórnum væru ólæsir á nótur. Annað áfall fyrir meistarann. Sigurður Þorsteins- son Dr. Róbert Abraham Ottósson.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.