Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2010, Blaðsíða 19

Ægir - 01.01.2010, Blaðsíða 19
19 F I S K U R O G H O L L U S T A „Í sígildri næringarfræði hafa prótein aðallega verið talin gefa nauðsynlega orku og nær- ingu. Í „nýju næringarfræðinni“ er hins vegar litið svo á að peptíð, sem til staðar eru í próteinum meðal annars úr fiski, geti einnig haft lífeðlis- fræðilega virkni,“ segir Mar- grét Geirsdóttir sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir benda til að áhrif próteina á heilsu séu meiri en að afla nauðsynlegrar orku og næringar. Prótein eru mynduð úr langri keðju af amínósýrum og við niðurbrot á þeim við meltingu myndast smærri amínósýrueiningar, svokölluð peptíð. Peptíð gegna margþættum hlutverk- um sem lífeðlisfræðilegir áhrifavaldar, til dæmis á blóð- þrýsting, meltingu, oxunarferla og fleira í líkamanum. Það er því mögulegt að nota peptíð í heilsufæði, fæðubótarefni og slíkt, eins og þegar hefur verið gert, til dæmis í Noregi. Í víðtæku samstarfi Hjá Matís er nýlokið verkefn- inu „Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstings- lækkandi peptíðum úr fisk- próteinum“ sem styrkt var af AVS rannsóknasjóði í sjávarút- vegi. „Rannsóknin er unnin í framhaldi af stóru Evrópuverk- efni, SeafoodPLUS. Einnig kom til þessi „nýja næringar- fræði“ sem við nefnum svo þar sem fjallað er um lífeðlis- fræðilega virkni peptíða. Víða erlendis eru í þessu skyni not- uð mjólkurprótein en við vild- um kanna hvort hægt væri að þróa vörur með svipaða virkni úr fiskpróteinum. Aðallega var farið í verkefni fyrir frum- kvæði Matís í samstarfi við lyfjafræðideild HÍ í framhaldi af vinnu innan SeafoodPLUS sem hófst árið 2003 í samstarfi við íslenska fyrirtækið Prím- ex,“ segir Margrét. Ætla í dýratilraunir Hjá Matís er stefnt að því að halda áfram með þessar rann- sóknir. Er nú unnið að því að afla styrkja til að þróa fram- leiðsluna úr tilraunastofu í verksmiðju. „Einnig stendur til að gera tilraunir á dýrum og vonandi í framhaldi af því mönnum og kanna áhrif peptíða unnum úr fiskpróteinum á blóðþrýsting. Dýratilraunir eru hins vegar kostnaðarsamar en nauðsyn- legar þar sem virkni í tilrauna- glasi er ekki það sama og virkni í líkama. Ekki má held- ur gleyma rannsóknum á sviði markaðssetningar en það er verkþáttur sem oft getur gleymst í verkefnum sem þessum. Við höfum fulla trú á því að við getum framleitt góða vöru sem getur aukið verðmæti sjávarfangs á Ís- landi,“ segir Margrét Geirsdótt- ir. Matís rannsakar peptíð úr fiskpróteinum: Getur fiskneysla lækkað blóðþrýsting? Rannsóknir Matís sýna fram á að fiskneysla kann að hafa enn meiri áhrif á bætta heilsu en talið hefur verið hingað til. „Getum framleitt hér á landi góða vöru sem getur aukið verðmæti sjávarfangs,“ segir Margrét Geirsdóttir, sérfræðingur hjá Matís.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.