Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 18. janúar 2010 MÁNUDAGUR 15 Jack Straw, utanríkisráðherra Ton- ys Blair, varaði í „leynilegu einka“- bréfi til Blairs við afleiðingu inn- rásar í Írak og opinberar bréfið alvarlegar efasemdir um réttmæti hennar innan ríkisstjórnar lands- ins. Jack Straw sendi Tony Blair bréf- ið um ári áður en Íraksstríðið hófst, nánar tiltekið tíu dögum áður en Tony Blair hitti George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Crawford-ráðstefnunni í Banda- ríkjunum í apríl 2002 Leyndi þjóðina upplýsingum Í bréfinu kemur skýrt fram að Blair var þá þegar farinn að undirbúa hernaðaraðgerðir, jafnvel þótt hann fullyrti gagnvart bresku þjóðinni að ekkert slíkt væri í bígerð. Bréfið verður lagt til grundvallar í Íraksrannsókninni þegar Jack Straw verður spurður spjörunum úr í vik- unni. Í bréfinu segir Jack Straw með- al annars að Bretlandi standi ekki meiri ógn af Írak en áður og að „eng- ar trúverðugar sannanir“ væru fyrir tengslum Íraks og al-Kaída og að ógn af hálfu Íraks hefði ekki aukist vegna árásanna á Bandaríkin í september 2001. Straw varar við tveimur lögfræði- legum „fílagildrum“; að „breyting á stjórn réttlæti strangt til tekið ekki hernaðaraðgerðir“ og að það sé laga- lega mikilvægt að fá nýtt umboð til aðgerða frá Sameinuðu þjóðunum. Hvert var markmiðið? Einnig er varpað fram spurningunni um hið eiginlega markmið hernað- araðgerða. „Við verðum einnig að svara stóru spurningunni - hverju náum við fram með þessum aðgerð- um. Þetta virðist vera gloppóttara en nokkuð annað,“ segir Straw í bréfinu. Í hnotskurn varaði Jack Straw Tony Blair, þáverandi forsætisráð- herra Bretlands, við afleiðingum hernaðaraðgerða og sagði áhöld um lagalegt réttmæti innrásarinnar og sagði að engin trygging væri fyr- ir því að framtíð Íraks yrði bjartari þó Saddam Hussein yrði fjarlægður af sjónarsviðinu. Stríðsglæpir Blairs Öll spjót beinast nú að Tony Blair vegna þátttöku Breta í Íraksstríð- inu og samkvæmt könnun á vegum Sunday Times telja 52 prósent Breta að Blair hafi blekkt þjóðina vísvit- andi hvað stríðið varðar og nærri 25 prósent telja að rétta eigi yfir honum sem stríðsglæpamanni. Ráðgjafi Tonys Blair, Alastair Campbell, vísaði í vitnaleiðslum Íraksrannsóknarinnar á bug fullyrð- ingum um að ákvörðun um að koma á annarri stjórn í Írak hefði verið tek- in á Crawford-ráðstefnunni. Sagði Campbell að sú ákvörðun hefði ver- ið tekin mun seinna, en bréf Straws virðist staðfesta hið gagnstæða. Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, er í slæmum málum vegna Íraks- stríðsins. Nú hefur verið birt bréf til hans frá þáverandi utanríkisráðherra Bretlands, Jack Straw, en í því er Blair varaður, meðal annars, við lagalegu réttmæti innrásar í Írak. „GLOPPÓTTARA EN NOKKUÐ ANNAГ Í bréfinu kem- ur skýrt fram að Blair var þá þegar farinn að undirbúa hernaðar- aðgerðir, jafnvel þótt hann fullyrti gagnvart bresku þjóðinni að ekk- ert slíkt væri í bígerð. Réttarhöldum yfir Berlusconi frestað Réttarhöldum vegna spillingar- máls sem tengist Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið frestað til 27. febrúar. Berlusconi er sakaður um að hafa mútað fyrr- verandi skattalögfræðingi sín- um, David Mills, til bera ljúgvitni í tvennum réttarhöldum á níunda áratugnum. David Mills hefur þegar ver- ið sakfelldur fyrir að hafa þeg- ið 450.000 evrur í mútur en hefur áfrýjað dómnum. Berlusconi hef- ur neitað sök on nú hafa dómarar ákveðið að fresta réttarhöldunum þar til áfrýjun Mills hefur verið til lykta leidd. Ólæsir fangar Nýjar upplýsingar um læsi fanga í skoskum fangelsum hafa leitt í ljós að helmingur fanga sem stunda nám í fangelsunum er ólæs að svo miklu leyti að það takmarkar getu þeirra til virkni í samfélaginu. Að sögn skoska verkamanna- flokksins eru upplýsingarnar „slá- andi“ og krafðist hann tafarlausar aðgerða til að taka á málinu. Fang- elsismálastjórn Skotlands upplýsti einnig að um 1.800 fangar sæktu nám í hverjum mánuði til að læra að lesa og skrifa. Þess má geta að á síðasta ári komst nefnd skoska verkamanna- flokksins um læsi að því að fimmt- ungur barna fer ólæs og óskrifandi úr forskóla. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Páfagarður var ekki skeytingarlaus gagnvart helförinni: Páfi verst ásökunum Benedikt XVI páfi varðist ásökunum þess efnis að Páfagarður hefði sýnt útrýmingu gyðinga í Evrópu í síðari heimsstyrjöldinni skeytingarleysi. Í sögulegri heimsókn í helsta sam- komuhús gyðinga í Róm sagði páfi að Páfagarður hefði hjálpað gyðingum og „veitt aðstoð, oft á heimullegan og hljóðlátan máta“. Áform Benedikts páfa um að setja Píus XII, sem sat á páfastóli á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, hafa vak- ið reiði gyðinga sem notuðu heim- sókn Benedikts til að fordæma Pius XII fyrir að hafa ekki komið til varn- ar gyðingum „sem sendir voru í ofna Auschwitz“. Páfi viðurkenndi að „því miður hefðu margir verið skeytingarlausir“ með tilliti til þjáninga gyðinga en að Páfagarður hefði komið gyðingum til hjálpar. Benedikt páfi sagði að með tilliti til nasismans hefði 20. öldin „sannar- lega verið sorglegur tími fyrir mann- kynið: grimmdarlegt stríð hefði stráð áður óþekktri eyðileggingu, dauða og þjáningum; skelfileg hugmyndafræði, vaxin af átrúnaði á manni, kynþætti og ríki, leiddi til bróðurvíga“. Riccardo Pacifici, leiðtogi samfé- lags gyðinga í Róm, var þungorður í garð Páfagarðs og sagði að „þögn Píus- ar XII fyrir helförina“ væri enn sárs- aukafull og hvatti stjórnvöld í Páfa- garði til að heimila fræðimönnum aðgang að skjölum Páfagarðs um styrj- aldarárin. Fimmtán sem lifðu af helför- ina voru viðstaddir athöfnina, en þó nokkrir sniðgengu hana, þeirra á með- al fjöldi mikils metinna ítalskra gyð- inga. Glaðbeittur Benedikt XVI páfi Við komuna í helsta samkomuhús gyðinga í Róm. MYND: AFP Vilja grafa svín lifandi Vísindalegar tilraunir á dýrum hafa löngum verið tilefni til deilna. Þannig hafa tilraunir á músum þótt orka tvímælis þótt þær grípi ekki fyr- irsagnir dagblaða lengur. Fyrirhug- uð tilraun vísindamanna í Austur- ríki hefur þó valdið miklu fjaðrafoki en þeir hyggjast grafa 29 svín lifandi undir snjó til að rannsaka hvernig mannfólkið getur komist betur af lendi það í snjóflóðum. Tilraunin átti að hefjast í aust- urrísku Ölpunum í síðustu viku en henni var frestað vegna mikilla og háværra mótmæla. Það er stofnunin Mountain Em- ergency Medicine í Bolzano á Ítalíu sem skipulagði rannsóknina. Henni var ætlað að varpa ljósi á það hvern- ig mannfólkið geti mögulega sloppið úr snjóflóðum án þess að verða fyrir heilaskaða af völdum súrefnis- skorts. Átti rannsóknin að standa þar til síðasta svínið gæfi upp önd- ina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.