Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 17

Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 17
16 PENINGAMÁL 2001/1 Gengi krónunnar styrktist fyrst eftir vaxtahækkun en seig síðan Þegar vextir voru hækkaðir 1. nóvember 2000 var vísitala gengisskráningar rúmlega 118 stig en lækk- aði í 117,15 fljótlega eftir vaxtahækkunina. Styrking- in varði stutt og viku síðar fór vísitalan yfir 118 stig á nýjan leik. Þrátt fyrir vaxtahækkunina hélt út- streymi á gjaldeyri áfram en innstreymi jókst ekki eins og vænta mátti. Trú á stöðugleika krónunnar virtist ekki næg og fjárfestar ekki jafn fúsir og fyrr að taka stöðu með henni og áður. Vangaveltur spunnust um það hvort Seðlabankinn myndi verja gengi krón- unnar ef reyndi á vikmörk gengisstefnunnar sem eru ±9% frá miðgildi vísitölu gengisskráningar, sem er 115,01. Mikill eftirspurnarþrýstingur myndaðist á millibankamarkaði en yfirlýsingar Seðlabankans um að bankinn stæði fast við gengisstefnuna og inngrip hans á markaði með sölu Bandaríkjadala fyrir krónur róuðu markaðinn og drógu úr útstreymi gjaldeyris. Seðlabankinn seldi Bandaríkjadali fyrir krónur á markaði 21. nóvember og næstu 4 daga á eftir sam- tals að fjárhæð 4,7 ma.kr. Mest voru inngripin 24. nóvember en þá seldi bankinn Bandaríkjadali fyrir jafnvirði 1,5 ma.kr. Við upphaf þessa skeiðs inngripa var vísitala gengisskráningar rétt við 121,5 stig. Inn- gripin leiddu til þess að vísitalan fór lægst í 118,5 stig 24. nóvember. Áhrifin voru þó ekki varanleg því að 5. desember var vísitalan aftur komin yfir 120 stig. Eftir þessi miklu inngrip í lok nóvember kom bank- Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Hægfara lækkun á gengi krónunnar þrátt fyrir aukið aðhald 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 26. janúar 2001. Þrátt fyrir vaxtahækkun Seðlabankans í byrjun nóvember og inngrip á markaði hélt vísitala gengis- skráningar áfram að hækka (þ.e. krónan að veikjast). Frá 1. nóvember til 26. janúar hækkaði hún um 3,7%. Vaxtamunur við útlönd var því sem næst sá sami í upphafi og lok tímabilsins þótt einhverjar breytingar hafi orðið innan þess. Viðskipti á millibankamarkaði með krónur drógust saman og vextir hækkuðu. Markaðsaðilar kusu fremur að eiga endurhverf viðskipti við Seðlabankann og fá hjá honum daglán en að skipta hver við annan á millibankamarkaði. Velta á skuldabréfamarkaði dalaði nokkuð í nóvember en rétti úr kútnum í lok desember. Frá þeim tíma lækkaði ávöxtun nokkuð. Hlutabréfaviðskipti minnkuðu og úrvalsvísitala Verðbréfaþings Íslands lækkaði um 11,4% frá 1. nóvember til 26. janúar sl. Fréttir af slakri afkomu fyrirtækja virðast hafa dregið úr áhuga fjárfesta á þessum fjárfestingarkosti. Breytingar eru að verða í greiðslumiðlun sem geta haft nokkur áhrif á innbyrðis samskipti banka og Seðlabankans. Vísitala gengisskráningar frá 30. október 2000 - 26. janúar 2001 Nóvember Desember Janúar 117 118 119 120 121 122 123 31.12.1991=100 Mynd 1 Inngrip 21/11'00 Inngrip 11/12'00 Vaxtahækkun 1/11'00 Inngrip 24/1'01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.