Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 23

Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 23
22 PENINGAMÁL 2001/1 Halli á viðskiptum Íslands við umheiminn hefur ver- ið mikill undanfarin 3 ár og ef marka má þjóð- hagsspár bendir fátt til þess að draga muni verulega úr honum á næstunni. Gert er ráð fyrir að hallinn á síðasta ári hafi numið 9% af landsframleiðslu og verði enn meiri á þessu ári, þrátt fyrir að flest bendi til að hagvöxtur verði töluvert minni en árin á undan. Viðskiptahallinn hefur vakið nokkra umræðu um það hvort efnahagslegum stöðugleika sé hætta búin vegna hans. Í ritum Seðlabankans hefur verið varað við því að viðskiptahallinn sé vísbending um alvar- legt ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Hins vegar hefur einnig verið bent á að umtalsverð eignamyndun erlendis komi á móti aukningu erlendra skulda og að tekjur af erlendum eignum séu vanmetnar. Þegar tek- ið hafi verið tillit til þess sé áhætta sem fylgir miklum mældum viðskiptahalla og skuldasöfnun minni. Sumir hafa jafnvel gert sér í hugarlund að vöxtur ný- búskapar á Íslandi geri það að verkum að ekki stafi mikil hætta af auknum viðskiptahalla. Enn aðrir hafa andæft því sjónarmiði að viðskiptahallinn sé áhættu- samur með því að vísa til ungs aldurs þjóðarinnar og almennra sanninda um hagræna þýðingu viðskipta- halla. Í riti sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gaf út sl. haust er lögð áhersla á að „viðskiptajöfnuður sé í sjálfu sér hlutlaust fyrirbæri“ sem eigi ekki heima meðal helstu markmiða opinberrar hagstjórnar.2 Þó er viðurkennt að miklum hallarekstri geti fylgt ákveðin áhætta, án þess að lagt sé mat á hvort slíkt hættuástand ríki nú. Umræða um hugsanleg skaðleg áhrif viðskipta- halla er ekki einskorðuð við Ísland. Henni hefur t.d. skotið upp öðru hvoru í tengslum við alvarlegar gjaldeyris- og fjármálakreppur í heiminum á síðustu árum, því að undanfari þeirra hefur einatt verið of- þensla sem birst hefur í miklum halla á viðskiptum við útlönd. Í Bandaríkjunum á sér einnig stað tölu- verð umræða um hugsanlega skaðsemi viðskipta- halla, en undir nokkuð öðrum formerkjum. Þar hefur viðskiptahallinn aukist á undanförnum árum og sett sögulegt met, þótt hann sé helmingi minni í hlutfalli við landsframleiðslu en á Íslandi. Skoðanir eru þar skiptar eins og hér, en skoðanaskiptin snúast að hluta Er viðskiptahallinn sem myndast hefur á síðustu árum einkenni hættulegrar ofþenslu í þjóðarbúskapn- um eða þróttmikillar efnahagsstarfsemi? Í greininni er reynt að nálgast svar við þessum spurningum frá ýmsum hliðum. Fjallað er um mismunandi merkingar hugtaksins sjálfbær viðskiptahalli og næmni niðurstaðna fyrir breytingum á forsendum. Þá er fjallað um ástæður, einkenni og eftirköst hliðstæðra hallatímabila hjá öðrum þjóðum og hérlendis og hvað greinir þau frá núverandi hallaskeiði. Þá er fjall- að stuttlega um röksemdir sem komið hafa fram á síðustu árum þess efnis að hallinn sé hvorki eins mikill og mælingar gefa til kynna, né veruleg ógn við langtímastöðugleika. 1. Höfundur er deildarstjóri á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands. Hann þakkar Jóni Steinssyni fyrir mikilsverða aðstoð við undirbúning þess- arar greinar. Þau sjónarmið sem fram koma í greininni eru höfundar og eru ekki endilega þau sömu og sjónarmið Seðlabanka Íslands. 2. Gústaf Sigurðsson, Gylfi Zoëga, Marta Skúladóttir og Tryggvi Þór Herbertsson: Velferð og viðskipti: Um eðli og orsakir viðskiptahalla, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, nóvember 2000. ARNÓR SIGHVATSSON1 Viðskiptahallinn í alþjóðlegum og sögulegum samanburði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.