Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 44
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201040 Svandís Íris Hálfdánardóttir, Ásta B. Pétursdóttir, Guðrún Dóra Guðmannsdóttir, Kristín Lára Ólafsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir, svaniris@landspitali.is MEÐFERÐARFERLI FYRIR DEYJANDI SJÚKLINGA Starfsfólk líknardeilda hefur langa reynslu af umönnun sjúklinga síðustu klukkustundir lífsins. Á líknardeilinni í Kópavogi hefur þessi reynsla verið sett í ferli að enskri fyrirmynd. Ætlunin er að nota ferlið á fleiri deildir og stofnanir í framtíðinni. Innan heilbrigðiskerfisins er sífellt verið að leita leiða til að tryggja sem best gæði þeirra þjónustu sem er veitt. Í mörgum nágrannalöndum okkar hefur verið lögð áhersla á að veita öndvegisþjónustu við lok lífs bæði á líknarheimilum (e. hospice) og á líknardeildum (e. palliative care units) og hefur Bretland verið þar fremst í flokki. Hins vegar deyr þar á landi einungis lítill hluti sjúklinga á líknarheimilum eða líknardeildum (4% árið 2003) en um 56% á sjúkrahúsum (Murphy o.fl., 2007). Til samanburðar áttu 53% andláta sér stað á sjúkrahúsum á Íslandi árið 2008 og um 8% allra andláta á landinu voru á líknardeildunum tveimur á Landspítala (LSH). Í Bretlandi þótti mikilvægt að koma hugmyndafræði og skipulagi umönnunar og meðferðar, sem veitt er á líknar heimilum, yfir á aðrar stofnanir þar sem sjúklingar deyja. Liverpool Care Pathway for the dying, sem þýtt hefur verið á íslensku meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga, var þróað sem samstarfsverkefni milli Marie Curie Cancer Care stofnunarinnar í Liverpool og Háskólans í Liverpool. Markmið þess var að færa hugmyndafræði líknar um umönnun og meðferð sjúklinga síðustu klukkustundir eða daga lífsins frá líknarheimilum yfir á aðrar stofnanir, svo sem sjúkrahús og öldrunarstofnanir. Með meðferðarferlinu er reynt að tryggja deyjandi sjúklingum ákveðin gæði í umönnun og meðferð við lok lífs, sama hvar þeir liggja, sem og að tryggja stuðning við aðstandendur bæði fyrir og eftir andlát ástvinar þeirra. Á sama tíma er stefnt að því að auka þekkingu og færni heilbrigðisstarfsfólks varðandi umönnun og meðferð á síðustu dögum lífs (Ellershaw og Wilkinson, 2003; Jack o.fl., 2003; Gambles o.fl., 2006). Um höfunda: Svandís Íris Hálfdánardóttir er sérfræðingur í hjúkrun. Ásta B. Pétursdóttir er hjúkrunar­ fræðingur á líknardeild á Landakoti. Guðrún Dóra Guðmannsdóttir er sérfræðingur í hjúkrun. Kristín Lára Ólafsdóttir er hjúkrunar fræðingur í líknarráðgjafateymi Landspítalans. Valgerður Sigurðardóttir er yfirlæknir á líknar deild í Kópavogi. Höfundar starfa allir á Landspítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.