Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 50
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201046 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is FRUMKVÖÐULL Í KRABBAMEINSHJÚKRUN „Innst inni verð ég alltaf krabbameinshjúkrunarfræðingur,“ segir Kristín Sophusdóttir, verkefnastjóri á lyflækningasviði Landspítalans. Hún er brautryðjandi í krabbameinshjúkrun og hefur stjórnað deildum og sviðum síðan 1976 en lét af starfi sem sviðsstjóri í fyrra. Nú sinnir hún ýmsum verkefnum innan sameinaðs lyflækningasviðs og hefur nóg að gera þó að hún sé farin að huga að starfslokum. Kristín Sophusdóttir hætti sem sviðs stjóri hjúkrunar á lyflækningasviði II á Land ­ spítala við skipulagsbreytinguna 2009. Hún hafði þá gegnt stöðu sviðsstjóra í níu ár og segist skila sátt við það starf. Áður hafði hún verið hjúkrunarframkvæmdastjóri á Landspítala til margra ára. „Þegar ég lít yfir farinn veg þá er ég mjög ánægð. Það hefur margt gerst á sviði krabbameinshjúkrunar þau 35 ár sem ég hef verið í þessu,“ segir Kristín. Hún sóttist ekki eftir að verða framkvæmdastjóri á nýja lyflækningasviðinu. „Nei, það kom aldrei til greina. Það eru margir sem eru betur til þess fallnir. Ég hafði enga löngun til þess. Ég er sátt við þau níu ár sem ég var sviðsstjóri, en þau voru oft annasöm.“ Kristín segir að sameining krabba­ meinsdeilda Landspítalans 2001–2002 hafi verið mörgum erfið en sameining Landakots og Borgarspítala var þá enn í fersku minni. Þrautreyndur stjórnandi Kristín Sophusdóttir er mikill leiðtogi og hefur verið brautryðjandi í krabbameins­ hjúkrun. Hún hefur getið sér gott orð sem stjórnandi. Ein samstarfskona lýsir henni sem lýðræðislegri og með mikla samskiptahæfileika. Þá hafi hún lag á að láta fólki líða vel í kringum sig. Hún sé opin fyrir nýjungum og taki af skarið þegar taka þurfi ákvarðanir. Hún leyfi fólki að þroskast í starfi. En Kristín er lítillát þegar talið berst að henni sem stjórnanda. „Ég hef verið svo heppin að hafa gott fólk í kringum mig. Í fyrsta lagi þarf maður að hlusta á fólk og vera tilbúinn til þess að taka inn nýjungar. Mér hefur tekist að ýta undir og leyfa fólki að gera það sem það langar til. Auðvitað þarf maður að hafa einhverja stefnu og fá fólk með sér. Mér hefur líka auðnast að ýta undir það að hjúkrunarfræðingar mennti og sérhæfi sig.“ Hún segist hafa þetta frá Vigdísi Magnúsdóttur hjúkrunarforstjóra sem var mikil fyrirmynd hennar og studdi hana dyggilega en Kristín var snemma valin til ábyrgðarstarfa. Þá hafi reynsla hennar úr skátastarfinu líklega hjálpað til. „Ég var bæði ylfingaforingi og skátaforingi en þar lærir maður stjórnun og að hafa fólk með sér. Ég held að ég hafi lært það í skátastarfinu,“ segir Kristín. Kristín hefur setið í stjórnum Krabba­ meins félags Íslands og Krabbameins­ félags Reykjavíkur en nú hafa aðrir tekið við því starfi. Þar fékk hún tækifæri að hitta krabbameinssjúklinga utan sjúkrahússins og einnig að kynnast betur starfi stuðningshópanna. Kristín tók þátt í að stofna fagdeild krabba­ meinshjúkrunarfræðinga og var fyrsti formaður deildarinnar. Þá hafði Kristín frumkvæði að stofnun fagráðs hjúkrunar á krabbameinssviðinu. „Ég er sérstaklega stolt af því að hafa stofnað fagráð krabbameinshjúkrunar en ég held að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.