Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 5
Síðustu vikur og dagar hafa minnt starfsfólk heil- brigðiskerfisins óþyrmilega á að störf þess með veiku og sýktu fólki geta verið áhættusöm. Jafn- framt að það er áhættusamt að vera sjúklingur á sjúkrahúsi. Fréttir frá Kína segja að fjórðungur þeirra sem sýkst hafa af bráðalungnabólgu sé starfsfólk heilbrigðiskerfisins. I Kanada dreifðist lungnabólgan út til sjúklinga og starfsmanna á sjúkrahúsi þar sem fyrstu sjúklingarnir nutu að- hlynningar. Frá Kanada berast einnig fréttir af því að læknir og hjúkrunarfræðingur hafi ferðast á fjölmenna staði eftir að þau fengu einkenni bráðalungnabólgunnar. Hver og einn einstakling- ur, sem finnur fyrir einkennum lungnabólgunnar, ber ábyrgð á að fylgjast með því hvort hann hafi umgengist einhvern sem nýkominn er frá sýktum svæðum í heiminum. Starfsfólk sjúkrahúsa ber enn meiri ábyrgð á að fylgjast með eigin einkenn- um sökum þess að það umgengst fólk með minnkaðar varnir. Allir hjúkrunarfræðingar hafa tekið þátt í umræðum um hvort þeir eigi að mæta kvefaðir í vinnu eða ekki. Þeir meta hvort þyngra vegi, hættan á að smita sjúklingana eða skyldan við samstarfsfólk og stofnun. Flestir rata rétta braut í þessum efnum en ljóst er að hjá starfs- fólki heilbrigðiskerfisins hefur umræðan um að mæta veikur í vinnuna aðra vídd en hjá flestum öðrum. Á fulltrúaþingi félagsins 16. maí mun nýr for- maður taka við. Þegar ég lít yfir þau fjögur ár sem ég hef verið formaður og huga að því hvað standi upp úr þá eru mér sérlega minnisstæð samtöl sem ég hef átt við hjúkrunarfræðinga um þróun hjúkrunar á stærri stofnunum og deildum. Hjúkrunarfræðingar hafa leitað til mín til að viðra áhyggjur sínar af því að þeim finnist þeir vera að fjarlægjast starfið sem þeir menntuðu sig til. Stærra hlutfall vinnutímans fari í skipulagn- ingu deildarstarfsins, mannahald og eftirlit með að allt gangi upp en í að veita umönnun. Fálið- að sé á deildum og vinnuálag mikið. Hjúkrunar- fræðingarnir minna á að skv. siðareglum félags- ins sé kjarni hjúkrunar umhyggja fyrir skjólstæð- ingnum og virðing fyrir lífi hans og mannhelgi. Enn fremur að hjúkrunarfræðingar eigi umfram allt skyldum að gegna við þá sem þarfnast hjúkr- unar. Frumskylda þeirra er að virða velferð og mannhelgi skjólstæðings. Hjúkrunarfræðingar, sem til mín hafa leitað, hafa áhyggjur af að þeir finni togstreitu milli þess að þjóna „rekstrinum” FORMANNSPISTILL Herdís Sveinsdóttir Herdís Sveinsdóttir og sjúklingnum. Vissulega sjái þeir að það að tryggja að vinn- an gangi upp feli í sér virðingu fyrir skjólstæðingnum. Hins vegar gefist of lítill tími til að vera með sjúklingnum - vera með sjúklingnum f þeirri merkingu að vera þátttakandi íj reynslu hans sem annarrar mannveru. Sjúklingar greina á milli hjúkrunarfræðinga sem eru raunveru- lega til staðar hjá þeim og hinna sem eru að framkvæma verk sín. Sjúklingurinn treystir hjúkrunarfræðingi sem er til stað- ar hjá honum, hann veit að hjúkrunarfræðingnum stendur ekki á sama um hann. Hjúkrunarfræðingarnir, sem koma til mín, hafa áhyggjur af því að geta ekki veitt þessa viðveru sök- um þess að hugurinn sé stöðugt bundinn knýjandi verkefnum sem þurfi að leysa. Þeir hafa hreinlega áhyggjur af því að inn- tak hjúkrunar sé í hættu og það komi að lokum niður á skjól- stæðingum hjúkrunar og hjúkrunarfræðingum sjálfum sem munu brenna út í starfi. Ljóst er að álag er mikið á hjúkrunarfræðingum og öðrum sem starfa við aðhlynningu. Það kom í Ijós í niðurstöðum könnun- ar á vinnuálagi hjúkrunarfræðinga,sem birtar voru hér í tíma- ritinu árið 2001, og einnig í úttekt Landlæknisembættisins á stöðu LSH í kjölfar sameiningar. Einnig vitum við að hlutfall hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á 100 þús. íbúa er mun lægra hériendis en á hinum Norðurlöndunum. Ég tek því undir á- hyggjur hjúkrunarfræðinganna sem leitað hafa til mín og tel mikilvægt að hjúkrunarsamfélagið hefji umræðu um áhrif manneklu og álags í starfi á skjólstæðingana. Eg tel þó að inn- tak hjúkrunar sé í minni hættu en ætla mætti því af kynnum mínum við hjúkrunarfræðinga víðs vegar um landið veit ég að leiðarljós þeirra er velferð og virðing fyrir skjólstæðingnum og mannhelgi hans. Nú þegar ég skrifa þennan síðasta formannspistil er glampandi sól og blíða og Esjan og Laugardalurinn skarta sínu fegursta, séð frá híbýlum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það er eftirsjá að þessu útsýni líkt og ýmsu í starfi formanns Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. Ég tel þó að samstarf mitt við alla þá hjúkrunarfræðinga sem ég hef kynnst í formannsembættinu sé rétt hafið. Ég veit nefnilega að það liggur mikil þekking meðal þeirra sem ég vonast eftir að geta leitað til á mínum gamla og nýja starfsvettvangi í Háskóla Islands. Gleðilegt sumar og takk fyrir samstarfið. Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.