Norðurslóð - 28.04.1993, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 28.04.1993, Blaðsíða 2
2 — NORÐURSLOÐ NORÐURSLÓÐ Útgefandi: Rimar hf. Ritstjórar og ábyrgðarmerm: Hjörieifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Blaðamennska og tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Dalvík Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Hvernig viljum við hafa skólana okkar? Nýverið birtist í Morgunblaðinu grein eftir Hafstein Karls- son skólastjóra í Villingaholtsskóla, formann samtaka fá- mennra skóla. Innan þeirra samtaka eru grunnskólar með innan við 100 nemendur. Þetta er u.þ.b. helmingur allra grunnskóla í landinu en engu að síður hefur lítið verið minnst á þessa skóla í þeirri skólamálaumræðu sem fram hefur farið undanfarin ár. I grein sinni bendir Hafsteinn á að skólastarf og kennsluhættir í smáskólunum eru um margt frábrugðnir því sem gerist í Ijölmennari skólum. Bekkir eru fámennir og víðast samkennsla milli árganga. Hafsteinn bendir einnig á að vegna fámennisins tekst smá- skólunum að mörgu leyti betur en þeim fjölmennu að ná þeim opinberu markmiðum sem íslenskum grunnskólum eru sett af fræðsluyfirvöldum. Nægir þar að nefna þau meg- inmarkmið sem stóru skólarnir, einkum á höfuðborgar- svæðinu, eiga svo langt í land með að gera að veruleika; ein- setinn skóla, samfelldan skóladag og skólamáltíðir. Þessar eftirsóknarverðu aðstæður hafa lengi verið fyrir hendi í fá- mennum sveitaskólum landsins. Lengi væri hægt að telja ef farið væri í það að nefna alla þá kosti sem smáskólar geta boðið upp á fram yflr stóru skólana; Starfsfólkið hefur jafnan betri aðstöðu til að sinna þörfum hvers og eins nemanda, tengsl nemenda, kennara og foreldra eru fyrir vikið persónulegri, minni stofnanabragur á öllum samskiptum og öll vandamál sem upp koma því auðveldari viðureignar. Um þetta geta víst allir verið sam- mála. Vissulega má einnig tína til eitt og annað í þessum samanburði sem verður smáskólunum í óhag. Ber þar að sjálfsögðu hæst mál málanna - kostnaðarmálin. Það er dýrt að reka skóla og smáskólar eru jafnan dýrari pr. nemanda en stóru skólarnir. Tvær viðamiklar nefndir; Sveitarfélaganefnd og Nefnd um mótun menntastefnu hafa ekki alls fyrir löngu skilað hvor sinni áfangaskýrslunni. I báðum þessum skýrslum er lagt til að skólahverfi verði stækkuð og skólum fækkað. Slíkt telja nefndarmenn að muni leiða til „skilvirkara skóla- starfs og betri þjónustu við nemendur“. Það má eflaust færa að því gild rök að víða á landinu þar sem skólar eru starf- ræktir utan um sárafáa nemendur hafi sveitarfélögin hrein- lega ekki efni á að veita sér þann munað ef aðrir aðgengi- legir kostir bjóðast. Það er hins vegar vafasamt að það geti talist bætt þjónusta við nemendur eða skilvirkara skólastarf gagnvart nemendunum að skólinn þeirra - smáskóli gædd- ur þeim kostum sem að framan eru taldir - sé lagður niður og þeim ekið í annan skóla fjölmennari. Þar með er ekki sagt að slíkt geti ekki verið réttlætanlegt hvort heldur beitt er fjárhagslegum rökum eða öðrum haldbærum. Niður- staða þessara bollalegginga er miklu fremur sú að menn skyldu fyrst spyrja sig: „Hvaða þjónustu veitir skólinn börnunum mínum?“ áður en menn lýsa því yfír á grundvelli kostnaðarmats að samfélagið hafi ekki efni á að borga það sem sú þjónusta kostar. Hin síðustu misseri hefur þjóðfélagsumæðan einkennst mjög af nokkrum slagorðum sem dunið hafa á eyrum þjóð- arinnar eins og þau beri í sér allsherjarlausn allra vanda- mála. Það eru orð eins og: Skilvirkni, Hagræðing, Kostnað- arvitund, Einkavæðing, Sameining og þannig mætti lengi telja. í anda þessara slagorða leitast stjórnvöld við að hag- ræða með einkavæðingu og að koma stórum málaflokkum yfír á herðar sveitarfélaga sem fyrir sitt leyti reyna að hag- ræða með sameiningu stofnana og aukinni skilvirkni á öll- um sviðum. Vissulega er löngu tímabært orðið að auka hag- ræðingu innan hins íslenska velferðarkerfis. Það má hins vegar ekki gleymast, hvorki hjá landsyfirvöldum né sveitar- stjórnum að keppikeflið er ekki að reka velferðarkerfið - og þar með talið skólakerfið - sem ódýrast, heldur sem best fyrir hvern einstakling sem af því þiggur þjónustu sína. Hj. Hj. Afi og amma - Frásagnarþáttur eftir Jóhann Sveinbjarnarson I síðasta blaði hófum við birtingu frásagnarþátta úr fórum Jóhanns Sveinbjarnarsonar sem varðveittir eru á Héraðsskjalasafninu á Dalvík. Nú höldum við áfram og birtum frásögn Jóhanns afafa sínum og ömmu, hjónunum Jóhanni Jónssyni og Sesselíu Jónsdóttur sem bjuggu á Ingvörum frá 1854-1884. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Þegar ég var unglingur kom ég nokkrum sinnum að Hóli á Ufsa- strönd með móður minni. Hóll var þá, eins og hann er nú og mun allt- af hafa verið, vel hýstur bær með miklum myndarbrag bæði úti og inni, enda litu afkomendur Hóls- bændanna á þá jörð sem höfuðból ættarinnar. A þessum tíma bjó á hóli Þor- leifur móóurbróðir minn, sem gift- ur var Kristjönu Jónsdóttur, en Jón faðir hennar var bróðir Jóhanns afa míns. Kristjana var ekkja og átti fjögur böm, þegar Þorleifur réðst til hennar sem ráðsmaður, en upp úr því varð farsælt hjónaband. Ekki get ég útskýrt, hvernig á því hefur staðið, aó Jón bróöir afa míns, elstur bama, skyldi ekki fá jörðina, heldur dóttir hans. Fyrri maður hennar hér Jón Þorsteins- son, dugnaðarmaður, en hún missti hann eftir stutta sambúð frá fjórum ungum bömum. Þau eru enn öll á lífi, (þegar þetta er ritað, 1958) um og yfír áttrætt. Jón afabróóir minn og kona hans Gunnhildur fluttust vestur í Fljót, bjuggu lengi á Brúnastöðum og áttu fjölda barna, sem seinna urðu atkvæðamenn í Sléttuhlíð og Fljótum. Eitt þeirra er enn á lífi, Kristján, fyrrverandi bóndi í Lambanesi, og verður hann 103 ára á þessu ári. Elstu böm þeirra þrjú voru í Svarfaðardal, Kristjana, sem alla ævi var á Hóli, Friðfinnur sem var þar viðurloða lengi (varð snemma ekkjumaður) og Helga sem gift var Jóni Krist- jánssyni á Ingvörum. að baki öórum unglingum, enda mun svo ekki hafa verió, því að til- tölulega ungir báru þeir af öðrum ungum mönnum, sérstaklega í sjó- sókn og þeirri íþrótt, sem öllum íþróttum var fremri á þeim árum, að veiða sel meö því aó skutla hann. Til þess þurfti styrka hönd og stæltan skrokk að standa frammi í stafni meó fimm álna langa stöng í annarri hendi, þegar sex menn reru og báturinn var á fleygiferð, og láta sér ekki feila kastið, en það sagði afi minn mér á gamals aldri, að hann hefði verið viðbragðsfljótari en Jón, og það mun enginn efa, sem kynntist hon- um á fullorðinsárum og sáu þau viðbrögð og þann léttleika, sem Hjónin Jóhann Jónsson og Sesselía árunum 1854-1884. búskap sinn, um 30 ára skeið, til 1884, og varð 9 bama auðið, 7 sona og tveggja dætra, sem öll komust á legg nema eitt, en nú eru þau öll dáin. Langspil og fíólín Þegar Jóhann hafói tekið við búi á Ingvörum, fannst honum hann verða að hafa það eins og hann hafói vanist á Hóli. Þó var ólíku saman að jafna. Hér var sjávargat- an lengri, en hann setti það ekki fyrir sig, og útgerð stundaði hann frá Böggvisstaðasandi alla sína bú- skapartíó á Ingvörum, eða um 30 ára skeið. Kom honum vel, hversu fótléttur hann var, en mörg sporin tnun hann hafa átt þar á milli. Jónsdóttir, ábúendur að Ingvörum á Styrk hönd og stæltur skrokkur Jóhann afi minn var fæddur að Hóli 1. ágúst 1831, sonur Jóns bónda á Hóli, sem fæddur var að Hóli 20. júní 1800, en hans faðir var Jón bóndi á Hóli, fæddur 25. júlí 1758, Rögnvaldssonar bónda á Hóli. Þessi ætt er rakin í beinan karllegg til Jóns Þorgeirssonar bónda á Grund, er var sveinn Jóns Arasonar biskups. Þessir Hóls- bændur höfðu verið mestu bú- sýslu- og dugnaðarmenn, og þar sem jörðin var þannig í sveit sett, aó stunduð var jöfnum höndum sjósókn og landbúnaður, hefur þar verið margt fólk til heimilis og mikið starfað. Við þessi skilyrði hafa þeir bræður alist upp. Sagt var, að faðir þeirra hefði haft áhuga fyrir því, að þeir stæðu ekki hann sýndi í öllum hreyfmgum og það fram á gamals aldur. Sérstak- lega var hann léttur upp á fótinn, og var það á orði haft, að eftir að hann fór að búa á Ingvörum og þurfti oft að flýta sér niður á Sand, að þá tók hann aldrei hest, taldi sig fljótari að hlaupa það. Þegar Jóhann var 22 ára giftist hann Sesselíu Jónsdóttur, Bjöms- sonar Amgrímssonar frá Garðs- homi, þess sem Bjöm Amason skrifar um í Sterkum stofnum. Sesselía var fædd að Urðum 21. ntaí 1831, og voru þau því jafn- gömul. Foreldrar hennar voru talin greindar- og dugnaðarmanneskjur, og heimili þeirra til fyrirmyndar hvað siðavendni og trúrækni snerti. Næsta vor eftir aö þau giftu sig, lét Jón Björnsson þeim lausa ábýlisjörð sína Ingvarir. Reistu þau þar bú og bjuggu síóan allan Þau hjónin reyndust mjög sam- hent um að bjarga sér og samhuga, og þegar bömin fóru að alast upp, var það þeirra heitasta áhugamál aó ala þau upp í guðsótta og góð- um siðum og gera úr þeim nýta þjóðfélagsþegna. Bæði voru þau trúrækin, og kirkju sína sóttu þau vel, enda var Jóhann um mörg ár bæði meðhjálpari og forsöngvari í Tjamarkirkju, og þegar synir hans uxu upp, lét hann þá syngja með sér í kirkjunni. Mun það hafa orðið undirstaða þess, að þeir gerðust allir starfsmenn kirkjunnar á full- orðinsárum. Þannig varó Þorleifur fyrsti kirkjuorganleikari í dalnum og stjómaði söng um mörg ári í Ufsakirkju. Hjörleifur var lengi forsöngvari í Tjamarkirkju, og í þeirri kirkju gæti ég trúað að Sig- urður hefði sungið öllum mönnum oftar (hann söng oftast bassa), því eftir að hann komst til fullorðins- ára, átti hann alla tíð heima á Tjörn og í Gullbringu og var því ætíð til staðar, hvort heldur var við messu- gjörðir eða aórar kirkjulegar athaf- nir. Þá má ekki gleyma Jóni, sem var meðhjálpari í Tjamarkirkju nær alla ævi sína. Ami fór ungur í Möðruvallaskóla, en eftir skóla- nám fiuttist hann til Seyðisfjarðar og gerðist þar sýsluskrifari í nokk- ur ár. Þaðan fluttist hann til Reykjavíkur og var starfsmaður í Landsbankanum, síðustu ár sín á elliheimilinu Grund og dó þar. Afi minn átti hljóðfæri, sem nefnt var langspil, og á það spilaði hann sálmalög eftir nótum í bók, sem kölluð var grallari, og þannig kenndi hann sonum sínum söng. Skyldi ekki langspilið hafa verið undirstaða þess, að tveir yngstu synimir fengu sér fíólín og lærðu svo vel með þau að fara, að aðdáun vakti hjá þeim sem vit höfðu á? Þannig hafa aðstæður verið á Sandinum þegar Jóhann Jónsson og hans menn voru að verki á öldinni sem leið. Þarna er verið að skipa vörum á land með miiiigöngu árabáts. Myndin er fengin úr Sögu Dalvíkur, 2. bindi.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.