Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2006, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 11.05.2006, Blaðsíða 32
ÍÞRÓTTIR ÍBOÐI LANDSBANKANS GRV hrósar sigri í deildarbikarnum Konur í meistaraflokki GRV, sameiginlegu Iiði Grindavíkur, Reynis og Víðis, hrósuðu um helg- ina sigri í C-deild deildarbik- arkeppninnar í knattspyrnu, en þær unnu alla leiki sína í keppninni. Sá síðasti var gegn HK/Víkingi og lauk honum 3- 1. Þetta er frábær árangur hjá lið- unum sem hafa náið samstarf upp alla kvennaflokka. Forsvars- menn liðsins sjá í þessu mikil tækifæri þar sem nú geti stúlkur leikið með sínu liði alla leið upp í meistarflokk og telja framtíð- ina bjarta. Hátíöarmessa veröur í Njarövíkurkirkju, Innri-Njarövík, þann 14. maí kl. 14 í tilefni 120 ára vígsluafmælis kirkjunnar. Sr. Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari sem áður þjónaði Njarövíkurprestakalli predikar. Baldur Rafn Sigurðsson sóknarprestur þjónar fyrir altari og meðhjálpari er Kristjana Gísladóttir. Dagmar Kunákova organisti stjórnar kór kirkjunnar og leikur undir hjá börnum úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Guðmundi Sigurðssyni einsöngvara. Börn úr Barnakór Akurskóla syngja undir stjórn Elínar Halldórsdóttur. Að messu lokinni bíður sóknarnefnd gestum að þiggja veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar og þar mun formaður sóknarnefndar Sigmundur Eyþórsson og Kristján Pálsson flytja ávörp. Einnig mun Bergþór Pálsson syngja nokkur lög. Allir hjartanlega velkomnir 32 VÍKURFRÉTTIR I IÞRÖTTASlÐUR Knattspyrnufélagið Víðir 70 ára Knattspyrnufélagið Víðir á 70 ára afmæli í dag XI. maí. Um stofndag Víðis er ekki vitað með vissu en sagnir herma að það hafi verið fyrsti sunnudagur eftir lokadag árið 1936 þ.e.a.s. sunnudagurinn 17. Á 60 ára af- mæli félagsins var ákveðið að haldið yrði uppá afmælisdag félagins 11 mai. Stjórn Víðis hefur ákveðið að haldið verður uppá þennan við- Lokið hefur verið við að koma fyrir 1000 sætum á leikvöll Keflavíkur við Sunnubraut og rúmar völlur- inn þá um 1100 manns í sæti. Það voru starfsmenn Hjalta Guðmundssonar sem tóku sér ekki nema dagstund að ljúka verkinu. Á undanförnum tveimur árum hefur Knattspyrnudeildin og stuðningsmenn Keflavíkur gert átak í allri umgjörð liðsins, er þá átt við jafnt leikmenn og áhorf- endur. Helstu verkefnin sem ráð- ist hefur verið í er stofnun Fjöl- skylduklúbbsins og Sportmanna til viðbótar við K-Klúbbinn sem lengi hefur verið ein helsta stoð og stytta deildarinnar. Á þessum tveimur árum hefur áhorfendum fjölgað að meðal- tali um rúm 25% á milli ára sem er glæsilegt. Þá var ráðist í það í samráði við burð samhliða lokahófi í sept- ember. Á afmælisárinu tekur félagið í notkun nýja búninga á alla flokka félagsins, þá mun endurbætt stúka verða tekin í notkun og einnig er stefnt að því að taka viðbygginguna í notkun á árinu. Fyrsti leikur sumarsins er á laug- ardaginn 13. mai kl. 17:00 þegar Víðir tekur á móti Hvíta Riddar- anum í Visa-bikarkeppni karla. Reykjanesbæ að kaupa 1000 sæti af Laugardalsvelli þegar breytingar fóru þar í gang á haustmánuðum. Þessi breyting mun gjörbreyta allri aðstöðu áhorfenda á vellinum og auka stemmninguna og nálægð áhorfandans hvorn við annan og stefnt er að því að meðal- talsáhorf fari yfir 1000 manns á leik í sumar. Ásýnd vallarins hefur tekið algjörum stakka- skiptum með tilkomu sætanna og göngum við stoltari til leiks í Landsbankadeildunum í surnar. Þetta á ekki síður við um Evr- ópukeppnina þar sem nú verður leikið á heimavelli eftir að sætin komu og verður fyrsti leikurinn á móti Dungannon Swifts FC 17. júní kl. 17:00. Knattspyrnudeildin vill færa öllum sem lögðu hönd á plóg við þetta verkefni sínar bestu þakkir. Páll og Páll áfram í Grindavík eir Páll Kristins- son og Páll Axel Vilbergsson verða áfram í herbúðum Grind- víkinga á næstu Ieiktíð, en nokkrar vangaveltur höfðu spunnist upp um framtíð þeirra. Önnur leikmannamál munu skýrast á næstunni. Ungur og efnilegur til Keflavíkur igurður Gunnar Þorsteinsson og körfuknattleiksdeild Keflavíkur skrifuðu undir tveggja ára samning fyrir helgi. Sigurður er 18 ára ísfirð- ingur og á að baki 14 ung- lingalandsleiki og hefur spilað með meistaraflokki KFÍ síðan tímabilið 2003- 2004. Hann er 203 cm mið- herji og 111 kg og mun stunda nám samhliða því að æfa og spila með Keflavík. Stjórn Keflavíkur fagnar samningnum og telur að það sé mikil fengur i að fá Sigurð í liðið enda á ferð- inni einn efnilegasti leik- maður landsins. Jóhann skoraði í ósigri GAIS FK Gautaborg, lið Hjálmars Jónssonar, sigraði lið Jóhanns B. Guðmundssonar, GAIS í nágrannaslag í sænsku úrvaldeildinni í síðustu viku. Lokatölur voru 2- 1. Hjálmar lék ekki með Gautaborg sökum meiðsla en Jóhann B. Guðmunds- son var í byrjunarliði GAIS og skoraði eina mark Iiðsins á 52. mínútu leiksins. Tæplega 30 þúsund manns voru á leiknum en liðin hafa ekki mæst í úrvals- deild síðan 2006. Jóhanni var skipt út af á 78. mínútu leiksins og náðu GAIS ekki að nýta tímann til þess að jafna metin. GAIS er nú í 6. sæti deildarinnar með 8 stig eftir 6 leiki. Tveir sigrar í æfingaleikjum rindvíkingar unnu tvo sigra á grannaliðum sínum fyrir skemmstu. Um var að ræða æfingaleiki í knattspyrnu. Fyrir helgina unnu þeir öruggan sigur á Njarðvík, 4-1 Þar sem Jóhann Þórhallson skoraði m.a. 2 mörk. Eftir helgi bættu þeir um betur og lögðu Réyni, 6-0, þar sem Óskar Hauksson skoraði 2 mörk. FH deildarbikarmeistari .> Islandsmeistarar FH urðu deildarmeistarar í knattspyrnu er þeir lögðu Keflavík að velli 3-2 á Stjörnuvelli í Garðabæ í síðustu viku. FH hóf leikinn af krafti og var 3-0 yfir þegar blásið var til hálfleiks. Keflvíkingar komu grimmir til síðari hálfleiks og minnkuðu mun- inn í 3-2 en lengra komust þeir ekki. Hvassvirði og rigning settu mark sitt á leikinn en FH spilaði með vindi í upphafi leiks en Kefla- vík með vindi í síðari hálfleik. Sigurvin Ólafsson slapp í gegn á 7. mínútu leiksins og skoraði fram hjá Ómari í markinu. Á 39. mínútu leiksins var það varnarmaðurinn Freyr Bjarnason sem kom FH í 2-0 með skallamarki og Tryggi Guð- mundsson gerði þriðja mark FH á 45. mínútu. 1 síðari hálfleik minnkaði Símun Samuelsen muninn í 3-1 á 55. mín- útu er hann vippaði boltanum yfir Róbert Óskarsson í marki FH. Hólmar Örn Rúnarsson gerði annað mark Keflavíkur á 72. mínútu en þar við sat og FH hafði betur 3-2 og eru því deildarmeistarar. 1100 sæti á Keflavíkurvöll VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORT.IÐ DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.