Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 36

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 36
VELAR OG TÆKI Aflmikill pallbíll frá Nissan Ekkert lát virðist vera á sölu pallbíla um þessar mundir. Ingvar Helgason hefur nýlega hafið sölu á Nissan Navara og seldust á þriðja tug bíla strax við komuna til landsins í september. Um 60 pantanir liggja fyrir en önnur sending af þessum vinsæla pallbíl er ekki væntanleg fyrr en í janúar á næsta ári. Verksmiðjur Nissan á Spáni anna einfaldlega ekki eftirspurn. Það sem gerir Navara frábrugð- inn öðrum japönskum pallbílum af svipaðri þyngd er sérlega kraft- mikil dtselvél sem alls er 174 hest- öfl. Aflið er slíkt að þessi jeppi ætti ekki að vera í vandræðum með veglegar hestakerrur í eftir- dragi. Togið er 403 Nm og upp- gefin dráttargeta er 2,7 tonn. Eyðsla er um 8,5 lítrar í blönduð- um akstri en vélin er búin sk. samrásarinnsprautun sem gerir hana hljóðlátari en eldri díselvélar. Innspýtingin á einnig að minnka titring frá því sem áður var. Útlit Navara gefur til kynna að þarna er kraftajötunn á ferðinni - kassalaga og nokkuð grófgerð hönnun. Framendinn óneitan- lega likur Patrol-útgáfunni. Jeppinn er einnig vel útbúinn að innan en innréttingin er sam- bærileg þeirri sem er í Nissan Pathfinder. Jeppinn er fimm manna og leyfir rúmlega tonn i hleðsluþyngd. Hægt er að fá Navara King Cab og Double Cab á (slandi en jeppinn sem er á myndunum hér til hliðar er Double Cab. Jidosha-Seizo Kabushiki- Kaisha bílaverksmiðjurnar voru stofnaðar í desember 1933. Nafninu breytt ( Nissan Motor Co. í júní 1934. Nissan kaupir bílateikn- ingar og verksmiðjur Graham- Paige Motors Co. í Bandaríkj- unum. Graham-Paige fram- leiddi fólksbíla og vörubfla. Þegar seinni heimsstyrjöldin nálgaðist framleiddi Nissan mikið af hertrukkum en einnig flugvélamótora og vélar i tund- urspilla. Verksmiðjur Nissan (Jap- an herteknar af innrásarherjum bandamanna og voru undir þeirra stjórn til 1955. Framleiðsla á Datsun- fólksbilum kemst aftur á fullt skrið. Samstarf við Austin Mo- tor í Bretlandi. Ári siðar kom fyrsti Austin-billinn úr fram- leiðslulinu Nissan. Nissan Bluebird kemur fram á sjónarsviðið. Nissan Cedric slær f gegn. mm Nissan-verksmiðja opn- uð í Mexikó. Nissan Sunny settur á markað. Talinn einn af frum- kvöðlunum í þróun smáblla í heiminum. ÍMB Nissan tekur forystu i þróun mengunarvarnarbúnað- ar í fólksbilum. kjölfar oliukreppu á heimsmarkaði aukast vinsældir Datsun á Bandarikjamarkaði. Verksmiðja opnuð í Bandarikjunum. KSH Framleiðsla hefst í Bret- landi. Samstarfssamningur við Renault í Frakklandi undirritað- ur. Viðtæk samvinna á sviði þróunar og reksturs. Fyrstu rafmagnsbilarnir frá Nissan komu á markað. Nissan er með fram- leiðslu og samsetningarverk- smiðjur á 17 stöðum í heimin- um. s FREYR 10 2005 VÉLBÚNAÐUR • 2,5 Itr. Common Rail diselvél, 4 strokka, 174 hestöfl. • Forþjappa og millikælir • Samrásarinnsprautun • Dráttargeta: 2,7 tonn • Tog: 403 Nm v/ 2000 sn. • Eldsneytistankur: 80 Itr. DRIFLlNA • 4WD, 2WD, hátt og lágt drif. • 6 gíra beinskipting eða 5 þrepa sjálfskipting HEMLAR OG FJÖÐRUN • ABS-bremsukerfi • Blaðafjaðrir að aftan en gor- mar að framan. • Loftkældar diskabremsur að framan, skálar að aftan. ÞYNGD • Eigin þyngd 2.113 kg • Hleðsluþyngd 1.070 kg STÆRÐIR • Lengd: 5.220 mm • Breidd: 1.850 mm með brettaköntum. • Hæð: 1.764 mm • Hjólhaf: 3.200 mm • Lengd palls: 1.511 mm • Breidd palls: 1.560 STAÐALBÚNAÐUR M.A.: • Útvarp og CD • Vökvastýri • CSR halogenljós • Loftpúðar • Samlæsingar • Rafmagn í rúðum • 16" álfelgur • NATS þjófavörn

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.