Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2005, Blaðsíða 14

Freyr - 01.11.2005, Blaðsíða 14
FERÐAÞJÓNUSTA Aukin framleiðni í þjónustufyrirtækjum; leið til hagnaðar? Eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur, viðskiptafræðing við Ferðamáladeild Hólaskóla, háskól- ans á Hólum Fyrirtæki sem byggja starfsemi sína að mestu leyti á að veita þjónustu eru á margan hátt frábrugðin þeim fyrirtækjum sem starfa á sviði fram- leiðslu af einhverju tagi. Skilin milli svokallaðra þjónustufyrirtækja og annarra fyrirtækja eru þó oft á tíð- um óljós, enda byggir stór hluti fyr- irtækja afkomu sína á sölu hvoru tveggja, vöru og þjónustu. Svo er einnig um mörg fyrirtæki í ferða- þjónustu. Þrátt fyrir að ferðaþjónusta sem atvinnu- grein sé í 2.-3. sæti hvað varðar gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar, hefur sú umræða heyrst í fjölmiðlum að ferðaþjónusta skili ekki arð- semi á við aðrar atvinnugreinar og að fram- leiðni vinnuafls í þessum geira atvinnulífsins sé Iftil. Slíkar fullyrðingar vekja upp spurn- ingar þess efnis hvort raunhæft sé að meta framleiðni framleiðslufyrirtækja og þjón- ustufyrirtækja með sömu aðferðafræði. SÉRSTAÐA ÞJÓNUSTU Margar af þeim aðferðum, sem notaðar eru í stjórnun og rekstri framleiðslufyrirtækja, eiga jafnframt vel við í þjónustufyrirtækjum. Það er þó ekki raunin í öllum tilfellum. Ákveðinn grundvallarmunur er á eðli vöru og þjónustu sem gerir það að verkum að þjónusta og markaðssetning hennar lýtur að nokkru leyti öðrum lögmálum en sala vöru. Sérstaða þjónustunnar felst fyrst og fremst í eftirfarandi atriðum: • Þjónusta er óáþreifanleg • Þjónusta er síbreytileg • Framleiðsla fer í flestum tilfellum fram á sama tíma og afhending • Þjónustu er ekki mögulegt að geyma á lager • Þátttaka viðskiptavinar í ferlinu er mikil • Þjónusta er vinnuafls- og þekkingarfrek (Zeithaml, Bitner og Gremler, 2006, bls. 22-24) Hæfa starfsmenn þarf til að veita ferða- mönnum fjölbreytta og fróðlega leiðsögn. Ljósm. Áskell Þórisson Þessa eiginleika þjónustunnar er nauð- synlegt að hafa í huga þegar unnið er að skipulagningu rekstrar í ferðaþjónustu. Sér- staða þjónustunnar umfram vöru er á viss- an hátt styrkleiki. Sveigjanleiki þjónustu er mikill og oft á tíðum er auðvelt að laga hana að þörfum og væntingum viðskipta- vina, ekki síst þegar kaupandinn tekur þátt í sjálfu „framleiðsluferlinu". Birgðahalds- kostnaður hreinnar þjónustu er ekki til stað- ar og stofnkostnaður þjónustufyrirtækja er gjarnan lægri en annarra fyrirtækja, sem eru fjármagnsfrekari, en ekki eins vinnuafls- og þekkingarfrek. REKSTRARUMHVERFI Eins og kunnugt er hefur rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja breyst hratt á undan- förnum árum. Umhverfið er kvikara og breytist örar en áður var og alþjóðavæðing og samkeppni hefur aukist. Ferðahegðun breytist einnig á þennan hátt. Erlendir ferðamenn ferðast í auknum mæli á eigin vegum, oftast á bílaleigubílum í stað þess að fara í skipulagðar ferðir í rútu. Auk þess hefur meðaldvalartími erlendra gesta styst en fjöldi erlendra ferðamanna hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár (samgönguráðuneytið, 2005 og Einar Kr. Guðfinnsson, 2005). Þessar breyttu að- stæður í rekstrarumhverfinu þrýsta á að stjórnendur fyrirtækja leiti leiða til að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækja sinna og auka hagkvæmni í rekstri. í því sambandi getur verið gagnlegt að huga að þáttum eins og framleiðni, gæðum þjónustu, og styrkleik- um, sem felast meðal annars í sveigjanleika þjónustuframboðsins. FRAMLEIÐNI Framleiðni er hugtak sem lengi hefur verið notað í framleiðslufyrirtækjum. Framleiðni er skilgreind sem fjöldi eininga eða magn afurða, sem mögulegt er að vinna úr einni einingu aðfanga (Grönroos og Ojasalo, 2004, bls. 414). í ferðaþjónustufyrirtækjum getur hins vegar reynst snúið að afmarka eina einingu aðfanga og eina einingu seldrar þjónustu með tilliti til árangurs ferðaþjónustuaðilans og þess gildis sem við- skiptavinurinn fær í formi þjónustunnar. Menn hafa litið svo á að aukin framleiðni skilaði að jafnaði aukinni arðsemi sem þó er bundin þáttum eins og eftirspurn eftir vör- unni. Almennt gildir að ef mögulegt er að lækka hlutfall kostnaðar við framleiðsluna, á móti þeim tekjum sem fást af sölu vöru eða þjónustu, er fyrirtækið að efla hag sinn og væntanlega að skila aukinni arðsemi. En er málið svona einfalt þegar litið er til lengri tíma innan þjónustufyrirtækja? RANNSÓKNIR OG ÞRÓUN Því miður hafa rannsóknir og umræða um framleiðni þjónustufyrirtækja verið af skornum skammti fram til þessa. Þær rann- sóknir sem kynntar hafa verið á alþjóðavett- vangi, á sviði framleiðni í ferðaþjónustu, hafa fyrst og fremst fjallað um mat á fram- leiðni í rekstri hótela (Barros og Mascaren- has, 2005, bls. 422-423). ( þeim tilfellum eru fyrirfram ákveðnir kostnaðarþættir metnir og reiknaðir með tilliti til fjölda seldra gistinátta. Tiltölulega lítið er vitað um hvernig stjórnun og rekstri fyrirtækja í ferðaþjón- ustu á (slandi er háttað. Skortur á skráningu hagstærða, s.s. á gestafjölda annarra fyrir- H FREYR 11 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.