Helgarpósturinn - 25.07.1985, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 25.07.1985, Blaðsíða 12
Magnús Eiríksson tónlistarmaður í HP-viðtali eftir Ásgeir Tómasson mynd Sigríður Gunnarsdóttir Magnús Eiríksson er löngu landsþekktur fyrir lög sín. Hver man t.d. ekki eftir „Göngum yfir brúna/7 „Draumaprinsinn" eða ##Á rauðu ljósi##? Hann á feril að baki sem meðlimur í Mannakorni, blúsari og jassari í Blús kompaníinu eða hljómlistarmaður alveg sóló. Og þessa dagana er ný sólóplata einmitt að koma út eftir hann. Ásgeir Tomasson, gagnrýnandi HP, ræðir í eftirfarandi viðtali við Magnús um tónlistarferilinn, sköpunargáfuna og manninn á bak við músíkina. Ný Mannakornsplata er komin út, tíu laga og heitir „í ljúfum leik“. Tíu laga er hún einfaldlega vegna þess að fleiri komust ekki fyrir. Sex önnur lög komu einnig til greina en verða að bíða betri tíma. Allt efni plötunnar er eftir Magnús Eiríks- son — nema einn texti. í ljúfum leik“ er fimmta stóra platan þar sem Magnús leikur aðalhlut- verkið. Við hittum hann að máli uppi á lofti í hljóð- færaversluninni Rín á Frakkastígnum. Fyrsta spurningin var stutt, laggóð og um leið dálítið heimskuleg: — Finnst þér gaman ad vinna ad hljómplöt- um? „Já,“ svarar Magnús, hálf hissa. „Mér finnst það dálítið gaman.“ — Hvers vegna hafa þá ekki komid út fleiri plötur med þér á löngum tónlistarferli? „Spurningin er alltaf um að hafa tíma aflögu. Það er erfitt að þurfa alltaf að fást við plötuupp- tökur eftir fastan vinnutíma, því að auðvitað eru þær jafnmikil vinna og hvað annað." — Sídasta platan þín var skráð á þig — sóló- plata — en þrjár þœr nœstu á undan voru Mannakornsplötur. Hvers vegna er hljómsveitin skrifud fyrir þeirri nýju? „Yrkisefnin eru þess eðlis, að þau passa ágæt- lega inn í það sem á undan var komið með Mannakorni. Andinn er svipaður og heildaryfir- bragðið. Gagnrýnendur myndu orða það þann- ig, að platan væri í rökréttu framhaldi af hinum." Þar glottir Magnús lítillega. í bakgrunni heyrist veðurþulur segja, að veður fari hlýnandi á Vest- urlandi. — Þýöir þad svartur húmor í bland við smá- sögur í textaformi? „Já, það má segja það. Eitt er þó ólíkt með nýju plötunni og þeim fyrri; hún hefur ekki þessa rólegu kafla. Mikil keyrsla yfirleitt." — Hverjir hafa aðallega unnið með þér að „/ Ijúfum leik ? „Það hafa nú aðallega verið Pálmi Gunnars- son og Baldur Már Arngrímsson. Baldur á tækj- unum og í upptökustjórninni. Páimi söng mest- allt og spilaði náttúrlega allan bassa. Að öðru leyti höfum við fengið hljóðfæraleikara inn eftir hendinni. Eftir því hvað vantaði hverju sinni. Ragnar aigurjonsson spuaoi a trommur 1 tlestum • lógunum og Fúsi litli frá Akureyri trommaði í einu eða tveimur. Við vorum með tvo hljóm- borðsleikara til skiptis: Guðmund Benediktsson og Magnús Kjartansson. Ég spilaði allan gítar og söng eitt lag.“ Tölvuvæðingin — Hvar er gamli Mannakornstrommarinn Björn Björnsson? Hcettur? „Nei, nei. En þegar við fórum í gang á sínum tíma voru menn að spila hver í sínu horni, ef svo má segja. Tii að byrja með notuðum við raf- magnstrommara. Um svipað leyti fóru Ragnar og Pálmi að spila saman í hljómsveit og náðu ágætlega saman. Við töldum, að það flýtti fyrir okkur að fá Ragnar í hópinn. Það er jú alltaf dá- lítið atriði, að trommari og bassisti séu í góðri samæfingu." — Rafmagnstrommari segirðu. Hefur tölvu- vœðingin haldið innreið stna í Mannakorn? Er þarna mikið af skrýtnum hljómborðum? „Nei, nei,“ svarar Magnús fljótmæltur. „Þetta er mest gamla besetningin: trommur, gítar og bassi. Gítarinn fær alveg að njóta sín eins og í gamla daga. Ég nota ekki mikið þessi nýju tölvu- verkfæri." — Lýst þér ekki á þau? „Jú, mér lýst ágætlega á þau." Magnús sveiflar út hendinni. Rétt hjá okkur stendur tölvuskjár á borði og hljómborðin standa og liggja allt í kring. „Þetta eru prýðis gripir og gefa fín hljóð frá sér.“ — En passa kannski ekki fyrir þína tónlist? „Jú... jú, jú. Ég get vel heyrt sum lögin mín hljóma með einhverjum þessara tækja. Hljóm- borðin sérstaklega. Maður getur fengið heilu orkestrin til að hljóma úr þeim. Gífurlegar sin- fóníur ef maður er í því skapinu. En þau henta ekki fyrir þá tónlist sem ég var að fást við fyrir nýju plötuna." — Þeir sem eru með þér á,,/Ijúfum leik" eru

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.