Morgunblaðið - 25.10.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.1914, Blaðsíða 2
1636 MORGUNBLAÐIÐ Undirrifuð kennir að taka mál og teikna kjóla og »dragtir«. Lysthaíendur geíi sig fram fyrir 1. nóvember. Vilborg Vilf)já(msdótfir Laugavegi 10. Jarðarför föður míns fer fram næstkom- andi miðvikudag 28. þ. m. og byrjar með húskveðju kl. II1/,, á heimili minu, Strand- götu 15 f Hafnarfirði. Ingvar Jóelsson lega flæmi sem barist er á. Tíðindi þau, sem nú eru að gerast, eiga áreiðanlega engan sinn lika í sög- unni áður, og atburðirnir reka svo skjótt hver annan, að það erfitt að fylgjast með, enda þótt við fáum miklar fregnir. Það er enginn efi á því að banda- menn eiga Belgum ákaflega mikið að þakka fyrir hina hreystilegu vörn þeirra fyrsta hálfan mánuðinn. Og það er enginn efi á því að vörn Belga mun stytta ófriðinn að mikl- um mun. Þegar Hawke sökk. Beitiskipið Hawke var á verði i Norðursjónum þegar þýzkur neðan- sjávarbátur sökti því. Tundurskeyt- ið kom á mitt skipið, varð af þvi mikil sprenging, tók skipið þegar að hallast. í sama mund sáu skipverj- ar skygnisturn neðansjávarbátsins koma upp, reyndu þeir þá að beina fallbyssum sínum á hann en urðu að hætta við það vegna þess hve skipið hallaðist. Var þá reynt að hleypa niður bátum, en vegna þess að skipið sökk á 8 mínútum var ekki hægt að koma nema einum bát á flot. Skipstjóri og næst æðsti foringi skipsins stóðu á stjórnpalli og sögðu fyrir hvað gera ætti. Sukku þeir báðir með skipinu. Ánnað beitiskip brezkt, Theseus, var þar skamt frá en hélt á brott með því að neðansjávarbáturinn var á sveimi kring um Hawke. Áður en skipið sökk var fleygt út ýmsu rekaldi og gátu menn haldið sér uppi á því um stund. Báturinn, sem af komst var svo hlaðinn af fólki, að ekki var viðlit að taka fleiri. Þeir sem i honum voru tóku af sér björgunarbelti sin og köstuðu til félaga sinna sem á sundi voru. Nokkru síðar bar að norskt skip og bjargaði það þeim sem i bátnum voru, 49 manns. Siðan hafa 24 manns komið fram. Höfðu þeir gert sér fleka og verið bjargað af öðru skipi. Alls fórust liðlega soo manns. Einn af þeim sem af komst var á beitiskipinu Hogue þegar það sökk. I 1 I V. B. Ji. Með síöustu skipum hafa komið miklar birgðir af Léreftum, Dömuklæðum, Klæðum, Rekkjuvoðirnar góökunnu, Treflum, Borðdúkum, Divanteppum, Stúfasirzi o. m. fl. gfr Tlú er f)ver síðasfur að fá sér ódýrt 8JAL fyrir veturinn, þvi um mánaðamótin verður hætt að gefa afslátt af sjölum. TJofið því fækifœrið. Verzt Björn Hrisfjánsson Síðustu símfregnir. London 24. okt. kl. 12,30 f. h. Þjóðverjar hafa verið reknir aftur úr héraðinu við Warshaw og hafa orðið að yfirgefa margar ramlega víggirtar aðstöður. Fjöldi þeirra hefir verið tekinn til fanga, bæði við Warshaw og í nánd við Przemysl. Rússar vinna stöðugt á. Hvað viðureigninni að vestanverðu viðvikur, þá er það tilkynt að áköf orusta standi á Norður-Frakklandi og gangi bandamönnum betur. Sérstaklega er það tekið fram hve hreystilega Belgaherinn hafi gengið fram. Belgar hafa barist í marga daga í skotgryfjum gegn ofurefli Þjóð- verja. Konungur þeirra er þar sjálfur með þeim og verja þeir nú sein- ustu milurnar af landi sínu. Þjóðverjar leggja nú alt sitt kapp á það að ná þessu svæði- Flotadeild veitir vinstra herarmi bandamanna lið með þvi að skjóta á herflokka Þjóðverja á Belgíuströndum. Hafa fallbyssur skipanna unnið Þjóðverjum ákaflegt tjón, þvi þær draga lengra en þeirra byssur. Þjóðverjar hafa hvergi unnið á og áhlaup þeirra á hægri fylkingar- arm bandamanna hafa mistekist. lapanar hittu tvær hjálparsnekkjur Þjóðverja. Önnur sökti sér sjálf, en hin var hertekin. Það hefir vakið mikla gremju i Englandi að þangað hafa komist þýzkir njósnarar, klæddir sem belgiskir flóttamenn. Þýzka beitiskipið Emden hefir náð fleiri brezkum skipum i Indlandshafi. Öllum skipum óvinanna í Súezskurði hefir stjórnin í Egyptalandi skipað að verða á brott þaðan vegna fjandsamlegra athafna er þau hafa haft i frammi eða hafi i hyggju, er geri siglingar um skurðin hættulegar. Skip þessi noti skurðinn ranglega til þess að komast hjá hertekningu. Því er lýst yfir að herlánsskuldabréfin þýzku séu ekki gjaldgeng sem borgun frá þýzkum kaupmönnum til brezkra kaupmanna. Opinber frönsk tilkynning kveður að mikið lið Þjóðverja hafi gert áköf áhlaup á vinstra herarm bandamanna, einkum hjá La Basses. Yfirleitt hafa bandamenn haldið velli og þó að þeir hafi látið undan síga á nokkrum stöðum, hafa þeir aftur unnið á á öðrum stöðum. Þeir hafa einkum unnið á í héraðinu við Roulers og að sumu leyti einnig hjá Verdun og Pont á Mousson. Þjóðverjar gera nú nýar tilraunir tii þess að vtnna á um alt orustu- svæðið og nota nýar höfuðdeildir (corps) sem í eru nýliðar og þeir margir mjög ungir, en aðrir gamlir, með fyrirliðum og varafyrirliðum úr ýmsum áttum. Það er tilkynt að Prins Max af Hessen hafi fallið þann 12. okt. i nánd við Montereau-faut-Yonne og hafi verið grafinn þar í klausturgarði. Það er skýrt frá að brezkir köfunarbátar séu stöðugt á verði í Norðursjónum og talað um mörg hreystiverk einstakra manna. Austurstræti 14. ^fofnaéarvoruéeiíé: Léreft, 48 tegundir, viðurkend landsins beztu. Flönel, hvit og mislit. Tvisttau, 145 tegundir, ódýr og góð að vanda. Gardinutau, mikið úrval. Morgunkjólatau og sirts. Fóðurtau. Dreglar — Handklæði. Verkmannafataefni. Klæði — Dömuklæði. Kjólatau. Silki — Silkibönd. Flauel. Leggingar — Bróderingar. Smávörur. Borðdúkar, misl. Divanteppi. Hvitir Dúkar og Serviettur, ódýrt en vandað. Sjöl. Hanskar (skinn) Vetrarvetl— ingar allsk. Prjónavara. Tilbúinn Sængurfatnaður. Fiður og Dúnn, gufuhreinsað,. lyktarlaust. Sængurdúkar. Fiðurheit léreft. t 0 a * Hinar heimsfrægu Frister og Ross- manns Saumavélar, sem hafa margra ára hérlenda reynslu með miklu lofi. — Stórt og gott úrval nýkomið, verð lágt sem fyr. »Claés« Prjónavélar, sem hafa 26 ára hérlenda reynslu. Verð frá kr. 95.00 til 400.00. Nokkrar vélar fyrirliggjandi. cTatasoíuéaiíé: Karlmannsfatnaður frá 12.50—45.00. Drengjafatnaður, margar gerðir og stærðir. Vetrarfrakkar karlm. frá 14.00— 45.00. Drengja-vetrarfrakkar. Stakar karlm.- og drengja-Buxur. Nærfatnaður, Sokkar, Höfuðföt, Slaufur og Slifsi, Erfiðisföt, haldgóð og ódýr o. m. m. fl. Munið að þessar verzlanir leggja alla áherzluna á að selja sem vand- aðasta vöru með eins lágu verði og unt er. Th. Thorsteinssonr Austurstræti 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.