Morgunblaðið - 25.10.1914, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.10.1914, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 1641 Kolera í Ungverjalandi. - Frá Rómaborg er símað til enskra blaða að kolera geysi nú í nokkrum hluta Ungverjalands og Galizíu. í einu héraði í Norður-Ungveijalandi hafa 10,000 manns veikst. Það er mælt að Rússar hafi hald- ið burt úr Ungverjalandi til að forð- ast það að lið þeirra sýktist. Varnarræða Princips. Kúgun Slava. I Reuters-skeyti frá Ítalíu til Enskra blaða 17. þ. m. er skýrt frá varnarræðu Princips morðingja Fer- dinands erkihertoga og konu hans, er hann hélt fyrir rétti þeim, sem fjallaði um mál hans. Princip sagði að það væri langt frá því, að hann sæji eftir því sem hann hefði gert, heldur væri hann hreykinn af því. Það hefði ekki verið tilgangur sinn að myrða mann heldur hefði hann viljað sýna heim- inum örvinglan allra Slava, sem und- ir Austurríkismenn væru gefnir. Þeir hefðu neytt allra bragða, lög- legra og ólöglegra, til þess að fá réttindi sín viðurkend, en Austur- ríki hefði haldið áfram að fótum- troða þjóðerni þeirra, tungu, menn- ingu og trú og alt sem þjóðum og einstaklingum er helgast, og hefði það neytt allra vopna til þess, sem kæn stjórn gæti komið við, ofbeldi, peningum og ógnun. Princip kvað svo hafa verið kom- ið, að hvers manns skylda hefði verið að hefja uppreisn. Hann sagði sér þætti leitt að kona erkihertog- ans hefði beðið bana. Dómarinn tók oft fram í fyrir Princip, en hann heimtaði að fá að skýra málið frá sinni hlið. Ekki af því að hann óskaði eftir að komast hjá hegningu. Hann hefði vitað fyrir fram að hann yrði að fórna lífi sínu til þess að flýta fyrir því að frelsisdagur bræðra sinna rynni upp. Þegar hér var komið tók dómar- inn af honum orðið. Rússar í Galicíu. * Landstjóri Rússa í Galiciu hefir sagt blaðamönnum frá því að Rúss- ar ætluðu sér að innlima Austur- Galicíu í Rússlandi, en Vestur- Galicíu ætti að renna saman við konungsríkið Polland, þegar þeir hefðu lagt landið undir sig til fulls. Hann kvað Rússa mundu veita ibúunum trúarbragðafrelsi. Þýzkt beitiskip í Honolulu. Eitt af beitiskipum Þjóðverja, Geer, er komið til Honolulu í Kyrrahafinu til viðgerða. Er mælt að skipið muni dvelja þar í margar vikur. Bandarikjastjórnin hefir gát i framferði skipsins- w SE TF=TF OE %. I Batikasfræti 8 hjá Jóni Björnssgni & Co. fáið þér vandaðar og ódýrar Vefnaðarvörur. Miklar birgðir nýkomnar, þar á meðal beztu léreftin í borginni og margt fleira. Ú fsaí an á okkar viðurkendu Sjöíum hættir um mánaðamótin. Gjörið svo vel að koma í tíma til að sæta lægsta verðinu. Jón Björnsson & Co. (m Jón Ásb.jðrnsson yfid lögm. Austurstr. 5. Sími 43 5. Venjulega heima kl. 4—^1/^. nýkomin í verzl Jóns Þórðarsonar. 3>00<E □[ Nýkomnir Blómlaukar Jarðepli, Hvítkál, Rauðkál, Rödbeder, Gulrætur. Hvergi eins ódýrtl Hvergi eins gottl A.s. P. J. Thorsteinsson & Co. í Likv. (Godthaab). margar tegundir: Hyasinther, Tulipaner, Liljur, Narsissur o. fl. Alt beztu teg. Er selt á Laugaveg 10 (í Klæðabúðinni). Svanl. Benediktsdóttir. Tilky nning. Hérmeð tilkynnist öllum meðlimum Vélstjórafélags íslands, að lög um stofnun styrktarsjóðs félagsins liggja til sýnis hjáJGisla Jónssyni vél- stjóra til 1. des. þ. á. Allir félagsmenn eru beðnir að kynna sér lögin á þessu tímabili, þar eð þau eiga að staðfestast á fyrsta fundi félagsins eftir þann tíma, með tilliti til þeirra breytinga er fram kunna að koma, hvort heldur fundurinn verður fjölmennur eða eigi, að eins að fundarfært verði. Gísli Jónsson hittist venjulega í Lækjargötu 12 B, uppi, kl. 1—3 og Laugavegi 24 B kl. 9—11 f. m. og 4—5 e. m. Reykjavík 24. október 1914. Stjörnin. Kartðflur fallegar,margar teg. í verzl, Jóns Þörðarsonar. Beztu eldspýturnar í bænum, og jafnframt þær ódýrustu, fást að eins hjá A.s. P. J. Thorsteinsson & Co.. í Likv. (Godthaab). NB. Heildsöluverð fyrir kaup- menn. H.f. Eimskipafélag fslands. Hluthafar eru beðnir að vitja hlutabréfa sinna til hlutafjársafnenda þeirra, er þeir hafa skrifað sig fyrir hlutum hjá. Þeir, sem hafa skrifað sig á skrifstofu félagsins, gjöri svo vel að vitja bréfanna þangað. Stjórnin. Enskar búfur, i miklu úrvali, nýkomnar. cJísg. §i. &tunnlaugsson & (Bo. Austurstræti 1. Vefnaðarvara — í alt 150 strangar — kom með e.s. »Botnia«, þar á meðal:. OXFORD FLUNELL LÉREFT STUBBASIRS. Enntremur kom mikið af SEGLGARNI. — Þetta selst að eins til kaupmanna. J. Aall-Hansen, Þingholtsstræti 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.