Morgunblaðið - 25.10.1914, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.10.1914, Blaðsíða 8
1642 MORGUNBLAÐIÐ 100 Tófuskmn, íslenzk, Sláturpottar, vantar mig. Verða borguð hér á staðnum með peningum út í hönd. G. Eiríkss, Reykjavík. Piano-hljómleikar. Haraldur Sigurðsson hóf hljóm- leika sína í fyrrakvöld í »Gamla Bio«. Hdsið var troðfult og óhætt að segja, að hann með leik sínum hreif hvern einasta áheyranda; mátti marka j>að bezt á lófatakinu, ánægju- svipnum á andliti ýmsra »kritiskra« sérfræðinga vorra og síðast en ekki sízt á hinni einkennilegu kyrð og þögn, t. d. á milli smálaganna, Intermesso, eftir Brahms; var þar líkast sem hver áheyrandi héldi niðri í sér andanum og þyrði ekk- ert að aðhafast sem truflað gæti ’framhald lagsins — ef það væri nokkuð. Haraldur Sigurðsson hefir þrosk- ast ótrúlega á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því hann lék hér síð- ast. Þótti hann mörgum þá ágætur, en nú má leita lengi eftir þeim, sem ekki finst hann vera hreinasta afbragð i list sinni. Margir muna hérna enn eftir Arthur Shattuck — það var nú pianoleikari í lagi — sem fyrir nokkurum árum setti Reykja- vík á annan endann og fylti Báru- búð kvöld eftir kvöld, mér datt hann ósjálfrátt í hug þegar eg heyrði Harald leika — en þarna var nú kominn ungur landi okkar, sem frá- leitt gaf hinum neitt eftir, gott ef Haraldur hefði ekki algjörlega »stung ið hann út« ef haft hefði jafngott hljóðfæri í höndum og hinn. Leikur Haraldar er nú orðinn svo fullkominn í alla staði, að lengra virðist ekki hægt að komast. Lip- nrðin framúrskarandi, skilningur á hverju hlutverki fyrirtak og það bezta af öllu er þó, að nú skín hans eigin persóna út úr leiknum og fegrar með því sjálfa tónsmíðina. Hér er ekki rúm til að lýsa hin- um dillandi tónum, sem kitlað gátu hin ósöngnæmustu eyru, hinum hár- fínu »pianissimo« — tónum eða karlmannlega leik listamannsins; verður því að nægja sú yfirlýsing, að Haraldur töfraði úr hljóðfærinu þann óm og það tónskraut, sem lengi mun geymast í minni áheyr- anda hans. Mikið afbragð verður næsti listamaðurinn að vera, sem hingað kemur, ef hann jafnast á við Harald. Á köflum var leikurinn i vinstri hendi ekki vel greinilegur og heyrð- ist ekki greinileg tónaskil á dýpri bassatónum, en ekki má þar Har- aldi um kenna, heldur hljóðfærinu, stofu-Piano, sem að visu var mjög gott, en ekki svo hljómmikið að fullnaegt gæti þeim kröfum, sem gera verður til hljómleika, tónamir of mjúkir, einkum »bassaregistrið«, •og þvi hætt við að þeir renni of mikið saman þegar »pedal« er not- aður og sterkt leikið. Sumt af því sem leikið var á og betur heima á »flygeli«, t. d. Sonate Beethov- ens, Rhapsodia L'szt’s og hin afar- tilkomumikla Ballade Brahm’s i G- moll. En engu að slður var þó á- nægja að heyra þessi lög. Hefði Haraldur haft gott »flygel» mundu hinir miklu yfirburðir hans hafa enn betur komið í ljós. En hér verður að sniða sér stalck eftir vexti og láta duga almenn Piano við hljóm- leika, þar sem ekki eru tök á öðru betra. Það er til töluverðrar hneisu fyrir höfuðborg landsins að geta ekki haft neitt hljómleikahljóðfæri til taks begar svo ber undir, að á- gætir listamenn heimsækja okkur, en þeim fer óðum fjölgandi og ó- hikað má segja, að koma þeirra hingað hefir mjög örvandi og þýð- iugarmikil áhrif á listnæmi og skiln- ing almennings á sönglist og hljóð- færaslætti. Óþarfi þykir mér að geta sérstak- lega um hin einstöku atriði efnis- skrárinnar, þar sem meðferðin og snildin var hin sama á öllu, en Har- aldur endurtekur hljómleik sinn í dag og mega þá þeir hlakka til, sem ekki hafa áður heyrt leik hans. a. n. «*——« DAÖBÓFflN. =3 Allir drengir 10—14 ára eru beönir að muna eftir Y.-D. fundi í dag í K. F. U. M. kl. 4. Columbus er enn ófarinn og kvað ekki fara fyr en á morgun. M a f fór á fiskveiðar f gær. H e r m ó ð fer hóðan f dag beina leið til Færeyja. Flytur skipið þangað 190 smálestir af kornvöru og verður skipinu skilað þar. Færeyingar hafa boðist til þess að taka við skipinu og mun það eiga að flytja vörur þaðan til útlanda. Vesta fór frá Akureyri kl. 12 á. bádegi í gær. Leikfólag Reykjavíkur hefir nú byrjað æfingar aftur. Fyrsta leikritið, sem það hefir í hyggju. að s/na á þessum vetri, heitir ^Drengur- inn minn« og hefir verið s/nt hór áður. ViÐ dauRans dyr heitir myndin í Gamla Bio. Efnið er tekið úr Hfi verksmiðjueiganda og verkamanns hans. Verksmiðjueigandinn krefst engu minna af öðrum en sjálfum sér. Verkamennimir heimta hærra kaup, en hann rekur þá á dyr. En gjarðalausir balar o. m. fl. nýkomið í verzl. Jóns Þórðarsonar. Iðunnardúkar seljast með verksmiðjuverði í Vörufjúsinu. ^Hjinna S t ú 1 k n vantar nú þegar. Rokstad. Sími 392. J£ Jóhanna ^ cJiaupsRapur ^ F æ ð i fæst á Laugavegi 23. Kristin Dahlstedt. Ágæt sanmaraaskína til sölu með gjaf- verði á Laufásvegi 45. Ágætt islenzkt smjör fæst á Hofi U n g, snemmbær k/r, til sölu. Uppl. á Frakkastig 9. Ágætur hjólhestur til sölu fyrir40 kr. R. v. á. ^ cKapaé ^ N ý barnaskóhlif tapaðist föstudag 23. þ. m., merkt: »A«. Skilist á Hverfisg. 53. Biðjið ætíð um hina heimsfrægu Mustad öngla. irO Búnir til ai O. Mustad & Sön. Kristjaníu. hann er í klípu. Skrifari hans ráð- leggur honum að giftast dóttur vin- ar síns og kveður það eina ráðið til þess að losna úr vandræðunum. En hjónaband, sem þannig er stofnað verður sjaldan til gæfu og svo fer hér. Myndin er ágætlega leikin. Frú Ellen Price leikur aðalhlutverkið og þeir verksmiðjueigandinn og þjónn hans eru einnig vel leiknir. Myndin er tekin á fögrum stöð- um. Til dæmis er þar sýnd brúð- kaupsför verksmiðjueigandans þangaÖ er sól sezt aldrei- X. 38 V* cm. fallbyssur segja ensk blöð að eigi að vera á brezku bryn- dreknnnm (Super-Dreadnoughts), sem lokið verður að smiða i ár. Utanríkisráðherra Italíu látinn. Marquis di San Giuliano utanríkis- ráðherra Ítalíu lézt í Rómaborg 16. þ. m. Hann hafði tvívegis sótt um lausn síðan ófriðurinn byrjaði vegna heilsubrests, en fyrir bænastað for- sætisráðherrans hafði hann tekið lausn- arbeiðni sína aftur. Salandra forsætisráðherra hefir tek- ið við stjórn utanríkismálanna til bráðabirgða. Giuliano var fæddur 1852. Hann var talinn einn af merkustu núlif- andi stjórnmálamönnum ítaliu í seinni tíð. Um eitt skeið var hann sendiherra Ítalíu í London og siðar í París. Hann varð utanrikisráð- herra í annað sinn 1910 og hélt því embætti til dauðadags. Giuliano var einhver öflugasti styrktarmaður þriveldasambandsins, og er mælt að sendiherra Þjóðverja í Rómaborg hafi sagt þegar hann frétti lát utanríkisráðherrans, að það væri hið mesta óhapp sem Þýzka- land hefði hent siðan ófriðurinn byrjaði. Herskipatjón ófriðar- þjóðanna. Bandamenn. Lestir Aboukir (n) 12.000 Cressy (n) 12.000 Hogue (n) 12.000 Hawke (n) 7-3SO Amphion (td) 3.440 Pathfinder (n) . . . . . 2.940 Speedy (td) 810 Pegasus (s) ..... 2.135 Pallada (n) 8000 A. E. 1 725 Samtals 61,400 Þjóðverjar og Austríkism. Lestir. Magdeburg (strandaði s) . 4,55o Köln (s) 4,350 Mainz (s) 4,3 50 Ariadne (s) 2,660 Hela (n) 2,040 Mowe (s) 650 Zentu (s) 2.350 V. 187 (s) 650 S. 126 (n) 000 Samtals 22,390 S = skotinn í kaf; n = sökt af neðansjávarbát; td = rakst á tundur- dufl. Auk þess hafa Þjóðverjar mist nýskeð 4 tundurbátaspilla. í byrj- un ófriðarins flýðu og Goeben (23.000 tonn) og Breslau (4550 tonn) til Tyrklands og voru seld Tyrkjum. 'c»m Eugenie keisaradrotning heflr búið i Englandi siðan hún flúði úr Frakk- landi 1870. Hún hefir nú breytt húsi sínu í spitala og tekur á móti særðum mönnum til hjúkrunar. ..... 1 -»8<3»-..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.