Morgunblaðið - 31.01.1915, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.01.1915, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ S ann- Giugginn var opinn og hall- a^*st hún fram í gluggakistuna. í Sa®a bili fann hún gólfið skreppa n°úan fótum sér, húsið kastaðist á hliðina og stóð ekkert eftir nema Ve§8urinn, sem hún stóð hjá. Hékk “ún þar í glugganum nær heila ^iukkustund áður en henni yrði kjargað. Manntjóniö. Það er nú talið að nær 30 þús. ®anna hafi farist í jarðskjálftanum. * Avezzano er talið að 11 þúsund ®anns hafi orðið undir rústunum. I Cappadocia eru öll húsin óbyggi- ^e8 og kirkjan hrunin. íbúarnir úafast við í tjöldum úti á gaddinum. ^ Castello Fiume hefir hér um bil ^vert hús hrunið. í Álba Fucsenses stendur ekki stcinn yfir steini og ^renn óttast að enginn maður þar ú^fi komist hjá dauða eða meiðslum. Lspelle er rústir einar. Af 900 ^úum komust 30 undan. Magliano ^arse er hálf i rústum og þar úafa 13 hundruð manns beðið bana. ^0rpið Cese hrundi algerlega og af 5oo íbúum komust 30 undan. Cap- eUe Marse er einnig í rústum og nndir þeim liggja 13 hundruð menn. ^an Benedetto Po eru i rústum. Þar hafa farist 3 þúsund menn. í Pecsina hsfa farist 4 þúsund manns og er M helmingur allra þeirra, sem þar hjuggu. Skeyti biskups til páfa. Biskupinn í Marce sendi páfanum Svohljóðandi símskeyti: Biskupsdæmið er orðið að kirkju- garði. Avezzano, Capelle og Paterno hafa hrunið til grunna og flest allir íbúarnir eru dauðir. Sumir prest- arnir eru dauðir, sumir særðir. Það er ekki nema örlítill hluti biskups- útemisins sem komist hefir hjá hörm nngum þessum. Eg bið yður að leggja blessun yðar yfir þá sem eftir lifa og yfir biskupsdæmið i heild sinni. Páfinn svaraði með því að láta í Ijósi sorg sína og leggja blessun sína yfir klerkastéttina og íbúana í þessu héraði og þá sem væru að bjarga. Hjálp frá Ameríku. Wilson forsetl hefir sent Ítalíu- konungi samhrygðarskeyti og það er búist við því að hann muni skora á þegna Bandarikjanna að hjálpa þeim sem þessar hörmungar hafa dunið yfir. »Rauði krossinnt í Bandaríkj- unum hefir sent »Rauða krossinum* í Ítalíu 20 þúsund dollara til að út- bíta meðal þeirra sem meiðst hafa og limlests. Tekur undir í Ástralíu. Á sömu stundu og jarðskjálftinn mikli varð í Mið-ltalíu, varð jarð- skjálfta vart í Ástralíu, bæði í Sydney og Melbourne. Þjóðverjar í Italíu. Parisarblöðin herma það, að 16. þ. m. eftir símskeyti frá Róm að öll- um Þjóðverjum, sem heima eiga í Ítalíu og sérstaklega í Rómaborg hafi ræðismaðurinn þýzki gert aðvart um það, að vera við öllu búna. Sérstaklega hefir þeim verið bent á það, að hafa alt fé sitt handbært i gulii og silfri og fá sér vegabréf. Þeir sem ekkert sérstakt hafa við bundið í Ítalíu hefir verið sagt að vera við því búnir að hverfa heim. Sendiherra Austurríkismanna hefir látið samskonar boð út ganga til austurrískra þegna þar i landi. Steinkudýrkun. Það er háttur sumra þeirra manna, er frumlegir og sjálfstæðir í hugsun vijja heita, að koma fram með öfgar þær og fjarstæður, er mjög ríða í bága við hugsun og vitund alþjóðar. Vekja þeir með því eftirtekt á sér, en ekki að sama skapi álit þeirra, er láta óbrjálaða dómgreind og sannleiksást ráða hugsun siuni. En þeir sem hvorugt þetta hafa til brunns að bera, láta stundum biekkj- ast af fimbulfambi þessara frumleiks- sjúku manna. Þeirra hiuta vegna vil eg fara fáeinum orðum • um Steinkudýrkun þá, er mjög hefir borið á í blaði einu hér í bæ und- anfarna daga. Er það sérstaklega maður sá, er sig nefnir G. S. (Gunn- ar Sigurðsson stud. jur. ?), srm mis- þyrmir þar bæði sögulegum sann- leika Sjöundármála og býður almenn- ingi »sentimentalt« bull í mörgum dálkum og sýnir, að minu áliti, einkum kvenþjóðinni óvirðingu með skrafi sínu. Annaðhvort hefir mað- ur þessi ekki haft fyrir því að kynna sér sögu Steinunnar frá Sjöundá, eða ekki kært sig um að fylgja þar dómi sögunnar. »Dómur um dauð- an hvern« deyr aldrei, og dómur sögunnar um Steinunni, þennan dýrðling G. S., er sá, að hún hafi verið að Hkindum hið versta glæpa- kvendi, er ísland hefir átt, laus á kostunum í siðferðislegu tilliti, grimm og harðgerð, og að miklu leyti sneydd hinni helgustu kvenlegu til- finningu, móðurástinni. Hún var alls ekki gift manni sínum nauðug, eins og G. S. gefur i skyn; sagan lýsir honum, sem góðmenni, en ekki mikilmenni, ráðvendnismanni og silfursmið góðum. G. S. talar um olbogabörnin, en minnist þó ekki á Guðrúnu, sem þau Steinunn og Bjarni misþyrmdu og kvöldu lengi og myrtu að lokum. Og yfir gröf Steinunnar vill hann láta tala fyrir rninni kvenna. Hvernig lízt kvenþjóðinni á það? Hefði Steinunn verið sönn kona, þá hefði hún borið örlög sín með þeim hetjuskap, sem kveneðlið á til, hún hefði þá ekki lagt ráð á að myrða mann sinn, föður sex barna sinna. Því hefði móðurástin hamlað. Hún hefði þá ekki misþyrmt og siðan myrt Guð- rúnu. Hún hefði þá ekki eyðilagt framtíð barna sinna og síðan tvístr- að þeim frá sér, eins og hún síðan gerði. Að tala fyrir minni kvenna yfir gröf Steinunnar hefði þvi verið ó- svífin drds í %arð kvenna, betur hefði átt við að »tala fyrir minni* dýrseðl- isins hjá manninum, sem engu skeytir öðru en því, að fylgja í blindni fýsnum sinum, og fórnar til þess lífi annara manna, framtíð barna sinna, samvizku sinni og beztu til- finningum mannshjartans. Af sögunni verður alls ekki séð, að scnn ást hafi komið Steinunni og Bjarna til að fremja illverk þetta; þvert á móti. Hin helga, sanna ást lyftir manninum hærra, gerir hann meiri og betri, og glæðir hjá hon- um alt það bezta, sem mannssálin á í eigu sinni. Að tala fyrir minni ástarinnar yfir gröf Steinunnar hefði því verið ósvifin drás d hina helqu, sönnu dst. G. S. vill gera Steinunni að dýr- lingi fyrir þá sök að hún var jörð- uð uppi í Skólavörðuholti. Ef það eitt nægði til þess að bæta fyrir brot manna, þá ætti að jarða þar fleiri. Brot Steinunnar verður ekki betra fyrir það, að samtiðin kastaðt steinum á gröf hennar, það gerir einungis söguna ljótari. Eg álít það vel farið, að bein Verði ykkur að góðu! Eftir Lt Dilling. Hlífðardúkarnir voru teknir afrauðu flauels-húsgögnunum í dagstofunni, kveikt hafði verið á hengilampanum °§ kongareykelsi var á ofninum. Dyrnar í borðstofunni stóðu opn- ar> og þar skartaði borðið með snjó- htútum dúk, sultutaus-bollum, rauð- vms- og cherry-staupum og kaffi- bollmn fullum af saft, sem átti að ^ta út á hrísgrjóna-grautinn. Þvi nú var sem sé jólakvöld. lólakvöld á einu af hinum góðu °§ gömlu heimilum, þar setn menn ^orða steik og hrisgrjónagraut af guðrækni eins og sæmir góðu og gómlu kristnu fólki, sem ekki drýgir ^e'gidagsbrot með þvi að eta út- tfoðna kalkúna, fiskikássu með alls- °nar gumsi. Balle trésmiður hallaðist aftur á . ak í hægindastól, feitur og ánægju- e§nr á svip, en dóttir hans jung- Bertha lék á píanó. Aftan við ^ðlinn hennar stóð Caspersen guð- r^ðisnemi, utanvið sig af aðdáun. Caspersen guðfræðisnemi bjó þarna í húsinu og var þvi í boði hjónanna þetta kvöld. Vinnukonan hafði verið send til bakarans til þess að sækja jólakökur, og húsfrú Balle var önnum kafin úti í eldhúsinu. Þaðan lagði dálitla notalega lykt af brúnaðri feiti. Dyrnar inn í dagstofuna voru opn- aðar í hálfa gátt, og húsfrú Balle stakk andlitinu inn i gættina, og var það svo rautt, sem hún væri nýbúin að þvo sér upp úr saft. »Balle fyndu mig snöggvast*. Balle strauk sér um munninn og leit gletnislega til Caspersens guð- fræðings. »Nú á eg að bragða á steikinni* mælti hann, »það verð eg að gera á hverju aðfangadagskvöldi*. Caspersen brosti svolítið og leit svo aftur með aðdáun á uppkembt hárið í hnakkanum á Bertu. Fram í eldhúsinu stóð húsfrú Balle, feit og sælleg eins og maður- inn. Hvít svunta hlifði ullarkjóln- um hennar, og í hvirflinum hafði hún svartan blúnduskúf, með há- rauðri rák í miðjunni. Balle tré- smiður laut yfir pottinn og svalg anganina af steikinni, eins og það hefði verið fjólnailmur. »A-a-h 1« Húsfrú Balle stakk skeiðinni ofan í pottinn og kom með hana fulla af sósu. »P-u-ú,« blés húsfrú Balle. »P-u-ú,« blés Balle trésmiður. »Gáðu að þér Pétur að brenna þig ekki«. »Hún er fvrirtak Hanna, alveg fyrirtak«. Heldurðu að það væri ekki betra, að það væri svo litið meira af lauk í henni ?« »Hún er ágæt eins og hún er. Það er hvergi eins góð sósa í allri Kristjaníu. Það er heldur ekki til betri kona i bænum en þú Hanna«, mælti Balle og tók ástúðlega utan um mitti konu sinnar. »Vertu nú kyr Péturl Mundu eftir þvi að við erum bæði orðin gömul*. »Manstu eftir fyrsta aðfangadags- kvöldinu sem eg var úti í eldhús- inu hjá þér?«. »Já, auðvitað man eg eftir þvi. Eg átti þá heima hjá henni gömlu frú Clausen, og þú varts trésmiða- lærlingur og komst þangað til þess að gljáfægja húsgögnin«. »Og það var á jólakvöld, sem eg færði þér fullnumasmið mina, stóra mahogny saumakassann, með látúns- spenslunum og speglinum í lokinu«. »Já, það var nú mest saumakass- anum að kenna, að eg trúlofaðist þér Pétur, þvi aldrei hefir þú lag- legur verið.« »En þú varst þá þeim mun fall- egri Hanna, eins og þú stóðst þar með logandi augun og sótblett á nefinu. »Þú ert leiðinlegur, Pétur*. »Þetta er dagsatt Hanna, en sót- bletturinn fór þér ágætlega. Og þegar eg fekk þér kassann, þá komst þú svo við, að þú varst að sitja þig á eldhússtólinn*. »Já það er satt, það varð eg að gera«, mælti húsfrú Balle og hneig ósjálfrátt niður á stól. »Guð minn góður, eg man það eins vel og það hefði skeð 1 dag«. »Og svo lagði eg höndina um hálsinn á þér, og kysti þig einum kossi*. »Einum? Þú kystir mig minst tlu sinnum Balle, og það var illa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.