Morgunblaðið - 31.01.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.1915, Blaðsíða 2
2 M OR GUNBLAÐIÐ SMðsmyndir. í þessum ófriði sem nú geisar, hafa brynvarðar bifreiðar mjög mikið verið notaðar og hafa þær orðið til ómetanlegs gagns. Bifreiðar þessar voru með öllu óþcktar til skams tíma. Það var fyrst í Balkan-ófriðuum að herstjórn Búlgara lét gera nokkra vélvagna brynvarða og notaði þá til flutninga og njósna. Kom þá i Ijós, að vagnarnir höfðu marga yfitburði fram yfir önnur flutningatæki, einkum þó það, að byssukúlur óvinnanna sökuðu hvergi mennina, sem i vagninum voru. Þjóðir þær, sem nú heyja ófrið, nota þessar bifreiðar ákaflega mikið. Eru þær útbútiar með vélbyssum, sem skjóta bæði hratt og langt. Myndin hér að ofan er frá Frakklandi. Sýnir hún bifreið Frakka þjótandi fram hjá njósnarmönnum Þjóðverja — og vélbyssan hefir þegar gert sitt gagn. ina milli þ. 19. og 20. þ. m. Ekki er enn fullkunnugt um það, hve mikill floti það var, en menn vita með vissu, að það var eitt Zeppe- linsloftfar og 3 flugvélar. Flugu þau yfir 8 borgir á austurströnd Eng- lands og köstuðu sprengikúlum nið- ur á 7 þeirra. Mestar urðu skemd- irnar í Yarmouth. Nóttin var nið- dimm og sáu menn ekkert til ferða flugmannanna, en glampa brá á loft- ið af leitarljósum þeirra. En glögt heyrðist þyturinn í skrúfunum og hávaðinn í vélunum. Undir eins og menn urðu varir við loftfarið, voru öll ljós slökt í borginni, en þá vörp- uðu flugmennirnir niður 6 sprengi- kúlum, sem feldu mörg hús, brutu glugga og gerðu önnur spell, en urðu þó ekki nema þrem mönnum að bana. Önnur borgin heitir King’s Lynne. Þar var kastað niður 4 sprengikúlum og biðu 2 menn bana. Þar hrundu og nokkur hús og önn- ur skemdust, en tjónið þó ekki talið mikið. Sheringham hét þriðja borg- in. Þar var kastað niður 2 sprengi- kúlum, en varð af minna tjón en ætlast var til. Önnur kúlan ienti á húsþaki. Ruddi hún sér braut gegn- um þakið og aila leið niður í kjall- ara, en sprakk eigi að heldur. Hin kom niður á bersvæði og lá þar eins og saklaust lamb. Fór þá flugmað- urinn leiðar sinnar. Sandringham var fjórða borgin. Þar hefir konungur Breta aðsetur sitt stundnm, og hefir stundum haft Þýzka- landskeisara í heimboði þar. Segja sum brezk blöð að keisarinn hafi þá tekið svo ósleitilega til matar síns, að þótt hann mintist ekki annars en brauðsins, sem hann át, þá hefði hann átt að sýna þann þakklætisvott, að ráðast ekki með ófriði á þá borg. Það vildi nú einmitt svo til, að konungshjónin brezku höfðu dvalið i Sandringham nokkra undanfarna daga, og voru aðeins nýfarin þegar Þjóðverjarnir komu. Þykir Bretum liklegt að Þjóðverjar hafi vitað um veru þeirra þar, enda telja sumir þeirra tvímælalaust að þeir hafi haft njósnarmenn á þessum slóðum, og þeir jafnvel leiðbeint flugmönnunum með ljósmerkjum. Ganga einnig sögur um það, að sést dafi grunsam- leg bifreið á ferð milli þessara borga um sama leyti sem loftförin voru þar á sveimi yfir. Fór hún óvenju- hratt, og þótti mönnum eftir á sem loftförin hefðu farið sömu stefnu og hún. En enginn veit frekari deili á þeirri bifreið, eða þeim, sem henni stýrði. Tveimur sprengikúlum vörpuðu Þjóðverjar niður í Sandringham, — féllu þær til jarðar skamt frá höll konungs, en ekki talið að þær hafi unnið neitt tjón. í Grimsdon féll sprengikúla til jarðar skamt frá skotfærabirgðum hersveitanna, sem dvelja í þessu hér- aði, en húti olli engu tjóni. í hin- um borgunum varð og ekki teljandi tjón. Það er sagt að loftför Þjóðveija hafi verið af nýrri gerð, og þykir Bretum það alleinkennilegt. Ekki ber mönnum saman um hvað loft- förin hafi verið mörg. Sumir segja þau hafi verið þrjú, og sumir segja þau hafi verið sex. Hollendingar sáu fimm loftför stefna til Englands, en Þjóðverjar geta ekkert um hve mörg skip þeir hafi sent. Um þessa herför gáfu Þjóðverjar út svolátandi’,opinbera skýrslu : Að kveldi hins 19. janúar gerðu loftskip vor árás á nokkurar víg- varðar borgir á austurströnd Eng-» lands. Þoka var á og súld. Nokkr- um sprengikúlum var kastað niður með góðum árangri. Skotið var á loftförin, en þau komust öll óskemd heim aftur. Nýkomið: Baldvins Epli á 0.30 pr. Va kg- og Appelsínur ágætar 0.60 pr. 10 stk. Verzlun B. H. Bjarnason. DAÖBÖFflN- ^ Afmæli í dag: Halldóra Blöndal, húsfrú. Sigríöur Magnúsdóttir, húsfrú. Arent Claessen, kaupm. Bjarni Þorláksson, trósmiður. Hafliði Hafliðason, steinsmiður. Bjarni J. Jóhannesson, prentarl. Magnús Erlendsson, bakari. Brynjólfur M. Hannesson. Veðrið í gær: Vm. logn, hiti 1.5. Rv. n.v. kaldi, hiti 0.2. ísaf. n.a'. stormur, frost 1.2. Ák. logn, snjór, frost 1.3. Gr. logn, frost 7.5. Sf. logn, frost 1.3. Þh., F. logn, frost 0.2. efff' Taflfólag Reykjavíkuf ^ ir til fjölbreyttrar skemtunar í ^0. kl. 8 og hálf í G.-Templarahúsinu- ^ a. leika bræðurnir Þórarinn og Guðmundssynir nokkur lög, Gunnl’ unn Halldórsdóttir syngur gamanv ^ o. m. fl. Má búast þar viS % skemtun. V e s t a fór hóðan í gærkvöldi á ^ til útlanda. Með skipinu fóru Thors framkvæmdarstjóri, 0g Ólafur Eyjólfsson, Guðm. KirfksS Halldór Gunnlaugsson, Einar sted söngvari og I. C. Nielsen. E s b j e r g fór til, útlauda f ^ ■ morgun. Með skipinu fóru Jón ólfsson kaupmaður og jungfr11 Blöndal. Kong Helge kom í gíer kol til verzlunar Björns Guðmunds800 Friðarverðlaun Nobel5 Handa Belgum- Eins og áður hefir verið sky verður friðarverðlaunum Nobe*5 * úthlutað á þessu ári, enda vserl^eí( illa viðeigandi. En nú hafá ^ franskir menn farið fram á Pa belgísku þjóðinni yrði veitt $ launin. Þeir sýna fram á Belgir hafi gert sitt til , $ uppi réttlæti og friði með P neita Þjóðverjum að fara yfif a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.