Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 15
SIGURÐUR STEFÁNSSON OG íSLANDSLÝSING HANS 5 íjölhæfra gáfna, lærdóms og atorku hið ágætasta vísindamannsefni, 6em þá var uppi á Islandi. Sigurður Stefánsson- var kominn af merkisfólki í báðar ættir. Faðir hans var Stefán prestur Gíslason biskups í Skálholti, Jóns- sonar, en móðir Þorgerður, dóttir Odds prests í Gaulverjabæ, Hall- dórssonar hins auðga í Tungu- felli. Fyrri kona Gísla biskups og föðurmóðir Sigurðar var Kristín dóttir Eyjólfs mókolls yngra í Haga á Barðaströnd, af hinni svokölluðu Mókollsætt. — Gísli biskup fékkst allmikið við ritstörf og þýddi meðal annars ýmsa sálma á íslenzku, flesta úr þýzku. Þykja þær þýðingar nú með réttu hinn hörmulegasti leirburður, en munu hafa fróað frómum sálum í þann tíð. Stef- án prestur, faðir Sigurðar, var hinn mesti merkisklerkur og höfuðprestur í Skálholtsbisk- upsdæmi um sína daga. Hann var 1588 í biskupskjöri eftir Sigurður Þórarinsson föður sinn ásamt Oddi Einarssyni, en sá síðarnefndi hlaut embættið. Stefán varð prestur í Odda 1575 eða 1576 og þjónaði þar í 40 ár til síns dauðadags. Hann virðist hafa átt eitt- hvað við yrkingar, m. a. samið „Smávísur af písl vors herra“, en ekki mun sá kveðskapur hafa verið þungur á metunum. Séra Stefáni og Þorgerði varð margra barna auðið. Meðal þeirra voru prestarnir Oddur í Gaulverjabæ, Snæbjörn í Odda og Jón í Kálfholti, er allir höfðu orð á sér fyrir gáfur. Af Jóni í Kálfholti var Jón Sigurðsson forseti kominn í beinan karllegg. Ein systir Sigurðar var Kristín, sem giftist séra Ólafi Einarssyni skáldi í Kirkjubæ. Sigurður var því móðurbróðir Stefáns skálds Ólafssonar í Vallanesi, sem um fjöl- hæfar gáfur hefur kippt í kynið til frænda síns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.