Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Blaðsíða 117
UM STÍL 107 birtist greinilega og óskýr hugmynd ógreinilega. Hver maður getur tekið sitt eigið tal sem dæmi. Á sama hátt og vísindi eru þróun al- mennrar skynsemi eru bókmenntir þróun almenns daglegs tals. Mis- munurinn á vísindum og almennri skynsemi er aðeins stigsmunur; sama má segja um mismuninn á daglegu tali og bókmenntum. Nú, þegar maður „veit hvað hann á að hugsa“ þá tekst honum að láta í Ijós hugsun sína, að gera sig skiljanlegan. Þegar maður „veit ekki hvað hann á að hugsa“ þá vefst honum tunga um tönn. Það er at- hyglisvert hvernig stíllinn fylgir hugarástandi manna í daglegu lífi; hversu blíður hann er þegar maður er blíður sjálfur, æstur þegar maður er æstur. Margir hafa sagt sem svo: „Bara að ég gæti nú skrifað . . .“ osfrv. Það er rangt. Rétt er að segja: „Bara að ég gæti nú hugsað — um þetta erfiða viðfangsefni.“ Sá sem hugsar greini- lega á aldrei erfitt með að láta hugsanir sínar í ljós, öllu heldur mun hann stundum eiga erfitt með að þegja yfir þeim. Þegar maður getur ekki túlkað hugsanir sínar, stafar það af því að hann hefur ekkert ákveðið að túlka, og það sem amar að honum er ekki óframkvæm- anleg löngun til að Iáta hugsanir sínar í ljós heldur óframkvæmanleg löngun til að hugsa greinilegar. Þessi dæmi sýna að stíll og efni eru samsömuð, hafa orðið til á sama tima og verða ekki skilin hvort frá öðru. Gott efni er óhugsanlegt 'ásamt lélegum stíl. Athugum þetta nánar. Einhvern langar til að láta hugsanir sínar í ljós. Hann færir þær í búning orða. Þessi orðabúningur er stíll hans. Lesandinn segir eftir lesturinn: „Þessi hugmynd er góð.“ Höfundurinn hefur þá náð tak- marki sínu. En hvenær í ósköpunum væri hægt að segja: „Þessi hug- mynd er góð, en stíllinn er lélegur?“ Eina túlkunarleiðin milli höf- unar og lesanda er orð. Lesandinn hefur skilið hina góðu hugmynd. Hvernig? í orðunum, með hjálp orðanna. Þá hljóta gæðin að liggja í orðunum. Ef til vill segir lesandinn með yfirlæti: „Hann segir þetta klaufalega, en ég skil hvað hann á við.“ Hvernig þá það? Með hjálp einhvers sem felst í orðunum, stílnum. En þetta eitthvað er þá gott. En ef stíllinn er í raun og veru klaufalegur hvernig getur les- andinn þá verið viss um að skilja hvað átt er við? Hann getur ekki verið alveg viss. Að minnsta kosti sér hann það ekki greinilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.