Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 104
94 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR við Hafnarháskóla. Sennilega hefur hann ekki verið hér lengi, áður en hvísl- ararnir og aðrir „vinir“ mínir og íslenzkrar náttúrufræði tóku hann tali, og smám saman tókst þeim að telja honum trú um, að honum bæri siðferðileg skylda til að hirta mig fyrir þá dirfsku að gera tilraun til að birta íslenzkri alþýðu fróðleik um íslenzkar jurtir fyrir lágt verð. Um leið sá bann sér leik á borði að auglýsa sjálfan sig íslenzkum lesendum á minn kostnað, án þess að þurfa að leggja eitt einasta jákvætt orð til málanna. Eins og bann segir sjálfur í lok greinar sinnar, tókst heiðursmönnunum að telja honum trú um, að honum „standi næst að andmæla", hvort sem það nú á að þýða, að hann beri höfuðið hæst í íslenzkri grasafræði nú á tímum. Ritstjóri „Tímarits Máls og menningar" hefur sýnt mér þá velvild að sýna mér skrif Guðna Guðjónssonar. Eg myndi ekki hafa setzt niður til að svara „ritdómi“ Guðna Guðjónssonar, ef hann hefði skrifað hann af sanngirni og talið bæði gæði bókarinnar og galla. Það er ekki til sú bók, að hún sé gallalaus og öllum til hæfis, og þótt alþýða hérlendis hafi ekki getað kynnzt grasafræðiritum af eigin reynd, vona ég, að heiðarlegt fólk trúi mér, þegar ég segi, að ennþá hef ég ekki haft galla- lausa erlenda flóru í höndunum, og við flestar þeirra er hægt að gera ótal at- hugasemdir. Aðalatriðið með slíka bók er ekki, að hún segi allt um jurtir, né hitt, að hún sé að öllu leyti frumleg, enda hafa nær engar flórur það hvort- tveggja til að bera og engin íslenzk bók um þessi efni. En þar eð Guðni gerir sig ekki aðeins sekan um það óvísindamannslega tiltæki að dæma bókina með svívirðingum úr íslenzku blaðamáli, heldur rangfærir og snýr út úr heil- miklu, sé ég mig neyddan til að bera hönd fyrir höfuð mér. Við byrjum á upphafinu. Guðni heldur því fram, að ég hafi aldrei „gert grasafræðilegar athuganir, svo að nokkru nemi“ hérlendis, en auðvitað er hann ókunnugur því, að ég á allálitlegt íslenzkt grasasafn, og sjálfsagt hefur hann hlaupið yfir það í formála bókarinnar, þegar ég tala um, að bókin sé meðal annars „byggð á athugunum mínum á jurtum heima fyrir stríð“ o. s. frv., enda leggur hann áherzlu á það alls staðar að breiða sem bezt yfir það, sem eitthvað myndi veikja fullyrðingarnar. Annars er orðtækið „svo nokkru nemi“ teygjanlegt mjög, og samanborið við suma erlenda grasafræðinga liefur enginn Islendingur gert neinar grasafræðilegar athuganir „svo nokkru nemi“. Hann hefur ekki heldur kært sig um að geta þess, sem stendur í formálan- um, um samningu bókarinnar, því að þá hefðu allir brosað að því, þegar hann telur bókina liafa verið „rekna saman á örstuttum tíma“. Enginn getur betur séð en einmitt hann, að ég birti hlutfallslega færri ritgerðir en áður um rann- sóknir mínar eftir vorið 1943, og auðvitað fór tíminn þá í staðinn í skriftir þessarar bókar fyrst og fremst. En það færi illa á því að geta nokkurs jákvæðs í þessu sambandi í grein í blaðaskammastíl, og þess vegna breiðir hann sem bezt yfir allt slíkt. Annars gerir Guðni sér mikið far um að sanna tvennt. Hið fyrra er, að ég hafi aðeins notað tvær ákveðnar flórur (og eina matreiðslubók!) við samningu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.