Morgunblaðið - 28.03.1998, Blaðsíða 1
I
em
1998
Blatter
gefur
kostá
sér tll for-
seta FIFA
SVISSLENDINGURINN Sepp
Blatter, framkvæmdastjóri
Alþjóða knattspyrnusam-
bandsins, FIFA, tilkynnti í
gær að hann gæfi kost á sér
til forseta FIFA. Joao Ha-
velange frá Brasilíu, sem hef-
ur verið forseti FIFA í 24 ár,
segist styðja Blatter í kjörinu.
Svnnn Lennart Johansson,
forseti knattspyrnusambands
Evrópu, UEFA, gefur einnig
kost á sér til embættisins og
er talið að Evrópuþjóðirnar
fylgi honum.
„Ég hef verið þjónn knatt-
spymunnar lengi sem fram-
kvæmdasljóri FIFA og ég
mun reyna að þjóna knatt-
spyrnunni eins vel og ég get í
framtíðinni,“ sagði Blatter.
Hann sagðist taka sér frí sem
framkvæmdasljóri FIFA með-
an á kosningabaráttunni
stendur. Hann er talinn eiga
vísan stuðning frá Trinidad
og Tobago, Bandaríkjunum
og Ástralíu, sem þegar hafa
lýst yfir stuðningi við fram-
boð hans.
„Það er ljóst að við höfum
nú tvo sem gefa kost á sér og
kannski kemur sá þriðji
fram,“ sagði Havelange, en
frestur til að gefa kost á sér
til framboðs rennur út 7. apr-
íl, en kosniningin fer fram á
fundi FIFA í París 8. júní í
sumar.
LAUGARDAGUR 28. MARZ
HANDKNATTLEIKUR
BLAÐ
GUNNAR Einarsson, fyn-verandi knattspyrnu-
maður úr Val, sem leikur með hollenska liðinu
MVV Maastricht, hefur gert þriggja ára samn-
ing við Roda. Gunnar, sem hefur verið í láni frá
Roda, hefúr staðið sig vel sem varnarleikmaður
með MVV - leikið Qórtán leiki með liðinu í 1.
deildarkeppninni í Hollandi. Hann gerði upp-
haflega eins og hálfs árs samning við Roda, en
nú hefúr samningur hans verið lengdur og mun
hann leika með Roda næsta keppnistímabil.
„Ég er mjög ánægður með að Roda hefur kall-
að á mig til að leika með liðinu. Ég kem heim í
sumarfrí eftir keppnistimabilið hér í Hollandi,
á síðan að vera kominn til æfinga hjá Roda 1.
júlí,“ sagði Gunnar við Morgunblaðið í gær.
Frábær vöm
GUÐJÓN Árnason lék Haukavörn-
ina grátt í fyrri leik liðanna en komst
ekki upp með neitt múður í gær.
Haukarnir höfðu góðar gætur á Guð-
jóni sem skoraði ekki eitt einasta
mark! Hér undirbýr hann skot en
Haukavörnin er vel vakandi; frá
vinstri: Halldór Ingólfsson, Sigurður
Þórðarson, Petr Baumruk, Rúnar
Sigtryggsson og Daði Pálsson. í
baksýn má sjá Bjarna Frostason
sem var í miklum ham í gærkvöldi.
Á toppi 1. deildar frá nóvember til 4. mars
1. deild - umferðir:
22
EVRÓPUKEPPNI
tapleikir
|28. feb. Skðvde (Ú) 21:31
________1.DEILD________
4. mars Valur (H) 22:26
11.mars FH (H) 26:29
15. mars Haukar (Ú) 24:24
19. mars Stjarnan (H) 25:25
ÚRSLITAKEPPNI
x€L
Hefur ekki\
unnið sigur í
síðustu sjö
leikjurn
24. mars
26. mars
Valur
Valur
(H) 19:22
(Ú) 22:25
Morgunblaðið/Golli
Hlutverkaskipti
í Hafnarfirði
Nú voru það Haukar sem kjöldrógu erkióvininn
Haukar gerðu sér lítið fyrir og
unnu FH örugglega, 24:18, í
öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum
Islandsmóts karla í handknattleik í
gærkvöldi. Liðin standa nú jöfn að
vígi og þurfa oddaleik annað kvöld
til að fá úr því skorið hvort liðið
kemst í undanúrslit. Uppselt var í
íþróttahúsinu við Strandgötu og
komust færri að en vildu. Leikur-
inn bauð upp á mikla baráttu og
spennu.
Sigurður Gunnarsson, þjálfari
Hauka, var ánægður með sigurinn
á erkifjendunum úr FH. „Við gerð-
um það sem við vissum að við gæt-
um en höfum of sjaldan sýnt í vet-
ur. Við lékum þennan leik mun bet-
ur en fyrri leikinn. Vömin var góð
og eins gekk sóknarleikurinn
ágætlega. FH er með sterkt lið og
það hefur verið uppsveifla hjá
þeim, en við aftur verið misjafnir.
Oddaleikurinn á sunnudaginn
verður örugglega bráðskemmtileg-
ur. Við munum ekkert gefa eftir
þar,“ sagði Sigurður.
Kristján Arason, þjálfari FH-
inga, var ekki eins ánægður og eft-
ir fyrri leikinn sem FH vann með
sjö marka mun, 28:21, á miðviku-
dagskvöld. „Haukar komu í þennan
leik af mikilli hörku enda um líf eða
dauða að tefla hjá þeim. Þeir léku
af mikilli hörku og komust upp
með það hjá dómurunum. Þeir
slógu okkur algjörlega út af laginu.
Sóknarleikurinn hjá okkur var
mjög slakur. Það kom ekkert út úr
skyttunum og þeir hirtu öll fráköst
og áttu skilið að sigra,“ sagði Krist-
ján.
„Leikurinn á sunnudag verður
frábær skemmtun. Það má segja
að það sé gott að fá þrjá leiki milli
þessara liða fyrir handboltaunn-
endur í Hafnarfirði," sagði Krist-
ján og bætti við: „Það er að segja
ef við sigrum á sunnudaginn. Bæði
liðin hafa sýnt það í þessum tveim-
ur leikjum hvað þau geta. Við get-
um sjálfum okkur um kennt hvem-
ing fór í þessum leik, en ég get lof-
að því að það verður annað upp á
teningnum á sunnudagskvöld."
I Haukar/ B2
Gunnar Einarsson
gerir þriggja ára
samning við Roda
AKSTURSÍÞRÓTTIR: FERRARI KÆRIR BREMSUR McLAREN / B4