Þjóðólfur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1884næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Þjóðólfur - 30.07.1884, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 30.07.1884, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFR. VIÐAUKABLAÐ VIÐ XXXVI, 29. Rcykjiivík, miðvikudaginn 30. júií 1884. Svar til „ómerkinga“. Það lítr svo út, eins og einliverjum sé liálfilla við það, að „Almanak fyrir hvern mannu kom út. Til þess geta nú legið ýms- ar orsakir, en flestar eru þær svo ljósar, að óþarfi er að benda á þær. — Síðan það kom út, hefir blaðið, sem ég hef gjört mér að reglu að nefna aldrei, gjört Almanakinu þá æru, að rífa það niðr í hverju númeri blaðs- ins, sem út hefir komið. Fyrst kom löng „aðvörunu undirskrifuð x, -(- y, og mun það mark vera það sama, sem kallað er „hluststýft bæði eyruu, sem ætla má að sé mark „ritstjóransu. Síðan kom í næsta blaði önnur grein, og var það „ómerkingr“ hreint og klárt1. Þessi x -j- y er einkennilegr höfundr; hann er auðsjáanlega maðr fávís og vanþekk- ingarfullr, en hvorki sannleikskær né hæ- verskr tir hófi. Hann hefir auðsjáanlega heyrt á hjal einhvers sér hygnari manns, en hvorki skilið né getað rétt eftir haft, það sem fyrir honum var haft og kann ske í hann spýtt. Yfir höfuð er grein hans líkust því, sem einhver „Dorriu hefði farið i smiðju til þess „skarpvitrau (kannske hrotið af toddý-glas um leið), en verið of fávís til að hafa gagn af fræðslunni. Það sem þessi persóna segir um „Þjóðólfu og bankaritgjörðir Meistara Eiríks, er mál- 1) Ef mig minnir rétt, lýst.i „ritstjórinn“ yfir því einu sinni i blaðinu, að allar ritgjörðir í því yrðu með nafni, og skyldu þá greinamar markaðar föð- ur-marki annað hvort á undan eða eftir (á „hægra“ eða ,,vinstra“). Þegar nafnið eða eyrun eru skelt af, svo að eins sést hnífskrukkið („x y“) eftir, er ekki ósennilegt að kallaþað „hluststýft11 og má skoða það líkt og hreina ómerkinga að því, að „ritstjórinn“ mun vera sj&lfsagðr „leppr“ í háðum tilfellum. inu óviðkomandi, enda er honum auðsjáan- lega ofvaxið að tala um slík mál, og skal ég þvi ekki orðum að því eyða. Almenningr getr nú sjálfr felt, og hefir ugglaust þegar felt sinn dóm um bankamálið. Stórlega hefir hneykslað höfundinn þessi litla setning (sem er þýdd úr ritmn eins frægasta spekings), að „enginn sé svo fafróðr, að ekki þekki skyldu sína“ (x -|- y hefir ekki getað lesiiJ þetta rétt einu sinni; hann hefir líklega lært að stauta á stafrófskver Hafldórs eða annað jafn-lélegt, ef til er). En afsakanlegt er það, þótt þessi persóna hneykslist á þessu; hún hefir auðsjáanlega á sinni tíð verið fermd með biskupsleyfi upp á eintóma „Höfuðlærdómanau; annars hefði hún vafalaust heyrt talað um „heið- ingjana, sem ekki þekkja lögmálið, en eru þó sjálfum sér í lögmálsstað", af því að það er „skrifað i þeirra hjörtu“. Þetta er þó sjálfsagt jafn-hneykslanlegt, og er það þó barnalærdómr okhar, sem gátum lært alt kverið og þurftum ekki að fá byskups leyfi til að fermast upp á „höfuðlærdómana“. Þá kemr persönan að „Grjaldaþættiu mín- um í „Almanakin“. Finnr hún mjög að því, að ég hefi getið þess, að „sýslumenn, konungl. þjónar“ o. s. frv. skuli „í offr greiða 1 kr. 33 auu. Yfir þessu er persön- an bálreið, og segir að þetta só engin lög, því að „þessir menn eigi að greiða 4 mörk“ —já það eru persönunnar eigin orð þetta, og meira að segja, jDessi „4 mörk“ eru orð lag- anna sjálfra. Eg hefi þar til engu öðru að svara en því, að biðja persönuna að fara nú aftr í smiðju og fá nú fræðslu um það hjá einhverjum skírleiks-manni (t. d. „þeim skarpvitrau), hver að sé munrinn á „4 mörk- um“ (= 64 skildingum) eftir fornum pen-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað: Viðaukablað við nr. 29 (30.07.1884)
https://timarit.is/issue/136487

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Viðaukablað við nr. 29 (30.07.1884)

Aðgerðir: