Heimskringla

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1938næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Heimskringla - 13.04.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.04.1938, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle ^ ® AVENUE Dyers & Gleaners Fatahreinsun vor er þess verð að reyna hana. Hvergi betri. SÍMI 33 422 658 St. Matthews LII. ARGANGUR HELZTU FRÉTTIR England f vikulokm skýrði forsætis- ráðherra Breta, Neville Cham- berlain frá því að fyrirstöðu- laust gengi að gera samningana við ítalíu. Og að því verki loknu og efnr samningsins birtu, kvaðst hann ekki efast um að dómur almennings yrði sá, að stjórnin hefði valið hið betra hlutskiftið, en gagnrýnendur hennar hið verra. Það hefir mörgum verið dulin ástæða Bretlands bæði fyrir þessum samningum við ítalíu og svo hinu, hve lítið þeir hafa haft sig í frammi og verið afskifta- lausir um yfirgang Hitlers. Af upplýsingum góðra brezkra rita að dæma, má segja að grein sé fyrir henni gerð á þessa leið: Bretar óttuðust svo samband Þjóðverja og ítala, að þeir bjugg- ust við hinu versta í Evrópu, ef það héldist. Að slíta það, varð því það fyrsta, sem stjórn Breta lét sér til hugar koma. Og þeir halda nú fram, að hefðu þeir getað komið þeirri stefnu fram nógu skjótt, hefði' Hitler' aldrei tekið Austurríki. Hvað var í veginum? Heima fyrir var það utanríkisritari Breta, Anthony Eden. En að öðru leyti' voru það Frakkar. Með Eden í stjórnarráðinu var ekki um neina samninga að ræða við ítali. Það er nú kunnugt. En Frakkland hallaðist á sömu sveifina. Þegar Mussolini sá að Hitler var alvara með að taka Austur-ríki, fór honum heldur ekki að lítast á blikuna og vildi óður semja við Bretland og Frakkland. Við Breta var þetta auðvelt, en Blum, sem um það leyti var nýtekinn við stjóm í Frakklandi', dróg á langinn að gera nokkurn samning við ítalíu. Mussolini hafð boðið Frakklandi eitthvað viku áður en Hitler tók Austurríki að verja Czecho-Sló- vakíu með þeim fyrir Hitler, en Blum vissi' ekki hverju þetta sætti og sinti ekki boði Musso- lini.. Er nú mælt, að þar hafi' Blum yfirsézt. Hitler vissi að alt var í uppnámi á Frakklandi út af stjórnmálunum og að Mussolini mundi hálfvolg- ur meðan ítalía stóð ein uppi, brást því við og tók Austurríki. Forsætisráðherra Breta kennir Blum því ekki ^sízt um það hvernig með Austurríki fór. Bretar óttuðust uppgang Þjóð- verja. Með ítalíu töldu þeir þeim auðvelt að svelgja Mið- Evrópu-löndin á milli sín; — ítalíu varð að ná úr því sam- bandi. Og að því lúta nú samn- ingar Breta við Mussolini. Hvað kemur til, að Mussolini er fús til að gera slíkan samn- ing? Ástæða hans er efnahagur ítalíu. Landið þarf á láni að halda. Og það er hvergi' að fá nema í Englandi. Þó vinátta Hitlers sé mikilsverð, vegur sterlingspundið brezka meira! í Lundúnablöðum er því hald- ió fram, að Bretastjóm sé að gera samning við Japani. Er sagt að í því sé fólgið að viður- kenna Manchuokuo að minsta kosti sem land Japana. Bretar hafa tapað stjórn viðskiftanna í Shanghai og mun verða við það að sitja. En í Suður-Kína er hugmyndin að reyna að halda í eitthvað af viðskiftunum. Og fram á það mun farið í þessum samningum, sem ætlað er að Bretar séu að gera við Japan. Það kvað ekki síður hafa ver- ið þessi samningur, en samning- urinn við ftalíu, sem Eden greindi á við Chamberlain um. Af þessum samningi er sagt að leiða muni' að ekki verði fyrst um sinn af samningum milli Bandaríkjanna og Breta. Það eina sem Bretar gátu boðið Bandaríkjunum, var aðstoð á Kyrrahafinu. En hún hefir fall- ið Japönum í skaut, gegn vilja Bandaríkjanna. Þá er Bretum afarilla við Frakka vegna samninga þeirra við Rússa. Bretar óttast að það dragi Frakka út í ófrið og ef til vill Bretland um leið. Samningurinn við ítali er sagt að verði staðfestur með undir- skrift aðila í lok þessarar viku. Helztu atriði hans sem frá er sagt eru þessi: 1. Bretland tekst á hendur að fá Þjóðabandalagið til að sam- þykkja yfirráð ítala í Blálandi. 2. ítalía lofar að kalla her- menn sína heim frá Spáni. 3. Viðurkenning um sameig- inleg yfirráð Breta og ítala á Miðjarðarhafinu. 4. Að ítalía hafi' ekki fleiri hermenn í Líbýju en vanalega á friðartímum. 5. Bretar lofa að hefta ekki umferð ítala um Suez-skurðinn. 6. Að hætta öllum æsingum í útvarpi í nýlendunum. Frakkland Á Frakklandi urðu stjórnar- skifti um síðustu helgi, hin þriðju síðan um nýár. Leon Blum er við stjórn tók fyrir fá- einum vikum af Camille Chau- temps, varð að segja af sér. — Hann fór fram á það, að vald hans væri rýmkað í fjármálum, en öldungaráðið feldi tiilögu hans um það með 223 : 49 at- kvæðum. Við stjórn hefir tekið Edou- ard Daladier, róttækur sósíalisti og sem var hermálaráðherra í ráðuneyti Blums. Á Frakklandi á stjómin við fjárhagserfiðleika og all-víðtækt verkfall að stríða. Að þessi nýja stjórn verði mosavxain í völdun- um er því ekki líklegt. Samt er hún sögð íhaldssamari en Blums- stjórnin var og meir við hæfi viðskifta- og fjármálamanna. — Hún er ennfremur talin fúsari til samvinnu við Breta, en fráfar- andi' stjórn var og mun feta í fótspor þeirra með að gera samninga við ítalíu og viður- kenna rétt þeirra til Blálands, sem Frakland hefir þverskallast Við til þessa. Atkvæðagreiðslan Atkvæðagreiðsla fór fram um það í Þýzkalandi og Austurríki s. 1. sunnudag hvort sameining Austurríkis og Þýzkalands væri ákjósanleg. Af nærri 50 miljón atkvæðum voru 48,799,269 með sameiningu landanna. f Ausutrríki voru 4,207,517 atkvæði með sameiningu, en 11,263 á móti. Gyðingar höfðu ekki atkvæðisrétt. Þingið er ekki sagt að komi saman í Vín 20. apríl, eins og áður var sagt, á 49 afmælisdegi Hitlers. Tala þingmanna er 740 í Þýzkalandi en 70 í Austurríki. Velur Hitler þá úr 1,717 sem út- nefningu hlutu við atkvæða- greiðsluna, þegar hann kemur aftur heim frá Róm, en þangað fer hann 3. maí í heimsókn. Atkvæðagreiðsla þessi nú, eft- ir sameininguna, er athlægi. WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 13. APRÍL 1938 NÚMER 28. — Upprisan Skellir sverðskálpi Hver er sá er syngur, Á skjöld sinn, vetur, Með Suðra lungum Skirpir við hríð Og þeytir glymlúður Og skafrenningi, Glöðum anda? Föng til bálkveikna Hver er sá, er yrkir Byljahelju Upprisuljóð Dregur að Útgörðum Betur en Bragi íslendinga. Bekkskrautuður ? Rýjir ribbaldi, Eldur aldauða Rammur að afli, Er aldinn kuldi Pílvið, skrúfhærðan, Og öskufönn orðin Skjólgirðinga, Að ilmi jarðar. Stálköldum eldi, Upp er eg rismn Með styrjar ofsa, Af rústum vetrar, Bændur og önnunga Sem fuglinn Fönix, Brennir inni. Og fagna sumri. Þannig var kveðið Kvaddur er eg Á Þorradægri; Til kvæðafórnar Sveipaðist síðan, Á heimshljóma Sólargoðorð Há-altari. Náttþögn náheims Með frumskóga flautum Og neðsta afgrunns Og flúðahörpum, Unz básúna Vinda belgpípum Birtist í skýjum. % Og vatnabumbum. Leik eg á lýru, Lágir eru tónar En kyngislungnir, Og kunna að eiga Þátt í lofsöngva— Lögum nýjum Við himinhnatta Háttalykla. Gutt. J. Guttormsson íslenzk börn syngja í útvarp Föstud. 22. apríl kl. 8.05 e. h. syngja íslenzk börn íslenzka söngva í útvarp yfir Winnipeg útvarpsstöðina CjRC og stutt- bylgju stöðvarnar CJRX og út- varpið í Yorkton og e. t. v. yfir útvarpið í Regina. Barnaflokkur sá er R. H. Ragnar hefir stjórnað undanfar- in tvö ár hefir verið fengin til að gefa þessa útvarpshljómleika af James Richardson and Sons Broadcasting Company. Lögin er börnin syngja eru flest ísl. þjóðlög. Þessi lög verða sungin: “Látum af hárri heiðar brún”, “Nú er frost á Fróni”, “Sól- skríkjan”, “ísland ögrum skor- ið”, “Vorhiminn”, “Nú er vetur úr bæ”, “Ey-glóir æ á grænum lauki”, “Sof þú barn mitt”, “Bí, bí og blaka”, “Sofðu mín Sig- rún”, “Hættu að gráta hringaná” og “Máninn hátt á himni skín”. Þessi lög eru öll raddsett af R. H. Ragnar er einnig hefir samið við þau piano undirspil. Lily Bergson leikur á piano með flokknum. Það mun marga fýsa að heyra íslenzkum söng útvarp- að og vonandi að sem flestir not- færi' sér þetta tækifæri og hlusti á útvarpið. Þeir er óska að fleiri' ísl. hljómleikar yrðu gefnir í framtíðinni ættu að skrifa CJRC stöðinni í Royal Alex- andra Hotel, Winnipeg, að hljóm- leikunum afstöðnum. Kína Á níu mánuðunum sem stríðið hefir staðið yfir í Kína, hafa Jap- anir, með einni miljón her- manna, tekið um 270,000 fermíl- ur af landi í Kína en öll er stærð lýðveldisins talin 1,532,815 fer- mílur. Langt er því frá, að Japanir hafi tekið alt landið. En þeir sitja eigi síður að viðskift- um þess í drjúgum mæli. Stjórnari Kwantung-héraðs- ins, Wu Teh-Chen, sagði nýlega: Við munum tapa orustum, en við vinnum stríðið. Fyrir eigi all-löngu var hers- höfðinginn náfnkunni Chiang Kai Shek gerður að yfirmanni alls Kína og einræðisherra. Hafa blöð síðan um hann talað sem Stalin Kínaveldis. Bardagaað- ferð sinni' hefir hann nú breytt þannig, að her hans berst í smá- flokkum til og frá um alt landið. Hinar miklu og skipulögðu fylk- ingar Japana hafa því aldrei tækifæri að leggja til stórorustu. Heldur eiga þeir ekki eins auð- velt með að dreifa úr sér og fara lengra inn í landið en góðu hófi gegnir, því þá geta þeir átt von á árásum frá Kínverjum. Stríð- ið gengur því í þófi og alger sig- ur Japana virðist enn fjarri. í byrjun þessarar viku gerðu þessir smá herflokkar all-harð- ar árásir á Japani við Tientsin- Pukow járnbrautina og gerðu Japönum talsverðar skráveifur. Það sama gerðu þeir í grend við Pengpu, sem er 100 mílur norður af Nanking. Á þessu gengur og á Peiping-Hankow járnbraut- inni. Hugmyndin er að taka Peiping og Tientsin af Japönum aftur með aðstoð frá kínverska rauða hernum, sem stofnað hefir sovétríki í hjarta Hopeh-fylki-s- ins. Eru Japanir að hrúga her til Shantung til þess að glíma við þessa herflokka Kínverja. Japanir viðurkenna að þeim hafi verið gerður ógreiði, en þeir halda því fram að þeir hafi alls staðar getað Stöðvað árás- imar og að af Kínverjum hafi ávalt nokkrir fallið. Spánn Spurningunni' um það, hvort að ( Franco sé búinn að vinna stríðið á Spáni, verður ekki enn svarað játandi. Hann hefir unnið mikla sigra þar sem hann hefir komist til Lerida og lengra þó nú í norð- austur hluta Spánar og ennfrem- ur brotist til Tortosa, sjávar- borgar í Catalóníu-fylki í suð- austur hluta landsins og klofið með því þann hluta þess, sem er í höndum stjórnarinnar. En Tortosa er um 130 mílur frá Barcelona. Franco er að sjálf- sögðu nær því en áður fyrir sína síðustu sigra, að vinna, en það er langt frá því, að hann sé enn- þá búinn að taka allan Spán. Með samningunum sem Bretar eru að gera við ítalíu, er gert ráð fyrir að her ítala sé kallaður heim. Ef Bretar gera nú svip- aðan samning við Þjóðverja, sem við er búist, verður herlið Hitl- ers, sem hann sendi Franco fyrir þrem vikum eða mánuði fyrir það að fá leyfi Mussolini til að hremma Austurríki, einnig að hverfa heim. Verður ekki eftir það séð, að Franco geti mikið gert, því sigrar hans eru herliði Þjóðverja og ítala að þakka. — Þegar síðasta og hrottalegasta árásin var gerð á Barcelona, tóku 700 þýzk spengju-flugskip þátt í henni; það var þegar gerð- ar voru 18 árásir á borgina á 24 klukkustundum og menn, konur og börn hrann myrt. Ef þetta lið alt (t. d. um 30,000 Þjóðverj- ar sem nú eru sagðir á Spáni) yfirgefur Franco, flýtir það ekki sigri hans. En hvað verður þá gert ? Ef Franco ekki tekur allan Spán áður en liðið kveður, ef það kveður á annað borð, er líklegt talið, að Evrópuþjóðirnar margar viðurkenni eigi að síður Franco, sem stjórnanda Spánar og honum verði á þann hátt dæmdur sigurinn. Að svifta nú- verandi stjórn þannig öllu sam- bandi við aðrar þjóðir, mundi skjótt gera út af við hana. Ef nokkuð gæti nú bjargað stjórninni á Spáni, þá væri það aðstoð frá Frakklandi. En fyrir hana er nú lítil von. Bretar sendu Winston Churchill einmitt í þeim erindum til Parísar s. 1. viku, að láta Frakka vita, að Bretland væri á móti slíku. En yrði' þjóðin á Spáni ánægð með Franco sem stjómanda? — Gæti hún elskað hann fyrir það, hvernig hann hefir elskað hana, eins og t. d. sprengjuárásirnar hafa sýnt það ? Það er hætt við að friður komist ekkr á í hasti og að þjóðin fái að kenna á fasism- anum fyrstu árin. Undir Bandaríkjunum komið Tota Ishimaru, aðmíráll Jap- ana, hélt því fram í gær, að það væri undir Bandaríkj unum kom- ið hvort að stórstríð brytist út innan skamms eða á næsta ári. í Japan er aðmírállinn talinn öllum framsýnni um hermála- ástandið. Hann segir leikinn, undirbúinn og stríð geti hafist áður en árnu 1939 lýkur. England, Frakkland og Rúss- land eru annars vegar, en Japan, Þýzkaland og ítalía hins vegar. Um afl þessara þjóða segir að- mírállinn að séu áhöld. Það séu því Bandaríkin, ef þau fari í stríðið, sem alt velti á. Japanir eru sannfærðir um að Rússar séu stöðugt að gefa því máli meiri gaum, að leggja út í stríð við Japani. Á landamærum þeirra og Japana kváðu nú vera 500,000 rússneskir hermetm. Og blöð í Japan hafa það eftir rúss- neska herforingjanum eystra, “ að nú sé tíminn að stökkva á Japani.” Jón Baldvinson látinn f nýkomnum blöðum að heiman, er þess getið, að Jón Baldvins- son, þingforseti hafi látist 17. marz. Eins og kunnugt er, hefir hann verið einn af fremstu mönnum Alþýðuflokksins og verið forseti Alþýðusamtakanna síðan 1916 eða í 22 ár. Hann hefir og verið þingmaður síðan 1921. Árið 1918 var hann og kosinn í bæjarstjórn Reykjavíkur og var þar fulltrúi í 6 ár. * * * Afmælishátíð Áríðandi er, að allir þeir er hafa í huga að sitja afmælis- samsæti Dr .Sig. Júl. Jóhannes- sonar og frúar hans þ. 25. apríl n. k. tryggi sér aðgöngumiða frá einhverjum nefndarmanna eigi síður en 16 apríl. Nefndin. Sprengjur yfir Evrópu Stjórnin á Bretlandi hefir látið sér mjög ant um það, að fræða almenning um hvemig hann eigi að verjast sprengju árásum úr loftinu á heimilinu. Hefir ritl- ingur nýlega verið prentaður til leiðbeiningar um þetta. Voru síð- ast liðna viku send í pósti út um alt land hálf miljón eintaka af honum. Það sem mönnum er þar ráð- lagt, er fyrst og fremst að velja sér stað í húsinu til að flýja í þegar sprengjum fer að rigna, sem sízt gæti orðið fyrir skemd- um af þeim, svo sem í kjöllur- um. Þar skyldi um sig búið sem bezt, með niðursoðnum matvæl- um, bókum, áhöldum til að slökkva með eld, lyfjum og sára- umbúðum, með einhverju til að troða í rifur og gættir, sandpoka til að láta fyrir gluggana, og stoðir og annað til þess að styrkja með loft eða veggi. Gas- grímur eiga að vera til fyrir hvern mann á heimilinu, ungan eða gamlan; þær fást nú í búð- um. Spil og radio er þar einnig ráðlagt að hafa. Þegar svo að árásin er gerð, eiga menn að byrgja sig þarna inni og eyða tímanum við lestur, skrift, spil, sauma og hlýða á útvarp. Ef tími vinst til, skal senda börn og sjúka úr bæjum þangað, sem síður er búist við árásum. Stjórnin hefir varið $42,500,- 000 til þess á þessu ári að út- breiða þekkingu manna á því hvernig verjast skuli þessari hættu. í ræðu sem Mussolini' hélt ný- lega í öldungadeild þingsins, lagði hann einnig mikla áherzlu á hættuna, sem af loftárásum stafaði. Kvað hann þar komið, að stórborgum yrði ekki vært og hvatti þá þegna sína er því gætu komið við að flytja úr borgunum og dreifa sér í smábæi eða út um sveitir. Stríð sagði Mussolini að yrðu ávalt meira og meira háð í loft- inu. Fyrir því mætti nú þegar fara að búa sig undir það, að verjast með því að dreifa úr fólksmergðinni í bæjunum. Um her ítalíu sagði Mussolini: Við getum kallað út 9 miljónir hermanna, frá 19 til 55 ára að aldri. Loftherinn er á meðal hinna beztu; sjóflotinn nýr, skjótur, traustur og hefir fleiri neðansjávarbáta, en floti nokk- urrar annarar þjóðar. Við erum því vel búnir að her. En í stríðum er nú vígvöllurinn heim- ilið eigi síður en skotgrafirnar.” Mussolini fetti' að vera kunn- ugt um þetta af því sem loft- skipin hans hafa hafst að á Spáni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað: 28. tölublað (13.04.1938)
https://timarit.is/issue/153722

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

28. tölublað (13.04.1938)

Aðgerðir: