Þjóðin - 05.12.1914, Blaðsíða 1
í
*
a=
Stærsta
stjórnmálablað
hér á landi.
Ódýrasta
vikublaðið á öllu
landinu.
1. árg,
Reykjavík, Laugardaginn 5, desember 1914,
1. tbl.
Þjóðin“.
Álfustyrjöldin mikla, scm hefur
þcgar haft svo mikilvæg áhrif
víðsvcgar um jörðina, mun eflaust
merkja íslandssögu með örlaga-
ríkum atburðum — hvort sem
þeir gerast meðan á ófriðnum
stendur eða eptir hann.
Jafnframt þessu eru veðurmerki
mikilla hreyfinga að gera sín vart
hjá íslensku þjóðinni sjálfri.
Menn eru farnir að átta sig á
því hjer, hvað gerst hefur í raun
og veru, inn á við, um málefni
Iandsins á síðasta mannsaldri.
þjóðin sjer hvernig öðrum hefur
miðað áfram á sama tíma og ber
ástand sitt saman við kjör ann-
ara, þar sem hún þekkir til.
Og Bfrelsisbaráttan“ er nú skilin
betur, bæði um löggjöf og stjórn
í sjermálunum, sem svo eru köll-
uð, og á því svæði sem almennu
málin — hin ytri málefni íslands
— ná yfir.
Margir láta sjer auðvitað ant
um það, að halda því áliti uppi, að
hjer hafi orðið allar þær framfarir,
og hjer hafi alt áunnist, sem vænta
mátti. Standa þeir þar eðlilega
fremst, sem á einhvern hátt hafa
átt þátt í framsókninni til auðs
og frelsis fyrir þjóðina — en
margir, sem bera enga almenna
ábyrgð hafa einnig gaman af því,
að hugga sig við hinar stórstígu
bre> iliiíiar, seni orðið hafa hjer
til bóta — og er þá menningar-
stigið auðvitað borið saman við
ástandið eins og það var áður,
en ekki við tiltölulegar framfarir
annara þjóða.
En þjóðin í heild sinni er ekki
ánægð með ástandið. þrátt fyrir
meinhægð og tómlæti margra, fer
gremjan yfir árangri hinna al-
mennu ráðstafana sívaxandi. Menn
horfa t. a. m. á „bygging Reykja-
víkur", „vegagerðirnar", „pen-
ingaástandið" o. s. frv. og það
sjcst, að skammsýni og aðgerða-
lcysi hefur haldið þjóðinni aftur,
þrátt fyrir allan einstaklings
dugnað fólksins.
Alt virðist þannig benda á, að
vjer íslendingar stöndum nœrri
tlmamötum — en þá vekjast
hugir og kraftar þjóðarinnar til
þess að láta sig skifta, hvernig
henni er stjórnað.
En nú er það ennfremur svo,
að blöð og fímarit geta haft hin
ríkustu áhríf tim árangurinn af
baráttu þjóðarinnar — einkanlega
inn á við, þar sem ræða er um
aðgerðar- eða afskiftaíeysi þeirra,
sem vald hafa um þjóðmálin. —
Er þá mikið komið undir því, að
slík verkfæri almenningsskoðana
sem biöðin eiga að vera, geti
únnið rjett og óháð fylgi við eldri
Sokka, þegar nýr tími heimtar
nýja úrlausn á vandamálum
landsmanna.
Af þessum ástæðum er það,
að þetta blað, sem nú vill byrja
að taka þátt í umræðunum um
landsmál, er komið fram. — þeim
sem hafa stofnað til þess hefur
virst, að full þörf væri á því —
eins og nú stendiur — að blað,
sem enga fortíð á, geti staðið
þjóðinni og málsttað hennar opið
í komandi umrteðum um það,
hvernig þjónar hennar og full-
truar hafa unnið, vinna nú, og
éiga að vinna fyrír velferð henn-
ar, frelsi og hagsmuni.
Frumskrá »þjóðariqnar“ kem-
ur í ljós jafnótt, sem hin ýmsu
landsmál verða tekin til athugun-
ar í blaðinu: — En meginstefna
blaðsins er það, að setja þjóðerni
íslendinga, landsfrelsi og lands-
rjett yfir öll önnur mál, þannig, að
hvergi sje vikið eða haggað, vegna
stundarhags eða stundarhygginda
í flokksfylgi, eða af neinum öðr-
um hvötum.
„þjóðin" ætlar, með öðrum
orðum, fyrst og fremst að skipa
„politikinni" svo kölluðu niður
á þann bekk, þar sem hún á
heima, niður í þau landsmál sem
fylgi má veita með því að „aka
seglum eptir vindi“.
Og þá verður það auðvitað
fyrsta ætlunarverkið, að athuga,
hvernig trúnaðarmenn þjóðarinn-
ar standa nú gagnvart þeirri sjálf-
sögðu reglu siðaðra stjórnmála-
manna — og siðan að vega og
virða starfsemi þeirra inn á við.
Frá ríkisráðsfundinum
Ráðherra segir af sjer.
Fregnin um synjun stjórnar-
skrárfrumvarpsins, sem tafist hafði
nokkra daga á leiðinni vegna
símaslits, barst til Rvíkur að
kvöldi 2. þ. m. Hún kom eng-
um þeim á óvart, sem skildi rjett
afgreiðslu þingsins á þessu máli
f sumar. Marklausi fyrirvarinn
var ekki lagður þegjandi fram
eins og margir fylgismenn fyrir-
sláttarins munu þó hafa ætlast til.
Ráðherrann bar hann þannig fram,
að konungur hlaut að gera yfir-
lýsingu um ósamræmi fyrirslátt-
arins við frumvarpið sjálft og auð-
og vita víst, að fjarstæðunni um
gildi fyrirvarans gat ekki orðið
haldið fram gegn lögfræðingum
ríkisráðsins, nje gagnvart siðuðu
og óhlutdrægu almenningsáliti er-
lendis. það er alt annað, að
standa hjer heima ábyrgðarlaus
og fákunnandi með hæstarjettar-
svip og sjálfgefið fulldæmi um alla
hluti milli himins og jarðar og
hrópa: klipt er það, eða skorið
er það, í deildarsölum alþingis,
sem eru svo auðvirðilega illa
skipaðir,—heldur en að vinna mál-
stað íslands fylgi með viti og
Sigurður Eggerz, ráðherra.
vitað jafnframt um óbreytt gildi
síns eigin boðskapar.
En við þetta bætist, að fullar
skjalsannanir eru nú þegar fengn-
ar fyrir því, að konungur áleit
sig geta stjórnskipulega staðfest
frumvarpið hefði fyrirvarinn verið
borinn öðruvísi fram. Með öðr-
um orðum, konungur og þar
með ríkisráðið danska hafa stað-
fest þann dóm óhlutdrægra manna
og heilbrigðrar skynsemi á ís-
landi, að fyrirvarinn var stjórn-
skipuleg markieysa.
Alt annað mál er það, að und-
irskrift ráðherra var auðvitað
nauðsynleg ásamt með undirskrift
konungsins, og þar gat bæði ráð-
herra og flokkur hans, að svo
miklu Ieyti sem hann rjeði yfir
gerðum ráðherra, ráðið niðurlög-
um stjórnarskrárinnar. En hitt er
°8 jafnvist, að hefði ráðherra
skrifað undir, þá hefði stjórnar-
skráin verið staðfest fyrirvara-
laust að, lögum, með allri þeirri
hcettu fyrir landsréttindin og
þjóðarfrelsi vort, sem fyrirslátt-
armennirnir lýstu sjálfir yfir, að
stafaði af stjórnarskránni með
boðskapnum óbreyttum.
Hjá því mun ekki fara, að lands-
menn fara nú að átta sig á því,
hvernig valdaflokkurinn á þingi
hefur komið fram í þessu máli.
Alþingi var engin vorkun á því,
að skilja þetta mál eins og það
lá fyrir. Samtök um það, að ná
tökum og umráðum á stjórn lands-
ins knúði þingmennina til þess
að halda fram bersýnilegri fjar-
stæðu þvert ofan í öll rök og
gettar lögskýringar. þeir máttu
yirðingu við sannleikann, hjá
Dönum og öðrum þjóðum, sem
taka eftir löggjafarmálum íslend-
inga.
Úr því sem ráða var gat ekk-
ert betra komið fyrir, en það sem
orðið er. • Konungur vor á mikl-
ar þakkir skilið fyrir það af þjóð-
inni, að hann valdi þann veg,
jafnt nú og við fyrri samþykt
frumvarpsins frá þingsins hálfu,
að koma hreint og beint fram og
hafa ekkert á huldu í þessu mik-
ilvæga máli. Konungurinn hefur
með þvt, nú í annað sinn, stigið
það spor í áttina til samvinnu
Við þjóðina á íslandi, að mikil
von virðist geta verið til heilla-
vænlegra úrslita, þegar þeir, sem
nú standa á milli konungsvalds-
ins og þjóðarviljans íslenska, eru
ýmlst dottnir úr sögunni, eða hafa
fariíj heim og lært betur.
Á. hinn boginn hlýtur alla að
unclra, er þeir heyra því haldið
fracn í ríkisráðinu, að einhverjir
ein.stakir þingmenn skuli nú fara
á k onungsfund til þess, að skýra
það betur, sem ráðherra Sigurður
Eggerz hefur tekið svo tvimæia-
laufit fram á fundinum.
Káðh. hefur komið þar svo
drtmgilega fram og talað svo
hreint og beint, einnig á vora
hliit — að allir góðir íslendingar
mitnu fagna því.
Nú er því hreint borð milli
ísleniiinga og Dana í stjórnar-
skrármálinu — og þá er loks hægt
fyrir þjóðina að sjá huldulaust,
hva.r hún stendur í baráttunni um
„lancf^rjettindi vor frá elstu tím-
um“.
30. nóvember.
Á ríkisráðsfundí á Amalienborg
töluðu konungur og íslandsráð-
herra í gær eins og hér segir og
gjöra má kunnugt:
Stjórnarskrármálið.
------— TiIIaga íslandsráðherra
um staðfesting stjórnarskrárinnar
hefir tekið upp orðrétta ályktun
alþingis og endar svo á þessa leið:
Urn leið og eg held mér við
það, sem þannig er tekið fram í
þingsályktuninni, skal eg samkvæmt
því og með tilvísun til nefndrar
þingsályktunar leggja það til, að
stjórnarskráin verði staðfest.
Konungurinn talar þar næst á
þessa leið :
Eins og eg lýsti yfir í ríkisráði
20. okt. 1913, er það ásetning-
ur minn að staðfesta frumvarpið til
stjórnarskipunarlaga um breyting á
stjórnarskrá fyrir sérstök málefni
íslands 5. jan. 1874 og stjórnar-
skrá 3. okt, 1903, eftir að frum-
varpið er nú samþykt óbreytt af
alþingi, sem komið hefir saman eft-
ir kosningar 11. apríl 1914, eer-
andi ráð fyrir því, að fslandsráð-
herra leggi fyrir mig úrskurð þann,
sem var boðaöur á i áidum rikic
ráösfundi, um framburð íslenskra
laga og mikilsvarðandi stjórnarraö-
stafana í ríkisráðinu, og sömuleiöis
forsætisráðherrann hina boðuðu
allrahæstu auglýsing til Danmerkur
u.n það, sem eg lét í Ijósi þá í
hinu opna bréfi mínu til íslands.
Vegna þingsályktunar þeirrar, sem
íslandsráðherra hefir tekið upp í
hina allraþegnsamlegustu tillögu
sína, er það vilji minn, að láta í
ljósi það, sem hér segir:
Það, sem fór fram í ríkisráðinu
20. okt, 1913, getur ekki skilist
þannig, að framburður íslenskra
sérmála fyrir konung í ríkisráði
mínu sé með því lagt undir danskt
löggjafarvald eða dönsk stjórnar-
völd, en samkvæmt núgildandi
skipun um ríkisréttarlegt samband
milli Danmerkur og ídands getur
framburður íslenskra laga og mik-
ilsvarðandi stjórnarráðstafana ein-
ungis trygt að þau séu íslensk sérmál
og feli ckki í sér ákvæði sem snerta
hin sameiginlegu ríkismálefni. Hin
íslensku lög og mikilsvarðandi
stjórnarráðstafanir verða þess vegna
að halda áfram að berast fram í
ríkisráði mínu og á því getur cng-
in breyting orðið, nenia nieð lög-
festing annarar skipunar, sem á
sama hátt sem framburður í ríkis-
ráðinu tryggir að rætt verði, og að
úr vafa, sem kynni að koma fram,
veröi leyst, hvort heldur er frá einni
hlið eða annari um takmörkin milii
hinnar sameiginlegu og hinnar sér-
stöku íslensku löggjafar.
Ráðherra talaði á þessa leið : f
átyktun alþingis er því haldið
algerlega föstu að framburður ís-
lenskra niála fyrir konung sé ís-
lenskt sérmál, og ennfremur er því
haldið algerlega föstu að þetta sér-
mál skuli ekki háð öðrum ákvæð-
um en önnur íslensk sérmál. Af
þessu leiðir að auglýsing sú til
Danmerkur sem boðuð er í ríkis-
ráðinu 2o. okt. 1913 er ósameinan-
leg við það sem alþing heldnr
fram. Með því að auglýsingin
mundi leiða af sér að konungur
bindi vilja sinn við það að gerast
kynni eitthvað sem íslensk iöggjöf
og sijórn væri ekki einráð um, og að
konungi stæði því ekki frjáist fyrir
um breytingar á ákvörðunum, sem
kynnu að verða lagðar til frá ís-
lendinga hálfu. Eg get ekki við-
urkent, að sambandið milii Dan-
merkur og fslands, hvort sem litið
er á þess sögulegu, réttarlegu eða
eðlilegu myndun, sé þannig, að
nauðsynlegur sé vegna þess fram-
burður íslenskra sérmála í víkisráð-
inu, eins og eg heldur ekk' get
viðurkent, að spurningin um sér-
málaframburðinn í ríkisráðinu eða
utau þess eigi að ieysast eftir öðru
sjónarmiði en því íslenska. En út
frá þessari grundvallarskoöun hafa
menn ekki haft neitt á móti þvi, að
verða við óskum Yðar Hátignar um
málaframburðinn í ríkisráðinu, og
eg mundi þessvegna á þeim grund-
velli vcra reiðubúinn til þess að
koma fram með tillögu fyrir Yðar
Hátign samkvæmt því. En með því
að eg verð að halda fast við af-
stöðu fslendinga, sem kemur fram
í ályktun alþingis, að framburður ís-
lenskra mála fyrir konungi sé íslenskt
sérmál, sem ákvarðað er um og bre_,ú
' verður einungis cftir peirn regium,
sem giida um nm íslensku sérn, -xet
eg ekki, svo þui.jil sem mér feliur
það, lagt til Yðar konunglegu stað-
festing á stjórnarskránni, án þess að
það komi berlega og skýrt í Ijós,
að íslandi varðveitist hinn gamli
réttur þess. Eg hefi viljað taka
þetta fram fyrir Yðar Hátign svo
greinilega sem unt var, með þvíað
eg er þeirrar skoðunar, að djúp
samúð milli konungsins og ísfensku
þjóðarinnar verði að byggjast á ský-
lausum grundvelli.
Konungurinn taiaði svo : Þar
sem íslandsráðherra ekki vildi leggja
til staðfesting stjórnarskrárfrum-
varpsins, að athuguðum fyrirliggj-
andi ástæðum, og lýsir því yfir að
þær séu ósameinanlegar við vilja
alþingi* verð ég að taka fram það
sem nú skal greina:
í opna bréfinu 20. okt. 1913,
þar sem stofnað var til nýrra kosn-
inga til alþingis gjörði jeg kunn-
ugt, á hverju bygðist vænfónleg
staðfesting mín á hinu nýa stjórnar-
skrárfrumvarpi. Samtímis var að
tilhlutun fslandsráðherra opinberlega
birt yfirlysing mín í rikisráðinu, þar
sem eg eftir ráði minna dönsku
ráðgjafa gjörði kunnugt, að það væri
ætlun mín að auglýsa í Danmörk
það, sem eg hafði tekið fram í
mínu opna bréfi til íslendinga —
að eg mundi ekki breyta ákvörð-
un minni um það, að hin ísiensku
sérmál berist fram fyrir mig í rik-
isráðinu, nema að ný skipun kynni
að verða gerð um ríkisréttarlegt
samband Danmerkur og íslands.
Alþingi var þannig, þegar það end-
urtók samþykki sitt á stjórnarskrár-
frumvarpinu, fullkomlega vitandi um
þessar ástæður, og ef það óskaði
ekki að stjórnarskipunin fengi fram-
gang með þessum skiiorðum hefði
það átt að leita fyrir um, hvernig
koma ætti sér saman um ástaeður
frumvarpsins. Eg get þess vegna
ekki álitið það alveg víst, að afstaða
alþingis geti eins og ráðherrann
lýsir henni verið þannig endilega
ákvörðuð, og vil því skjóta því til
hans, að gera þingmönnunum kunn-
ugar yfirlýsingar mínar hér f dag
og leita skýrari vissu um það, hvort
það er svo, að alþingið óski ekki
stjórnarskrárinnar með þeim skil-
orðum, sem eg hefi sett fram og
verð framvegis að halda fast við.
Ráðherra talaði svo:
Þegar litið er til þess hvernig
alþingið verður að starfa á þeim
stutta vinnutíma sem það hefir,
varð ekki búist við þvf að hið ný-
kosna þing 1914, gæti, eftir að
hafa fyrst rætt og gert út um sína
eigin afstöðu til þeirrar spurningar
sem hér liggur fyrir — fengið tíma
til þess áður en þingi var slitið,
að leitast fyrir um það að kom-
ð yrði sér saman um þær á-
stæður, sem Yðar Hátign nefndi
En á hinn bóginn gat eg ekki, er
eg átti tal við Yðar Hátign á sumr-
inu sem leið, látið uppi orðrétta
ályktun alþingis. Eg hlýl einnig
að álíta, að alþingið með þvf að
láta í Ijósi fyrir Yðar Hátign áður
en staðfesting stjórnarskrárinnar fer
fram — skoðun sína, borna fram
af hinum íslenska ráðherra, sem ber
ábyrgð fyrir þinginu — hafi svo
rækilega sem unt var, komið óskum
sínum á framfæri. Eg er í engum
vafa um það, að sá skilningur tnintt
á þingsályktuninni, sem eg hef
skýrt frá gefur rétta hug.r.ynd um
hina ákveðnu afstöðu
rcáisins og eg styð n $ ( ' .
f' 'ú svo mjf g við ir .
arihn'ar, heitíur víó ske_., tet..
ið hafa, r ,D;r esr ivaldi í Kaup-
•*.-..iiahöfn, ii.illi mín og þeirra
þingmanna, sem standa fremst, eftif
að eg hafði átt samtal við Yðaf
Hátign um þetta mál • — Þótt eg
mundi ekki láta hjá Ifða að far*
eftir því, sem Yðar Hátign skaut ffl
mín, ef jég hefði minstu von um
að geta með því unnið að því, aö
; leyst yrði úr þessu máli, álít jeg
eftir að Yðar Hátign hefir tekið
fram skilorðin fyrir staðfestingu, og
samkvæmt þvf,sem eg hefi tekið fram,
að eg geti ekki annað gert, held-
ur en að taka tillögu mína til baka,
Eg vil þó áður lýsa þvf yfir fyrir
Yðar Hátign, að eg álít það mál,
sem hér liggur fyrir svo mikilvægt,
að ef stjórnarskránni verður synjað
staðfestingar á grundvelli þingsálykt-
unarinnar, þá verð eg að tilkynna Yð-
ar Hátign beiðni mína um lausn, sem
eg vildi þó ekki koma fram með
fyrir fult og alt fyr en mér veitist
færi á að bera fram fyrir Yðar Há»
tign þau mál frá seinasta alþingi,
sem hafa ekki enn þá verið útkljáð.
Konungur talaði svo: Vegna þess
hvernig þessu máli er komið nú
eftir yfirlýsingar ráðherrans verð eg
að óska þess að ræða við íslenska
stjórnnálamenn af ýmsum flokkum
möguleika þess að ieysa úr hinum um
fyrirli ggjandi ágreiningi viðvíkjandi
ríkisráðinu svo að stjórnarskrármálið
komist fram*.
Ráðherra talaði svo; Uf ’dð og
eg held fast við mínar fyrri yfi.lýs-
ingar leyfi eg mér að tr.ka aftur
tillögu mína um staðfesting stjó' .
arskárinnar, og í sambandi viðþaft
tillöguna um úígáfu á aílra hæstun
úrskurði, um íramburð íslenskra sé
mála fyrir konungi og sömuleiðis ' .n
lögin til breyfíngar » .<ðst* an>
íslands, frá 30. ok.. 1903.
Niðurl. í næsta blaði.
Ford-bifrelðar eru ódýr-
ar. Allar upplýsingar gefur
Sveinn OddsspQ.