Dagur - 29.01.1999, Blaðsíða 1
I
JóhíLnn Hauksson erskríf-
stofublók á daginn hjá Lög-
reglustjóraembættinu en
undanfamar vikur hefur
hannfengið að vera leikarí á
kvöldin...
Áhugaleikfélagið Hugleikur er orðin föst
stærð í leiklistarlífi borgarinnar og hefur
ekki síst vakið athygli fyrir að setja ævin-
lega á svið frumsamin íslensk verk. Er nú
svo komið að félagið verður 15 ára í vor og
telur um 100 félaga. Og nú Iíður að frum-
sýningu. Á morgun kl. 20.30 verður nýtt
leikrit Árna Hjartarsonar, Nóbelsdraum-
ar, frumsýnt. Helstu hlutverk eru í hönd-
um Jóhanns Davíðs Snorrasonar póst-
manns sem leikur leikskáld, Berglindar
Steinsdóttur kennara sem leikur leik-
stjóra, Arnar Hrólfssonar sem starfar hjá
Islenskri erfðagreiningu og leikur leikhús-
stjóra. Þá er ótalinn Jóhann Hauksson
lögfræðingur, sem hefur starfað með Hug-
leik í tæpt ár og víð spjölluðum við.
- Hvers vegna fór lögfræðingurinn að
taka þátt t starfi Hugleiks?
„Ja, við Hrefna Friðriksdóttir (nú for-
maður Hugleiks) vorum saman í laga-
deildinni á sínum tíma. Við hittumst í
gleðskap í febrúar í fyrra og þá barst leik-
list í tal. Eg hafði eitthvað verið í leiklist,
var með Leikfélagi Rangæinga þegar ég
var fulltrúi sýslumanns á Hvolsvelli. Hún
spurði hvort hún mætti hringja ef vantaði,
það væri alltaf erfiðara að fá karlmenn..."
Nokkrum vikum síðar hringdi Hrefna
enda Jóhann ekki alger nýgræðingur í
áhugaleiklistinni, hafði leikið á Hvolsvelli
bæði atómskáldið í Deleríum Búbónis og
Jónatan ræningja í Kardimommubænum.
Hann segist þó ekki hafa verið haldinn
Ieiklistardraumum áður en hann fór í lög-
fræðina. „Nei, alls ekki. Reyndar lærði ég
múrverk fyrst. Eg var aðeins í leildist í
skóla í æsku - en maður sér nú svona
löngu síðar að ef til vill hefði maður frek-
ar átt að fara i þetta...,“ segir hann og
brosir út í annað.
Fyrirmyndaxgæðastjómim
Múrarinn Jóhann var rétt að verða þrítug-
Jóhanni þótti ekkert erfitt við að svissa á milli lögfræðingsins og hlutverksins. „Þetta er bara svo gaman! Kannski einhver sýniþörf. Svo er mjög gott
að vinna með Sigrúnu [Valbergsdóttur leikstjóra] og henni tekst að laða þetta fram í manni. Hún rífur ekkert niður, segir: „þetta var fínt... en próf-
aðu að gera þetta svona..." mynd: pjetur
ur þegar hann fór í lögfræðina og hefur
síðustu árin unnið hjá Lögreglustjóraemb-
ættinu. „Eg tilheyrði nú lengi fíkniefna-
deildinni en er nú í umferðarmálum. Eg
er að sekta þig ef þú ert ekki með ökuskír-
teini á þér og aðra svoleiðis stórglæpi,"
segir Jóhann og hlær léttkaldhæðnislega.
„Annars erum við að fylgja eftir sektum
sem ekki eru greiddar og slíkum málum.“
- Nýtist reynslan iír fíknó og umferðar-
sektunum þér í leikritinu?
„Ja, ég leik nú leikara, þannig að störf
mín skila sér ekki beinlínis í þessu hlut-
verki. En ég held aftur á móti að reynslan
úr leikfélaginu skili sér frekar yfír í vinn-
una. Maður er nú oft að heyra eitthvað
um mikilvægi gæðastjórnunar og mér
finnst að leikstjóri sem er að vinna svona
með áhugaleikurum og nær öllu því besta
út úr þeim - sé gæðastjórnun eins og hún
getur gerst best.“
Tekur atviunuleikhúsm
ábeinið
Leikritið Nóbelsdraumar gerist í leikhúsi
sem hefur verið í nokkurri lægð og segir
frá átökum milli rótgróinna leikara, um-
deilds leikskálds og kraftmikils leikhús-
stjóra sem hyggst koma leikhúsinu á kort-
ið á ný. Jóhann leikur annan aðalleikar-
ann í leikritinu, einn af þessum rótgrónu,
en hann segist ekki hafa fundið sér fyrir-
mynd úr atvinnuleikhúsheiminum að per-
sónu sinni. „Ekki öðruvísi en sem ein-
hverja heild, þetta er gamall virtur leikari
sem telur sig vigta eitthvað og geta stapp-
að niður fæti, er samt venjulegur inn við
beinið. Afbrýðisamur, skapheitur og getur
orðið hundfúll."
„Það má segja þetta séu farsakennd átök
milli nýráðins leikhússtjóra sem ætlar að
rífa leikhúsið upp og rótgróinna leikara
sem vilja ekki sjá neinar helvítis breyting-
ar. Svo eru aftur aðrir yngri leikarar þarna
sem skilja hvorki upp né niður í þessu og
eru til í allt. Leikskáldið á sér líka fortíð í
þessu leikhúsi og afbrýði og gömul úlfúð
riljast upp.“
- Þannig að þetta er áhugaleikfélagið að
taka atvinnuleikhúsin á heinið?
„Já, það má kannski segja það...“ LÓA