Vísbending


Vísbending - 06.02.1998, Blaðsíða 1

Vísbending - 06.02.1998, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál ó.febrúar 1998 5. tölublað 16. árgangur Opinberir starfsmenn undir smásjá Alltaf öðru hvoru berast hneyksl- isfréttir um að opinberir starfs- menn ýmissa landa hafa gerst sekir um hegðun sem telst vera brotleg við lög eða ósæmileg. Hvorl það er af- leiðing af breyttu gildismati, auknu að- haldi eða eftirliti er ekki gott að segja en svo virðist sem slíkar fréttir séu meira áberandi nú en á árum áður. Að vonunt veldur þetta áhyggjum og því hefur verið leitað ýmissa leiða til að greina vanda- málið og finna lausnir. I mörgum löndum eru til lög eða reglur um opinbera starfs- menn. Opinberunt starfsmönnum er að sjálfsögðu bannað að taka þátt í ólögleg- um athöfnum og oftast varðar það em- bættismissi. Sums staðar er opinberum starfsmönnum meinuð þátttaka í umræð- um um stjórnmál. Þátttaka í stjórnmála- ilokkum er t.d. bönnuð á Irlandi, í Dan- mörku verða þeir að láta af embætti séu þeir kosnir á þing og í Kanada geta þeir fengið leyfi frá störfum ef þeir eru kosnir á þing. Misjafnt er eftir löndum hvort opinberunt starfsmönnum er leyfilegt að gera opinberar athugasemdir við frarn- kværnd kosninga. I Astralíu, á Irlandi, í Japan, Mexíkó, Tyrklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum er opinberum starfs- mönnum ekki heimilt að gera athuga- semdir við framkvæmd kosninga en í flestum öðrum Iöndunt innan OECD er þeirn það heimilt, slund- um þó að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Upplýsingaskylda Misjafnt er eftir löndunt hvort opin- berum starfsmönnum ber sky lda til að upplýsa um eignir, eignarhald í fyrir- tækjum eða tengsl við fyrirtæki. Einnig er misjafnt hvaða reglur gilda um gjafir og hlunnindi sem boðin eru. Tafla 1 á blaðsíðu 2 sýnir samanburð á reglum í nokkrum löndum innan OECD. Athygl- isvert er hve frjálslyndir við íslendingar erum varðandi reglur um gjal'ir til em- bættismanna og helgast það væntanlega af því að ekki hafa kornið upp mál þar sem embættismenn eru ásakaðir um mútuþægni. Fámenni og nálægð eykur einnig líkur á því að upp um slíkt kæmist ogþað kann að letjamenn til slíkra verka. Nýleg dæmi Hér á landi hafa verið líflegar umræð- ur um greiðslu ferðakostnaðar al- þingismanna vegna ferðar til Brussel. Til stóð að hin „nýfrjálsu“ ríkisfyrirtæki Landssíminn og Islandspóstur rnyndu greiða ferðakostnaðinn en eftir mikinn atgang í fjölmiðlum ákvað samgönguráðuneytið að greiða hann. Það er þó athyglisvert að ekki varð mikil umræða um að það gæti verið óeðlilegtað ráðuneytið g r e i d d i f e r ð a - kostnað fylgjast grannt með flestum ákvörðunum, löggjafavaldið er stöðugt að setja ný lög og reglur, sífellt er reynt að skera niður útgjöld, ríkisfyrirtæki eru einkavædd og krafan urn „þjónustu“eykststöðugt. Eftir- litsaðilum fjölgar einnig og verksvið þeirra er í sífelldri endurskoðun. Meðal þeirra sem hafa verið áberandi upp á síð- kastið eru ríkisendurskoðun, samkeppn- isstofnun, umboðsmaður Alþingis, banka- eftirlit og tryggingaeftirlit. Úrbætur Sumar breytingar hafa þó létt þrýstingi af ríkisstarfsmönnum, t.d. er nú skyll að bjóða út öll verk sem eru yfir ákveðinni fjárhæð. Aukið sjálfstæði ríkisstofnana færir ákvarðanatöku til þeirra stjórnenda sem næstir eru þeim verkefnunt sem unnið er að á hverjunt tíma. Slíkt getur skapað ný vandamál en kostirnir virðast þó vera fleiri en gallarnir. Launakerfi rík- isstarfsmanna hcfur verið í endur- skoðun og mun væntanlega gera jrr'f ; yfirmönnum hægara um vik við að ** umbuna þeim sem vel standa sig þótt auðvitað sé hægt að misnota það MSjj’ eins og llest. Eftirlitsstofnanirnar sem t * áður eru nefndar auka einnig öryggi starfsmanna sé sjálfstæði þeirra óumdeilt. Siðareglur v e g n a ferðaalþing- tsmanna en það er senni- lega rnerki um það hversu stutt á veg um- ræðan um aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds er komin. Dæmi frá Bretlandi þekkja flestir. Auð- jöfur greiddi tveimur þingmönnum fyrir að bera frant á þingi fyrirspurnir sem kontu sér illa fyrir ríkisstjórnina. Þetta varð til þess að skipuð var rannsóknar- nefnd og eftir þetta voru gerðar breytingar á lögum. Aukinn þrýstingur Það fer ekki framhjá neinum að starfs- umhverfi opinberra starfsmanna hef- ur gjörbreyst á síðustu árum. Fjölmiðlar Ein af þeim leiðum sem sum ríki hafa farið er að hafa siðareglur fyrir opin- bera starfsmenn. Þar með eru settar á blað þær óskráðu reglur sent unnið hefur verið eftir. Helsti kosturinn við þessa aðferð er að þá eru reglurnar öllunt ljósar. Einnig kemur þá upp á yfirborðið ýmis misskiln- ingur sem hefur verið eða getur hafa verið útbreiddurinnan stofnunar. Siðareglurnar gera þá kröfu til þeirra sem þær setja að þær séu endurskoðaðar reglulega og end- urspegli þá gildismat samfélagsins á hverjum tíma. Siðareglur ættu að leggja meginlínurnar og hafa ætti nokkur skýr- ingardæmi með til þess að menn álti sig á þvi hvernig reglurnar eru hugsaðar í framkvæmd. Framhald á síðu 2 og 4 1 Misjafnt er eftir löndum hvernig kröfur eru gerðar til opinberra starfsmanna. OECD hefur gert rann- 2 sóknir á þessu sviði og er hér tæpt á nokkrum atrið- um. Spilling er víða vanda mál en umfangið er óljóst. 3 ÞorvaldurGylfasontelurað ekki þurfi að óttast krepp- una í Asíu þegar litið er til lengri tíma. 4 Framhald á grein um opin- bera starfsmenn og grein Þorvaldar um ástand og horfur í Asíu. I

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað: 5. tölublað (06.02.1998)
https://timarit.is/issue/231704

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Opinberir starfsmenn undir smásjá.
https://timarit.is/gegnir/991006439549706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. tölublað (06.02.1998)

Aðgerðir: