Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1925, Blaðsíða 1
LESÐÓK
MORGUNBLAÐSINS.
Trj^ggvi Garðarsson var á gangi
út Melana fyrir sunnan Reykja-
vík, fagra, kalda vetrarnótt. Hann
var á seytjánda ári og sat í þriðja
bekk Mentaskólans.
Að baki hans lá bærinn í hljóð-
nm svefni, en framundan drifhvít
fannbreiða yfir jörðinni. Norður-
ljósin flóðu um dimman, alstirnd-
an himininn, iðuðu og bugðuðust í
mjú'kum bylgjum, streymdu og
köstuðust og lognðu í tryltum,
þiigulum dansi. IJað var stillilogn,
hreint og napurt veður, en gnýr
i lofti eins og á undan stormi og
organdi brimyigjiihljóð niður við
Skerjaf jörð.
Tryggvi gekk bægt og ljet hríf-
ast af dýrð og hátíðleik nætur-
innar.
Augu hans urðu glaðvakandi,
stór og undrandi, öll skynjan hans
næm og frísk. Alt varð honum að
nautn, jafnvel frostsvalinn á kinn-
um hans .... og marrið í tárhrein-
um snjónum, þegar hann steig til
jarðar. Og þó var hrifning hans
blandin óljósri löngun eftir enn
sterkari áhrifum, enn dýpri lotn-
ingu. Hann nam öðru hvoru stað-
ar, lijelt niðri í sjer andanum,
hlustaði eftir gnýnum í loftinu,
horfði á eirðarlaus blossaköstin á
himninum.... Kraftar stæltust til
umbrota innra fyrir í sál hans, í
eftirvæntingu og fögnuði.... sem
smám saman urðu að heitri, sárri
þrá eftir fróun — eftir hugsun-
um, fögrum og djúpum........
Alt í einu brá hann augunum
óþolinmóðlega til jarðar og hrað-
aði göngunni.
Hvern myndi gruna hvar hann
nú væri staddur og í hvaða erind-
um hann hefði farið að heiman
svona seint!
A morgun átti hann í fyrsta
sinni á a*finni að halda ræðu. I’að
er að segja fyrir áheyrendum.
Hingað til hafði hann ekki talað
nema yfir stokkum og steinum,
e inhverstaðar langt fyrir utan
bæinn, eða uppi á fjöllum á sumr-
in, þegar hann var í sveitinni.
í dag eftir tíma liafði hann
komið að máli við sögukennara
sinn.
— A morgun eigum við að hafa
kaflann um *frelsisstríð Grikkja,
sagði hann.f bókinni er minst á það
að Byron hafi tekið þátt í stríð-
inu — en hver er þessi Byronf
— Vitið þjer það ekki? spurði
konnarinn.
— Jú — jeg er nýbúinn að lesa
bók um liann. Jeg meinti — ætli
flestir í bekknum viti ekki lítið
um Byron?
— pað þykir mjer líklegt.
Kannske þjer viljið segja okkur
eitthvað um hann á morgun?
— Það er einmitt það sem mig
langaði til, sagði Tryggvi og herti
upp hugann. Mætti jeg ekki halda
stutta ræðu um Byron í tímanum
a morgun?
— Velkomið — ágætt! Þjer fá-
ið 15 mínútnr og flytjið dálítinn
fyrirlSstur um hann, sagði kenn-
arinn og rjetti honum glaðlega
hendina.
pessar elskulegu undirtektir
stigu Tryggva til hiifuðs eins og
örvandi vín. Hann gekk heimleiðia
í sjöunda himni, stikaði stórum
og ýtti sjer áfram ineð stafnum,
horfði á húsin og mennina með
logandi augum undir hleyptum
brúnum. Allir sem mættu honum
hlutu að hugsa sem svo: Þarna