Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1925, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1925, Blaðsíða 3
25. okt. 1925. hann, það var Samúel ljósmynd- ari, alræmdur drabbari. Andlitið skvapfeitt, þrútið og slæpt, augun svefnug og starandi. — pað er stelpugálan, sem bann Gísli rakari býr með, bún er að eiga barn, sagði Samúel með háðskulegu kaldranaglotti, bikst- aði og flutti sig nær Tryggva — Ætli Gísli sje þá keima spurði hann. — Gísli? Nei, bann er inni í Skuggahverfi að spila, svaraði Samúel kæruleysislega. — Það verður að sækja bannr — Gerð þú það þá, svaraði Sam- úel, jeg er syfjaður. Hann geisp- aði lengi og ámátlega, eins og til þess að færa sönnur á orð sín, tók riðu aítur á bak, en kom þó fót- unum fyrir sig. •— Hvar er Gísla að finna?, sagði Tryggvi börkulega. — Ertu nokkuð að skæla þig .... pottormur, sagði Samúel og ygldi sig framan í hann af öllum mætti. Svo leit hann upp í glugg- ann, tók í nefið, virtist íbuga málið. — Það er nú reyndar ekki illa til fallið, að bann sje viðstaddurvið fæðingu eríingjans, sagði bann og glotti aftur illkvitnislega. Svo hann fari ekki á mis við neitt ;af .... hvað heitir það nú aftur ..... föðurgleðinni, á jeg við. — Kannske við löbbum þangað báðir, það er vinnandi vegur ef maður befir einhvern að kjafta við. Samúel greip um arminn á Tryggva og þeir lögðu af stað. — Talaðu við mig strákur, láttu eins og guð hafi gefið þjer málið, sagði Samúel. Og einhverja vit- glóru. Eða skilurðu ekkert í því, : sem fram fer í kringum þig? — ; Sjerðu ekki hve lífið fer hrylli- lega með mennina, hvernig það níðist á þeim.... Hann virtist hressast og gerðist * dapur á svip og hugsandi. — Gísli .... ungur laglegui1 strákur, tröll að burðum, svaka- menni og drykkjusvín. Ung stúlka kemur til bæjarins, bústin og hraustleg úr sveitinni, eins og sköpuð handa stórum manni. Hann gerir alt til að reyna að vinna hana.Gengur meira að segja í bindindi, í tvo mánuði, held jeg. Hún gefur upp vörnina. Tíminn LESBOK MORGUNBLAÐSINS líður. Eylgistu með í þessu? Jæja, liann segir henni að hann sje orð- inn leiður á henni, hún segir hon- um að hún sje vanfær. Auðvitað — það hefði jeg getað sagt fyrir. Tvær sterkar manneskjur, sem búa saman — hvernig gat það öðru vísi farið? Hversu margan góðan dreng hefir það ekki hent, að þunga konu, sem hánn vissi varla hvað hjet — bara í einhverju fikti... Það má heita hunda- hepni, ef Gísli sleppur með minna en tvíbura! Fari það alt saman norður og niður. Maður á að sneiða sig hjá konum, drekka drekka, þegar manni leiðist, stunduin afar-afarmikið.... Þetta er mín.... mín lífsskoðun, á jeg við. Konur eru altaf til einhverr- ar bölvunar.... Þegar Gísli heyrði að stelpan ætlaði að kenna honum krakka, — nú, þá fór honum náttúrlega að þykja nóg komið. Hann var búinn að fá auga stað á annari, litlu stelpukvikindi, sem spriklar öll af ljettúð — ótta- legu glenniverki. Hann reyndi svo að losna við barnsmóður sína til- vonandi — með góðu og illu — fá hana til þess að fara úr bænum, heim til foreldra sinna — eitthvað burtu. En hún hótaði að kasta sjer í sjóinn, ef hann flæmdi hana frá sjer. — Pykir henni þá enn vænt um hannt, spurði Tryggvi. — Þú spyrð eins og barn, svar- aði Samúel, og aftur brá fyrir dap urleik í svip hans. Kvenmanni þykir altaf vænt um þann sem htfir tælt hana og síðan reynst henni illa. 1 fyrra þegar Gísli lá í lungnabólgunni stundaði hún liann dag og nótt. Eins og hún væri móðir hans. Jeg neita því ekki, að það geti stundum komið sjer vel, að einhverjum þyki vænt um mann. En annars er þetta höf- uðgalli kvenfólksins, að altaf þurfa þær að fá ást á manni. Það er svo erfitt að losna við þær. Við viljum líkama þeirra — sál síua geta þær sjálfar átt. Það fór hrollur um Tryggva, hann fyltist heiptúðugri löngun t.il þess að andmæla honum, helia sjer yfir hann, en stilti sig. peir komu að ólánlegum göml- um timburkumbalda. Á neðri hæð- inni var ljós í einu herberginu og ækt og vonskulegt háreysti barst út í næturkyrðinni. — Hjerna sitja þeir nú, karl minn, sagði Samúel, vínsmyglarar og áflogahundar og norskir sjó- arar, alskonar óknytta- og rusl- aralýður. Hata hvor annan með augunuiu og berja í borðið svo alt leikur á reiðiskjálfi. — Er ekki rjettara að fara gæti- lega í sakirnar, sagði Tryggvi, kalla Gísla á eintal. Samúel ansaði ekki, en staul- aðist upp tröppurnar á húsinu. Meðan hann var inni kom ung- ur, grannvaxinn maður út, slettist niður tröppurnar, æddi fram á göt una með frakkann flakandi frá sjer og reiddi stafinn þegar hann kom auga á Tryggva. — Er þetta maður eða púki, sagði hann og barði í kringum sig, burt, burt! Ilann hentist áfram í löngum skrefum og hneig við hvert fót- mál, bölvandi og ragnandi og viti sínu fjær. Eftir skamma stund kom Sam- úel aftur út og lagði af stað nið- ur götuna án þess að yrða á Tryggva. — Var hann þar ekki?, spurði Tryggvi og slóst í för með honum. — Jú — víst var hann þar, svaraði Samúel önuglega og geisp- aði lengi. Hann gat ekki komið —• það var svo mikið í borði. — Og þetta svar ljetuð þjer yður nægja? — Þetta er alt þjer að kenna, strákhvolpur, svaraði Samúel þvöglulega. Hann gat nú varla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.