Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1925, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1925, Blaðsíða 5
25. okt. 1925. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5 h BESTU PAPPÍRSVÖRURNAR 4 Fjölritunarpappír (dnplicator) í folio og 4 to Þerri- pappír, akorinn niöor ókeypis, eftir ÓBkum. Karton, límpappír, kápupappír, prentpappír, skrifpapp- ir, ritvjelapappir, alt i mörgnm litnm. Nafnspjöld, ýmsar stærðir. Umslög, stórt úrval. Faktúru- reikn- ingseyöublöö, þverstriknð og óþverstriknð selur ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F. - SÍMI 48. Tíðarandinn og búningur kvenna. Er sambúð karla og kvenna að breytast? Eru konur að ganga af göflunum? Er alt það sem kven- legt er, eða kallað liefir veri'ó kvenlegt að hverfa úr heiminum? Hvar eru fljettur og lokkar? Er alt að verða öfugt og vitlaust, á þessum „snoðkolla“-tímum. Kven- fólkið sem áður var alklætt og dúðað í föt, er með ári hverju að verða meira bert og nakið. I þessum dúr tala þeir, sem hugsa til hinna ,gömlu góðu daga.‘ En kvenfólkið í „hinum asfalt- eraða heimi“ getur ekki hagað klæðaburði sínum og framferði eftir því, sem gamla fólkinu lík- ar. Kvenfólkið er fyrir þá, sem uhgir eru og uppvaxandi. Sumir halda því fram, að hinir ungu og uppvaxandi heiinsborg- arar sjeu ekki eins „upp á kven- höndina“ nú á dögum, og þeir voru fyrrum. Á þessari skoðun er enski þing- maðurinn, Arthur Ponsonby, sem nýlega hefir skrifað grein um klæðnað kvenna í „The Empire Review." Hann lítur svo á, að þegar hreysti og karlmenska et á háu stigi, og hugur karla því mikill til kvenna, þá hjúfra konur sig I mikil klæði og forðast að æsa karlmenn til nokkurrar árvekni eða atlota. En þegar deyfð sje yfir karlmensku manna, þá reyni kvenþjóðin með ýmsu móti að vekja á sjer eftirtekt, meðal ann- ars með því, að hafa fatnað sem mest af skornum skamti. Máli sínu til sönnunar farast Ponsonby orð á þessa leið: I byrjun 19. aldar voru karl- menn injög skeggjaðir, og gengu þannig í augun á kvenþjóðinni. pá voru karlmenn svo hneigðir til kvenna, að ekki var einhlýtt fjrrir konur að vera dúðaðar, held- ur urðu þær að girða sig í búri „krínólínanna* ‘. Ef aðeins öklinn kom í ljós, roðnuðu konur upp í hársrætur, en karlmenn sem sáu öklann kom- ust á mikla hreyfingu. Konur urðu að neyta allra bragða til þess að forðast karlmennina. En þessi flótti kvenna varð til þess, að karlmenn sóttust ennþá meira en el)a eftir návist kvennanna. Allur þessi eltingaleikur álítur lir. Ponsonby, að verið hafi mann- fólkinu til góðs. Karlmenn urðu umhyggjusamir feður barna sinna ög konur ræktu skyldur sínar vel. Barnaviðkoman varð mikil. Fólk- inu fjölgaði. Þá umgengust karlmenn kon- urnar eins og þær væru viðkvæm blóm, sem vart mætti anda á, — enda líka voru konur í þá daga leiknar í því að láta líða yfir sig hve lítið sem tilefnið var. Rómverjarnir sem rændu kon- um Sabinera í fornöld, voru menn skeggjaðir. Á dögum Catos, voru menn farnir að raka sig meira. Cato var mjög argur yfir þessuin skegglausu ,sælgætisa“tum‘ þeirra tíina. Kvenfólkið hafði mietur á skegginu. Og svo var það lengi vel. En nú er öldin önnur. Nú er öld kvenfólksins. Þó konur hefðu mikið frjáls- ræði á undan ófriðnum mikla, óx það um allan helming á ófriðar- árunum. Og áður en varir komu konur fram á sjónarsviðið, sem búnar voru að varpa frá sjer <»11- um kvenlegum venjum og sem tóku á sig alt látbragð ógiftra karlmanna. Samtímis tor kven- þjóðin að draga úr fatnaði sínuin — karlmönnum til augnagamaiis. En viti menn. Það gaman varð skammvint. Æskumennirnir kærðu sig ekki að vinna hylli kvenna á þann hátt. „Þegar við ekkert er að stríða — er ekki sigur neinn að fá“, segir máltækið. Og hinir aðgerðalausu æskumenn — sem við ekkert höfðu að stríða • urðu kvenlegir í framkomu, en kven- þjóðin lijelt áfram á sömu braut, afklæddist meira og meira, tók upp snoðkoll, reykti og ljet á sjer bera á allan hátt. Alt þetta dularfulla og angan- mjúka, eftirsóknarverða kvenlega hvarf úr fari kvenna — og karl- menn urðu „sælgætisætur“ eins og Cato talar um. „Sælgætisæt- urnar“ og hið ljettklædda kven- fólk sló pjönkunum saman og urðu kunningjar og vinir með öðrum hætti en áður tíðkaðist. Þegar Júlíus Cæsar kom til Kleópötru sællar minningar, gekk Kleópatra til móts við keisarann eins lítið klædd og framast var unt. En Cæsari fjell allur ketill í eld fyrst í stað, er hann sá konuna. En Kleopatra lærði af því. Síðar er hún ætlaði sjer að ná tökum á karlmönnum var hún mikið klædd. Þannig kom hún fram fyrir augu Antoníusar, ey hún heillaði hann, svo hann skeytti eigi um keisara- dæmi sitt. Nútíma kvenþjóðin virðist eigi hafa lært það, sem Kleópatra komst skjótt að raun um í þessu efni. Kjólarnir styttast, ermar hverfa, hálsmálið sígur — hver veit hvert. A öldinni sem leið ið- uðu karlmennirnir í skinninu er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.