Ísafold - 01.12.1906, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.12.1906, Blaðsíða 1
Kemur út ýniiat eino sinni efia ■tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða ll/9 doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (s&rifjeg) bnnd'n » tf iramót, ógi)d nema kovtiw sé til útgefanda fyrir 1. oksúber og kanp- andi sknldlaus viO blaOið. Afgreiftsla Auntur»trmti S II XXXIII. árg. Heykjavík laugardaginn 1. deseinber 1906 79. tölublað Augnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—8 i spital ^orngripasaín opió A mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2»/* og 0»/a—7. 'K. F. U. M. Lestrar- og skritstofa frá 8 Ard. til Yerzlunin Edinborg, Reykjavik f>á er nú fyrsti vinningurinn farinn af þeim, sem fylgja Excelsior-kaffinu; hann íenti á Café Uppsölum. Reykjayíkur Biograftheater i0 siOd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 >/s siod. liandakotskirkja. Ouðsþj.St'þ og 6 á helgidögum. i,andakotsspitali f. sjvikravitj. 10‘/«—12 og 4—6. í,andsbankinn 10‘/s—2‘/s. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—B og 6—8. fiandsskjalasafnið á þrd., fmd. og Id. 12—i. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugnpasafn á sd. 2—3. Tannlækning ók. 1 Pósthússtr. 14, l.ogS.md. 11—1 Frá 1.—8. des. verður sýnt: Drautnur lögregluþjónsins Indíana árás Unnustubréfið Töfrapipan Cake Walk (kökudans) K ven n a veiðarin n Slökkviliðsæflng í Rvík 1906 Liardpóstar nv3:l2 a7:l2 nval4:12. Póstskip vf2:12t 5:12 t 6 12 •vf 8:12 11:12 12:12 17:12. Aldini og ágætir ávextir nýkomnir með gufuskipi til verzlunarinnar, svo sem epli, perur, bananer FajaflóaijÉtótaÉn BBUI fer upp í Borgarnes 3., 13. og 21. des. Suður í Keflavík m. m. fer hann 18. des. og margt fleira. Jólabazarinn verður opnaður svo fljótt sem unt er. Vörurnar, meiri og betri en nokkru sinni áður, komu með sama gufuskipinu. (sýnendur hafa sjálfir tekið þá inynd). Sýning á hverju kveldi kl. 9 og hljóðfærasláttur. Aðgöngumiðar seldir hálfum tima á undan hverri sýningu. Ávarp til íslendinga frá Heilsuhælisfélaginu, er stofnað var 13. nóv. 1906. Berklaveikin er orðin hœttulegastur .sjúkdómur hér d landi. I 'öðrum lönd- um deyr 7. hver maður af berklaveiki, en 3. hver maður þeirra, er deyja á aldr- inum 15—60 ára. Hér á landi er veik- in orðin, eða verður innan skamms á- líka algeng, ef ekkert er aðhafst. Hinn mikli manndauði og lanqvar- andi heilsumissir, sem berklaveikin veld ur, bakar þjóðfélaginu stórtjón. í Nor- ■egi er þetta tjón metið 28 miljónir kr. á ári; hér mun það, ef veikin er orðin jafnatgeng, nemá um 1 milljón króna á ári. Þar við bcetist öll sú óham- ingja, þjáningar, sorg og söknuður, sem þessi veilci balcar mönnum og ekki verð- ur metið til peningaverðs. Berklaveikin var áður talin ólœkn- andi, en ná vitum vér, að hún getur batnað og það til fulls, ef sjúklingarn- ir fá holla vist og rétta aðhjúlcrun i tima í þar til gerðum heilsuhœlum. Það hefir og komið i Ijós, að sjúklingar, sem dvalið hafa i heilsuhœlum, breiða manna bezt, út rétta þekkingu á vörn- um gegn útbreiðslu veikinnar, til stór- gagns fyrir land og lýð. í öðrum löndum hafa verið stofnuð allsherjarfélög til þess að sporna við berklaveikinni, og alstaðar hefir slíkur félagsskapur borið þann ávöxt, að veik- in hefir stórum þverrað. A Englandi hefir manndauði afvöldum beiklaveik- innar þverrað um helming á 30 árum. Vér erum nú einráðnir í því, að hefja baráttu liér á landi gegn berklaveik- inni, og skorum á alla Islendinga til fylgis, skorum á alla menn, unga og gamla,jafnt lcarla sem konur, að ganga í Heilsuhœlisfélagið. Berklaveikin er komin í öll héruð landsins. Hœttan vofir yfir öllum heim- ilum landsins. Þess vegna teljum vér ■vist, að hver maður, hríert heimili á landinu, muni vilja vinna að þvi, að útrýma þessu þjóðarmeini. Og Jiess vegna höfum vér sett árgjald félagsiús svo lágt, að allir, sem einhver efni hafa, geti unnið með. Félagsgjaldið er 2 kr. á ári, og vér vonum, að hver og einn ■skrifí sig fyrir svo mörgum félags- gjöldum, sem efni og ásfœður leyfa. í stað vanalegs félagsgjalds, eins eða fleiri, geta menn greitt œfigjald; það er minst 200 kr. Það er tilgangur Heilsuhœlisfélags- ins, að hefta för berklaveikinnar mann frá manni og veitaþeim hiálp, er veik- ina taka, einkum með því: — 1) að gera sem flestum kunnugt eðli berkla- sóttkveikjunnar og háttsemi berklaveik- innar, hvernig hún berst og hver ráð eru til að varna þvi; — 2) að koma upp hcilsuhœli, er veiti berklaveiku fólki holla vist og lœknishjálp með vœgurn kjörum, eða endurgjaldslaust, ef þess verður auðið og fátœlcir eiga i hlut. Reilsuhœli handa 40—50 sjúklingum mundi koma allri þjóðinni að stórum notum, en lcosta um 120 þúsund krón- ur, og ársútgjöld nema milli 30 og 40 Jjúsund krónum. Ef hver siúklingur borgaði með sér rúma 1 krónu á dag, og flestum mun hœrri borgun um megn, Jui yrði tekjuhallinn 16—18 þúsund kr. á ári. Nú vonum vér, að Heilsuhœlisf'élag - ið eignist að minsta kosti einn félaga 'í hverju heimili á landinu, en Jiá verða árstekjur þess um eða yfir 20 þúsund lcrónur og þá getur það rekið heilsu- hœli yfir 50 sjúklinga án nokkurs styrks úr landssjóði. Þá eru. og einn- ig líkur lil þess, að komandi þing mundi veita lán úr landssjóði eða landssjóðs- ábyrgð fyrir láni, til þess að koma hœl- inu upp Jjegar á næsta ári ; enda göng- um vér að því vísu, að þingið muni styðja Jjessa Jjjóðarstarfsemi með rif- legri hlutdeild í byggingárkostnaði hei Isuhælisins. Loks væntum vér þess, að heilsuhœlis- félaginu áskotnist gjafir frá öðrum fé- lögum, frá ýmsum stofnunum og ein- stökum mönnum. Reykjavik 24. nóv 1906. Yfirstjórn Heil*ubælisfélagsins Kl. Jónsson Bj'órn Jónsson landritari ritstjóri formaður félagsins. ritari félagsitis. Sighvatur Bjarnason bankastjóri féhirðir fél. Asgeir Sigurðsson Eirílcur Briem kaupmaður. prestaskólakennari. G. Björnsson Gudm. Guðmundsson landlæknir. fútækrafulltrúi. Guðm. Magnúss. Iíjörtur Hjartars. læknaskólakenjiari. trésmiður. M. Lund Mattías Þórðarson lyfsali ritstjóri. Ólafur ólafsson frikirkjuprestur Ayarp til islenzkra kvenna. Eins og mönnum mun vera kunnugt af blöðunum tók kvenfélagið Hringurinn i Reykjavik sér fyrir verkefni á fundi 31. október 1905 að safna fé til þess að styrkja berklaveika fátæklinga til að fá læknis- bjálp, komast á spítala eða fá aðra nauð- synlega hjálp. Á fundinum var samþykt að senda áskorun til kvenna út um land, um að taka höndum saman við Hringinn og stofna sams konar félagsskap hvarvetna nm landið til hjálpav jfátækum berklasjúkl- ingingum. Æskilegast var talið, að stofnað væri félag i hverri sveit, sem hjálpaði sinum sveitungum. Fyrirkomulag þessara félaga gæti verið mismunandi eftir ástæðum og óskum man.ia. Æskilegt væri, að öll þau félög, sem þannig kunna að komast á stofni stæði að einhverju leyti í sambandi bvert við annað og reyndu að vinna sarnan að rneira eða minna leyti. Það eru þvi vinsamleg tilmæli vor til allra þeirra félaga, er upp kunna að risa víðs vegar út um land í sömu stefnu og félag vortf að þau sendi sem fyrst oss und- irrituðum stjórnendum ^Hringsins tilkynning um stofnun félaganna og bendingar um, á hvern hátt þau hugsa sér belzt samband- inn hagað milli félaganna Allir munu sjá, hver lífs-nauðsyn er á að eitthvað verði gert alment í þessu efni. Og nú þegar iikindi eru til, að hei klaveikra- hæli verði komið á fót, þá ætti slík hjálp að koma að enn meiri notum. Vér Islend- ingar erum svo fwmenn þjóð, að vér meg- um ekki við því að missa fjölda marga efnilega menn og konur áungum i aldri gröf- ina rétt þegar þeir eru komnir að þvi að fara að vinna sér og þjóð sinni gagn. Engum verða heldur veikindin tilfinnan- legri eu einmitt konunum, sem verða að stnnda sjúklingana og horta upp á þján- ingar þeirra. Vér erum vissar um, að það er eitt af instu hjartans óskum allra kvenna að hægt væri að bæta úr þessu höli og hjálpa sem flestum sjúklingum til lifs og heilsu. Vér vonum þvi fastlega, að allar islenzk- ar konur taki þessu máli vel og vinni að slikum félagsskap eftir megni, hver i sinni sveit. iKristin Jakobsson Anna Danielsson forstöðukona félagsins. gjaldkeri. Briet Bjarnhéðinsdóttir skrifari. Ingibjörg Þorláksson Margrét Stephensen. Hvað vill Lögréttu-liðið? Áttir þú einn veg andar- rúm sem otr i kelpu. Sveinki Steinarsson. Svo spyr margur maður um þessar mundir. Hvað vakir fyrir þvi? Hvers vegna tekur það sig út úr? Hvar stendur það, og hvað ætlar það sér? það segir sig vera öðrum ávarps- mönnum alveg sammála um, að ís- land eigi að hætta að vera óaðskiljan- legur hluti Danaveldis, heldur gerast frjálat sambandsland við Danmörku. |>að tjáir sig vera ennfremur á því, að þá breyting á stöðu íslands í rík- inu eigi að gera með óháðu atkvæði landsins sem jafnsnjalls samningsaðila. f>að segist loks vera eindregíð á því, að 8érmálum öllum eigi íslendingar einir að ráða með konungi. Hvað stendur þá fyrir fullu sam- komulagi þeirra í milli og hinna blaða- mannanna, er ritað hafa undir ávarp- ið? Að vilja gera landið að frjálsu sam- bandslandi með fullu einræði íslend- inga yfir sérmálum þess í samráði við konung einan, en hrófla þó ekki hót við nú lögboðnum flutningi þeirra í ríkisráðinu, virðist vera býsna líkt því, að ætla sér að reisa veglegt bús og rammgert, en hugsa ekki fyrir neinni undirstöðu, — afsegja jafnvel að gera ráð fyrir henni. Nýjasta skýringin, í síðasta bl. t Lögréttu : að orðin í r í k i s r á ð i skuli merkja sama og í viðurvist ríkisráðsins, en alveg utan við það að öðru leyti, er því að eins nokkur skýring, að Danir samsinni henni bæði í orð og í verki. En rnunu þeir vera líklegri til þess en að fallast á algerðan skilnað við ríkisráðið ? Og e f þeir þverneita að fallast á þann skilning, hvað hugsa L ö g • réttumenn sér þá að gera? Ætla þeir þ á að taka í sama streng og vér hinir um algert ríkisráðssetu- bann, eða hvað? a ð þarf almenningur að fá að vita, og það sem fyrst. Annars kostar skilur hann engan skapaðan hlut í sérstöðu Lögréttu. þjóðinni finst hún vera þá orðin að tómum reyk. Hún á ilt með að hugsa sér leikinn til þess gerðan eingöngu að sýnast vera sjálfstæð, vilja ekki verða fyrir heimskra manna brigzlum um ósjálfstæði, um að láta aðra teyma sig; henni þykir vera hér um alvar legra mál að tefla en svo, að þar megi ráða nokkur fordild. Hér er um að tefla einingu þjóðar í sjálfsforræðis kröfum á hendur miklu meiri máttar þjóðfélagi. Og hitt v i 11 ekki þjóðiun ætla þeim merkismönnum, þingmönnum þeim, er fyrir Lögréttu réða, að annað búi undir fyrir þeim en uppi er látið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.