Íslendingur

Árgangur

Íslendingur - 31.03.1922, Blaðsíða 1

Íslendingur - 31.03.1922, Blaðsíða 1
ISLENDINGUR Talsími 105. Ritstjóri; Gunnl. Tr. Jónsson. Aðalstræti 16. VIII. árgangur. Akureyri, 31. Marz 1922. 14. tölubl. Slysfarir og manntjón. Fiskisk. »Talisman« ferst. 12 manns missa lífið. í óve.ðrinu um síðustu helgi vildi það hörmulega slys til, að fiski- skipið »Talisman,« eign Ásgeirs Péturssonar kaupmanns hér á Ak- ureyri, strandaði, eftir hrakninga mikla, á norðanverðu Sauðanesi, milli Súgandafjarðar og Önundar- fjarðar, og fórust 12 af skipverjum, en 4 komust af. Skipið hafði lagt upp frá Siglu- firði nokkru fyrir hádegi á fimtu- daginn, en um kvöldið skall yfir stórhríð og ofsaveður. Á föstudag- inn var skipið komið vestur í Húna- flóa og varð þá fyrir því áfalli að stórsjór gekk yfir það og braut káetukappann og skolaði honum út. Tók þá skipið og mikinn dekkleka, svo skipverjar urðu eftir það að standa við dælurnar þar til skipið strandaði, litlu fyrir iniðnætti aðfara- nótt laugardagsins. Dimmviðri var þá mikið og brim svo ókleyft var að bjarga sér til lands. 9 af skip- verjum fóru þó í skipbátinn, en hon- um hvolfdi við skipshlið og drukn- uðu þeir allir. 7 héldust við í því fram undir morgun, er þeim tókst að fleyta sér’ til lands á stórsiglunni, sem þeim hafði tekist að fella fyrir borð. Mjög þjakaðir náðu þeir landi og vissu ekki hvar þeir voru staddir; bær er örskamt frá þar, sem þá bar að landi, en hefir ekki sést í hríðinni og uppganga úr fjörunni örðug þar nema fyrir kunnuga. Lögðu mennirnir vestur með nes- inu, undan veðrinu, til þess að leyta bæja, en 3 þeirra, skipstjóri, vélstjóri og einn hásetanna (Bene- dikt Jónsson) gáfust upp á göng- unni, enda mest þjakaðir fyrir og voru andaðir þegar mannhjálp kom. Hinir 4 hittu fjármann úr Önund- arfirði kl. 10 á laugardagsmorgun- inn og kom hann þeim til bygða, þjökuðum en ósködduðum og er líðan þeirra nú góð. Frá Flateyri voru strax og frétt- ist um strandið, sendir mótorbátar út á strandstaðinn. Var þá skipið liðað í sundur og Iík hinna drukn- uðu rekin á land. Voru þau flutt að Stað í Súgandafirði, en lík þeirra, sem úti urðu fiutt ásamt skipsbrots- mönnunum 4 til Flateyrar. Skipshöfnin á »Talisman« taldi 16 manns og fórust þessir. 1. Mikael Qnðmundsson skipstj., Akureyri, 34 ára gamall. Eftir- skilur konu og 2 börn í ómegö. 2. Þorsteinn Jónsson frá Grímsnesi (áður 3. stýrim. á Villemoes) 27 ára gamall, ókvæntur. 3. Stefán Ásgrímsson vélstjóri, Ak- ureyri,30 ára. Eftirskilur heilsu- bilaða konu, 5 börn í ómegð, og aldraða tengdamóðir. 4. Benedikt /ónsson Akureyri, 41 árs, mágur síðasttalda, eftir- skilur konu og 4 börn, öll innan 7 ára. 5. Sœmundur Friðriksson frá Holti í Sandgerðisbót, 45 ára eftir- skilur konu og 4 börn, hið elsta 17 ára. 6. Sigtryggur Davíðsson frá Dalvík, 43 ára eftirskilur konu og 3 börn. 7. Jóhannes Jóhannesson frá Kúgili, 34 ára, ókvæntur. 8. Ásgeir Sigurðsson Akureyri, (fóstursonur eiganda skipsins) 19 ára gamall. 9. Bjarni Emilsson Hjalteyri, 20 ára, ókvæntur. 10. Stefán Jóhannesson frá Nunnu- hól í Möðruvallasókn, 23 ára, ókvæntur. 11. Sigurður Þorkelsson- Siglufirði, 21 árs, ókvæntur. 12. Ounnar Vigfásson Siglufirði, 15 ára unglingspiltur.' Peir fjórir er komust lífs af eru þessir. Arinbjörn Árnason frá Skriðulandi. Eirnar Quðbjartssön af Grenivík. Jóhannes Sigvaldas. frá Rauðalæk. /akob Einarsson Akureyri. Lík þeirra sem fórust munu flutt hingað og jörðuð hér. Mun »Helgi magri* eiga að taka þau er hann kemur að sunnan. Pessar sorglegu slysfarir hljóta að vekja samhrygð og söknuð víðs- vegar, þó vitanlega mest hér á Akur- eyri og grendinni, þaðan sem menn- irnir voru er fórust. Er hörmulegt til þess að vita að fimm ekkjur eru skildar eftir í sárustu fátækt með 18 börn í ómegð, auk gamalmenna, sem missa þarna stoð sína og styttu. Má vænta þess að góðhjart- að fólk hlaupi vel og drengilega undir bagga með hinum bágstöddu fjölskyldum, og létti undir með þeim að bera byrgðirnar sem frek- ast er hægt. »Talisman« var gamalt skip, en hafði verið endurbygt að mestu og var ágætlega útbúið að sögn þeirra sem þektu til. Var talið bezta sjó- skip. Ferðinni var heitið suður fyr- ir land á fiskimiðin þar og var skipið hlaðið frystri beitusíld. Bæði skip og farmur óvátrygt. co Hörmungar Rússlands. Nýkomin útlend blöð, flytja hroða- legar sögur af hörmungarástandi því sem nú ríkir á Rússlandi, að þessu sinni eru það ekki pólitísk ofbeldisverk sem þjaka Iandi og lýð, heldur hungur- vofan sem kreppir þjóðina heljargreip- um. Uppskerubrestur var mikill á Rúss- landi s. I. sumar, og á núverandi ástand að mestu að rekja rót sína til hans. Par næst til þess hvað samgöngur hafa verið afleitar og því örðugt að koma hinum nauðstöddu héruðum til bjarg- ar, þó líkn heíði fengist aðsend, nú er svo komið að hundurð þúsunda hafa orðið hungurmorða, sex miljónir manna eru fyrir dauðans dyrum, ef ekki kemur bráð hjálp frá öðrum þjóðum og 13 miljónir manna nær nauð. í sumum héruðum er fólkið farið að éta lík hinna dauðu, til þess að treyna fram lífið og jafnvel drepa þá sem veikbygðarí eru til þess að seðja með þeim hungur sitt- Hungrið hefir gert fólkið að mann- œtum. Dýpra f eymdinna er ekki hugsan- legt að sökkva. í danska blaðinu Politiken, eru birt símskeyti víðsvegar frá hungursnauðar- héruðunnm og einnig fregnir teknar eftir rússneskum blöðum, einnig til hliðsjónar birt bréf og skeyti frá hjálpar- nefndum sem aðrar þjóðir liafa sent til Rússlands, og alstaðar er sama hörmungarsagan sögð, svo ekki er að efa að satt og rétt er frá sagt. Frá Moskva er meðal annars svo- látandi símskeyti sent til blaðsins Novy í Riga. »Fregnritarar blaðanna í hungurhér- uðunum, gefa hroðalegar lýsingar af ástandinu þar. Frá mörgum stöðum berast fregnir um mannaát. Bœndurnir i neyð sinni, drepa börn sín ogseðja hungur sitt á líkunum. Kvikfénaður því nær allur fallinn. Sjúkdómar ýms- konar auka á eymdina.* í öðru skeyti, t'ekið eftir fregnum úr blaðinu Isvestija f Riga, stendur m. a. »í héraðinu Busuluk f Samara um- dæminu, sveltur 75°/o af íbúunum gjörsamlega. Hinir eru að enda við síðustu matarleyfarnar. Margir orðnir líkætur. Eitt dæmi staðfest, þar sem 3 fjölskyldur lokuðu sig inni húsi til þess að éta líkið af 13 ára gömlum dreng, og er ein af konunum sem þátt tók í þessari hræðilegu máltfð, féll dauð niður, var hún einnig tekin og étin. Fólk flýr undvörpum til bæjanna og lætur þar fyrirberast á götunum. Við biðum eftir brauði eða dauða« eru orð þessa óhamingjusama fólks, HeR MEÐ tifkynnist vinum og vandamönnum að Sigurður Elríks- son trésmiður, andaðistað heimili sínu Aðalstræti 14 þann 27. þ. m. Jarðarförin fer fram þaðan Mið- vikudaginn 12. apríl og hefst kl. 1, með húskveðju. Akureyri 30. marz 1922, Ekkja og börn hins látna. Pessar fregnir eru úr hungurhéruð- unum meðfram ánni Volga. En frá Ukraine, frjósamasta hluta Rússlands eru fregnirnar litlu betri, og jafnvel frá Norður-Kavkasus, sem kölluð hefir verið Paradfs Rússlands, fellur fólk und- vörpum úr hungri, taugaveiki og skyr- bjúg. Hræ, ketti hunda og leir, etur fólkið á þessum stöðum með græðgi. Sögur þessu líkar eru í bæði ensk- um og norskum blöðum sem vér höf- um séð, og alstaðar fylgir áskorun um að koma hlaupa nú vel og drengilega undir bagga með hinni bágstöddu þjóð og reyna að létta af henni mestu hörmungunum, Svíar og Danir hafa éinnig brugðist dregilega við enn sem komið er, en Hollendingar verst. Neitaði þing þeirra að veita nokkurt fé til hjálpar hungurhéruðun- um og mælist sú synjun hvarvetna illa fyrir. Pað sem spilt hefir stórum fyrir hjálparumleitununum er að grunnur hefir legið á að gjafir sem sendar hafa verið til Rússlands ogætlaðar hungur- héruðunum, hafi aldrei þangað komist heldur hafi stjórnin söslað þær undir sig og fært sér þær í nyt, oftlega til póiitískra æsinga. Dr, Friðþjófur Nan- sen segir þetta ósatt vera, minsta kosti nú orðið, og um hið sama fultvissar yfirræðismður Svía, Eckstrand, stjórn sína er hann biður hana um meiri hjálp handa hungurhérunum, segir hann m. a. í skeyti sínu til Brantings stjórnaformanns. »Hörmungarnar eru að gera íbúana vitstola. Peir hafa nú um tfma lifað á líkum þeirra er dáið hafa og nú eru þeir farnir að drepa menn sér til yiðurværis. í guðs nafni sendið meiri hjálp. Óttist ekki að hún komi að til- ætlunum notum, við önnumst sjálfir úthlutanina og yfirvðldin rússnesku hafa reynst okkur ágætlega.* Pólitíken, segir að 20 kr. bjargi einu mannslífi, svo ekki er krafan stór sem gerð er tii umheimsins, og mætti ætla að margur maður yrði til þess að bjarga að minsta kosti einu mannslífi. Og harðbrjósta mega þeir menn vera sem ekki komasí við af neyðarópi hinna hungruðu vesalinga. „Við biðum eftir brauði eða dauðaf 99

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað: 14. tölublað (31.03.1922)
https://timarit.is/issue/327588

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

14. tölublað (31.03.1922)

Aðgerðir: