Íslendingur - 31.03.1922, Blaðsíða 3
14: tbl,
fSLENDINOUR
93
Heldur hafði hann það sér til afspk-
unar, að nú er hann kominn heim,
og þurfti ekki að fá neinn hest lán-
aðan.
Konan hittir hann að minsta kosti
þrisvar og fékk altaf sama svarið, að
hann greiði ekki hestlánið eftir þvi
sem umsamið hafði verið.
Að endingu lætur kunningi fulltrú-
ans skrifa inn f reikning konunnar
upprunalega umsamið verð fyrir hest-
lánið, en alls ekki meir.
Oetum við ritstjórinn nó ekki orðið
sammála um það, að éf einhver mað-
ur breytti þannig, að hann væri arg-
asta lítilmenni, með lægstu hvatir, af
verstu tegund.
Ef við getum orðið sammála um
þetta, þá höfum við þó nálgast hver
annan, að rninsta kosti f þessu at-
riði. (Framh.)
Sveinn Sigurjónsson.
OO
Til
Steingríms Matthíassonar
Þökk fyrír unnnið wfi-starf
ós/t eg ber fram slíka,
að fátœk þjóð vor fái í arf
flesta bína líka.
Sig. Baldvinsson.
frá Ólafsfirði.
OO
Or heimahögum.
Afmœli á Steingr. Matthíasson héraðs-
læknir í dag.
Málverkasýning. Ólafur Túbals málari
sýnir þessa dagana málverk sín á Hótel
Akureyri. Eru mörg þeirra einkar fögur
og listfeng, og verðskuldar sýningin því
góða aðsókn. Flest málverkin eru lands-
lagsmyndir af ýmsum stöðum sunnanlands,
flest ur Fljótshlíð þar seux málarinn er
fæddur og uppalinn. Öll sýningin ber það
með sér að Túbals hefir glöggt lista-
mannsauga fyrir íslenzkri náttúrufegurð
og kann að sannmynda hana á málverk-
um sínum. Sýningunni lýkur á sunnu-
daginn.
Helgi magri, togari Ásgeirs kaupmanns
Péturssonar fór á þriðjudaginn suður í
Peykjavík hlaðinn frystri beitusíld. Með
skipinu tóku sér far suður nokkrir farþeg-
ar. m. a. Jónas Jónasson frá Flatey, Einar
Jónsson frá Raufarhöfn, Kristján Kistjáns-
son og frú Guðfinna Eydal. Skipið varð
að fara inn á ísafjörð vegna Iítilfjörlegrar
vélbilunar en fór þaðan í morgun. í baka-
leiðinni kemur skipið við á Önundarfirði
og tekur skipsbrotsmennina af Talisman
og lík þeirra er fórust. Frá ísafirði sendi
Jónas frá Flatey íslending svohljóðandi
skeyti. >SigIdum gegnum ís. Sáum síld við
Horn«.
Mannalát. A mánudaginn 27. þ. m.
andaðist hér á Akureyri Sigurður Eiríks-
son trésmiður 65 ára gamall, úr krabba-
meini. Sigurður heitinn var hæglætismað-
ur, einsæll og drengur góður. Eftirlætur
ekkju og 2 börn uppkomin. Jarðarförin
ákveðin 12. n. m.
Vlnnuhjúasamtök. Sannorður maður úr
Glæsibæjarhreppi, hefir tjáð íslendingi,
að vinnuhjú í Kræklingahlíð hafi nýlega
bundist samtökum þess efnis að heimta
kaupgjald sitt í dönskum krónunv. Hvað
næst?
Kirkjan. Messað kl. 2 á sunnudaginn.
Skipin. Goðafoss og ísland komu bæði
til Leith í gær. Er ísland væntanlegt hing-
að þann 7. Apríl, en Goðafoss 2 dögum
síðar.
Dánarfregn. A þriðjudagin urðu þau
hjónin, Hjörtur Lárusson og kona hans
fyrir þeirri sorg að missa dóttir sína
Ninnu, 3 ára gamla, úr krabbameini. Óaf-
ráðið ennþá hvenær jarðarförin fer fram.
CQ
Opið bréf
til séra Ounnars Benediktssonar.
Saurbœ.
Frá ritstj. íslendings. »
Prestur minn!
Pér hafið heiðrað mig með því að
svara grein minni »Bannlögin« , sem
birtist í 4. tbl. íslendings, með nær-
felt 14 dálka langri grein f Degi. Par
sem nú að grein mín var aðeins 5
dálkar, er svar yðar svo yfirgnæfandi
að lengdarmáli, að ætti eg að gera
yður hlutfallslega sömu skil, yrði eg að
skrifa 40 dálka langa grein til andsvars
yður. En þar sem okkur f rauninni
ber nú svo Iítið á milli, og eg er þess
utan ekki upplagður til þess að skrifa
heila húspostillu, verða örfáar línur í
bréf-formi að duga yður.
Pér eruð bannmaður, eg andbann-
ingur, það er það helsta sem okkur
ber á milli. Pér viðurkennið því nær
alt sem eg hafði misjafnt um bannið
og bannlögin að segja; það er aðeins
andi bannstefnunnar, sem yður virðist
svo göfugur, að hans vegna sé vert
að breiða friðþægingarblæu yfirhneyksl-
isgöngu laganna um landið, loka aug-
unum fyrir ósæmi því, er þau hafa
skapað og drýgja hin þöglu svik við
sál og sannfæringu, sem því fylgir að
telja sjálfum sér trú um, að maður sé
að vinna gott og göfugt verk, við að
halda dauðahaldi í einhverja fagra(?) hug-
sjón, sem maður þd veit með sjálfum sér,
að hefir reynst ómöguleg í framkvæmd-
inni. Og hvað bannlögin snertir, þá
er það nú orðið aðeins fyrirsögn laga-
bálksins, sem ennþá geymir bann-hug-
sjónina óskaddaða.
Eg vil ekki særa yður, prestur minn,
þér eruð sagður góðmenni og berið
að sjálfsögðu hökulinn með sóma, sem
guð og forsjónin gáfu yður að hlut-
skifti. Meiniokurnar í grein yðar stafa
því að öllum líkindum frekar af ómeltu
andmeti en einsýnu ofstæki, sem af-
vegaleiddar tilfinningar skapa tíðum
hjá sálarsjúkum siðgæðispostulum; skal
því ekki á þær minst.
Eitt atriði aðeins vil eg drepa á,
og það eru Spánarsamningarnir. Par
kennir augljósar fáfræði hjá yður, sem
sem sjálfsagt er að leiðrétta. Pér seg-
ið meðal aunars: »Hvaðan hefir ís-
lendingur það, að Spánverjar ætli að
hætta við að setja tollinn á, ef við
leyfum inntlutning á léttum vínum?«
íslendingur hefir það úr greinargerð
frumvarps þess, sem nú er fyrir þing-
inu, samfara samningsuppkasti beggja
málsaðila. Annars er þetta mál því í
rauninni óviðkomandi, hvort menn eru
með eða móti hannlögunum. Málið
verður að skoðast einvörðungu frá
viðsktifasjónarmiði, og spurningin er
þessi: Höfum við ráð á að halda
bannlögunum óbreyttum, ef það er
orsök til þess, að á hver hundrað kg.
af íslenzkum saltfiski sem flyzt til
Spánar er lagður 72 peseta tollur,
þegar aðrar þjóðir greiða 32 peseta?
Polir sjávarútvegurinn þeunan tollmis-
mun, og þá um leið fjárhagur lands-
ins, sem að mestu leyti er kominn
undir fjárhag sjávarútvegsins? Petta
er það eitt sem hugleiða ber, alt ann-
að, um kúgun, sjálfsákvörðunarskerð-
ing, og að selja þjóðarheiður fyrir
Spánarvín, er fimbulfamb út í loftið,
og vona eg að þér — hinn drottins
smurði til' Orundarþinga — sannfærist
um, að svo er, við nánari umhugsun.
Með vinsemd og virðingu.
Yðar einl.
Ounnl. Tr. Jónsson.
cc
Um gengi.
i.
Framh.
Pó ber í þessu sambandi skylda
til að geta atburðar nokkurs, sem
bæði á beinan og óbeinan hátt hefir
haft og mun hafa áhrif á gengi krón-
unnar, en það var sú ráðstöfun hins
opinbera í samráði við stjórn íslands
banka í Reykjavík, að veita bankanum
Ieyfi til að auka upphæð þeirrar seðla
fúlgu, sem í umferð var og orð/n var
háskalega mikil, en þurfti að auka vegna
aukinna krafa um aukið veltufé innan-
lands, sú ráðstöfun að leyfa bankanum
að bæta upphæðinni við sig í íslenzk-
nm krónum en gera honum eigi að
skyldu að flytja hingað heim þá upp-
hæð sem hann þurfti í dönskum krón-
um af innieign sinni í Danmörku,
krónur, sem auðvitað voru galdgengar
hér innanlands en orðið hefðu hand-
hægur gjaldmiðill til greiðslu erlendis
síðar, þégar krepti að. Pessi aukna
seðlavelta varð til enn meiri óhamingu
vegna þess, að á henni bygðust ýms
af fyrirtækjum þeim og spekúlation-
um, óneitanlega hafa gert sitt til að
binda okkur í útlendum skuldum, sem
sem og veitt verzlun okkar og atvinn-
vegum inn í óheilbrigðan farveg og
lamað tiltrú okkar erlendis.
Pað er því eigi fyr en eftir að sjálf-
stæðið var formlega fengið og viður-
kent að hægt er að segja að farið sé
að tala um getigi íslenzkrar krónu.
Virðist þó svo sem bankastjórn íslands-
banka og sjálfri landstjónrinni, hafi ver-
ið það ljóst, að svo kynni að geta
farið að íslenzka krónan fengi sérstakt
gengi, en litið svo á eins og »Vísir«
að engin hætta væri á því að gengið
yrði okkur óhagstætt; stóð hagur lands-
ins og atvinnuvegir þá einnig í svo
miklum blóma að vorkunn var þótt
menn litu með bjartsýni fram í ,tímann.
Mundi menn þá síst hafa grunað að
svo illa gæti farið á hálfu öðru ári
að sömu, stofnanir og yfirvöld, neydd-
ust til með öllum ráðum að hindra
opinbera verðskráning krónunnar vegna
þess að fjármálum okkar væri þá f
þann voða komið.
Bein afleiðing af þessari seðlapólitík
landstjórnarinnar og íslandsbanka um
nær þvf takmarkatausa aukningu seðla-
útgáfunnar, fór einnig þrátt að koma
í ljós. Með árinu 1919 má telja að
versna fari í ári. Afurðir okkar seldust
illa og kom þar jafnvel þá undireins
að grípa þurfti til þess fjár sem safnast
hafði saman á góðu árunum. Pví miður
var þetta fé orðið bundið í ýmsum
vafa sömum fyrirtækjum og innieign
okkar f útlöudura hrökk skamt þar eð
styrjöldin hafði kent íslenzku þjóðinni
að gera mikið harðari og frekari kröfur
til lífsins en áður hafði verið — kent
henni að taka upy nýan „ Siandard
of life*. Sú innieign sem fyrir hendi
var ytra um áramót var þvf etin upp
á svipstundu og var þá eigi annað
fyrir hendi en greiða með íslenzkum
bankaseðlum. Pessir seðlar voru óinn-
leysanlegir hér heima og illa gulltrygðir
eins og flestir bankaseðlar á þeim tíma.
Tók danski bankinn seðlana lengi vel
en þar kom þó þegar skuldir í íslands-
banka voru orðnar ískyggilega háar
að hann tók að amast við þeim. Mun
bankinn hafa látið ýmigust þennan
uppi því, í maímánuði 1920 skeður
sá undarlegi atburður að einn af banka-
stjórum íslandsbanka lætur þess getið
í dönskum blöðum, að seðlar bankans
séu eigi innleystir, biður hann bankana
dönsku að innleysa ekki seðlana. Pó
framkoma þessi sé dálítið undarleg og
sjálfsagt einstæð í sinni röð, mun hún
þó framkomin eftir samráði við stjórn
landsins til þess sennilega að koma
í veg fyrir að opinbert gengi kæmi á
íslenzka krónu og hafa verið einn hlekk-
ur í þeim sparnaðarráðstöfunum sem
stjórnin var þá með á prjónunum.
Pegar þetta spor hafði verið stígið,
var fyrirajáanlegt hvert stefndi. Menn
sem komu héðan að heiman og ekkert
höfðu annað en íslenzka bankaseðla
til innkaupa og greiðsln neyddust til
að selja þá undir nafnverði. Oengi
íslenzku krónunnar var þá eigi lengnr
á huldu, það var orðið raunverulegt
og má óhætt telja að frá þessum tíma
hefjist gengissaga íslenzku krónunnar.
(Framh.)
Fyrirlestur
um trúmál heldur hr. kaupm. Lárus
Thorarensen laugardagskvöldið kl. 8 í
Hjálpræðishernum.
Ókeypis inngangur fyrir alla.
Meccano verkstæði.
Auglýsingunni, sem birtist í 13. tbl.
>fslendings< þ. á., með þessari yfir-
skrift eigum við undirritaðir engan
þátt í. Nöfn okkar undir auglýsing-
una tekin algeru heimildarleysi,
enda var okkur alókunnugt um haua
fyr en eftir útkomu blaðsins.
Kristján Kristjánsson,
Ebinharð Jónsson.
Aths. rítstj. Auglýsinginbarst blað-
inu gegnum póstinn,og tók það hana
sem góða og gilda vöru.
Nýreykt síid
2 — 4 — 6 aura stk. fæst hjá
Carl F. Schiöth.
Útgerðarmenn!
Beztu kaup á
Hrátjöru, Black Warnish,
Koppafeiti, Manillukaðli,
og Mótortvisti
gerið þið í
Hamborg.
Hafnarstræti 94.
Símnefni; Hamborg, Talsimi 99.