Íslendingur - 31.03.1922, Blaðsíða 2
52
1SLEND1NOUR
Nr. 14
»íslendingur» kemur út á hverjum
föstudegi og aukablöð þegar ástæða er til.
Argangurinn kostar sex krónur. Qjalddagi
fyrir 1. júlí ár hvert. Uppsögn skrifleg,
bundin við áramót, sé komin til afgreiðslu-
manns fyrir 1. október.
Auglýsingar og innheimtu annast rit-
stjórinn. Skrifstofutími kl.. 10—12 og 5—7.
Afgreiðslumaður blaðsins er Hallgrímur
Valdemarsson Hafnarstræti 84.
A 1 þ i n g i.
Fárlögin voru í gær afgreidd frá
neðri deild og sénd efri deild með
160,000 kr. tekjuhalla, eða 40 þús.
minna éu stjórnarfrumvarpið gérði ráð
fyrir. Er frekar búist við að efri deild
muni heldur færa tekjuhallan meira
niður en auka á hann. TiIIaga fjárhags-
nefndar um afnám barnafræðslustyrks-
um, feld.
Spánarsamningarnir hafaennþá ekki
komið til umræðu á opnum þingfundi
en 2 lokaðir fundir hafa verið haldnir
en öllu er haldið leyndu sem þar
gerðist, nema því að tilefni þeirra voru
skeyti frá sendimönnunum á Spáni. Hefir
þeim ekkert orðið ágengt, og er álitið
að þingfundirnir hafi falið þeim að
biðja Spánverja um frekari frest í máiinu.
Skólamálin eru ennþá óköruð í
þinginu og er ómögulegt að vita hver
afdrif þeirra kunna að verða. Neðri
deild feldi í dag með rökstuddri dag-
skrá að afnema dósentsembættið í
grísku og latínu, en samþykti með 15
atkv; gegn 13 að afnema prófessorsem-
bættið í hagnýtri sálarfræði, en búist
er við að efri deild felli frumvarpið.
Fá hefir þingið fallið frá áformi sínu
um að hætta að prenta þingræð-
urnar, vegna þess að loforð fékst fyrir
ódýrari prentun.
Átta lög eru afgreidd frá þinginu
og eru það flest smá mál. Þar á meðal
eru lög nm að prestmata sú sem gold-
in hefir verið af Grund í Eyjafirði, til
prestanna í Grundarþingum og Akur-
eyri, falli til Grundarkirkju, gegn því
að eigandi Grundar gefi kirkjunni upp
skuld þá sem hún er nú í við hann.
Viðskiftamálin eru flest ókomin úr
nefndum.
oo
Simfréitir frá útlöndum.
Rvik i gœr.
Verkbannið i Danmörku heldurennþá
áfram og einnig verkfallið í Randes,
en engar verulegar óspektír hafa skéð
siðustu dagana.
Prívathankinn danski hafði 16 milj-
óna króna ágóða siðastliðið ár. Géf-
ur hluthöfum sínum /ö°/o.
Umsvifamikið kolanámuverkfall i
Bandarikjumum.
Ráðherrafundur milli bandamanna
útafþrœtunum milli Grikkja og Tyrkja,
hefir krafist þess að þeir gerðu með
sér 3. mánaða vopnahlé og hafa
Grikkir fallist á það og búist við að
Tirkir geri slikt hið sama. Serves
samningarnir hafa verið cndurskoðaðir
ug breyit mikið Tyrkjum i hag, þanri-
ig að þcir fá aftur öll þau lióruð i
Litlu-Asiu, sem friðarsamningarnir
œtluðu Grikkjum, og verða aftur herr-
ar yfir Konstantlnopel, en bandamenn
hverfa þaðan með setulið sitt.
Norðmenn hafa tapað á öllum sigl-
ingum sinum sl. ár.
Kur eigi alllitill er i sumum þjóð-
um út af þátttöku Rússa í Genúa-
fundinum og samningsviðleitni við þá.
En Lloyd George hefir lýst því yfir
að ef bandamenn geti ekki orðið ásáttir
í þeim efnum á fundinum, semji Bret-
land eitt við Rússland.
oo
Innlendar símfregnir.
Rvik i gcer.
Lárus H. Bjarnason hœstaréttar-
dómari er settur til þess að gegna,
ásami sínu embœtti, pófessorsembœtti
Magnús ráðherra við háskólann með
sérlaunum.
Böndinn á Helgafelli i Mosfells-
sveit datt niður ef bita i húsi og rot-
aðist til dauðs 24. þ. m.
E. s. Diana kom frá Kaupmanna-
höfn i gcer. Villemoes frá Englandi i
fyrradag.
Einmuna ágœtistíð á Suðurlandi.
oc
Goldin skuld.
Ritstjóri Dags tilkynnir það í blaði
sinu 26. janúar þ. á., að hann hafi
verið viðstaddur í allri sinni dýrð, á
bæjarstjórnarfundi þegar korneinka-
sölufrumvarp rikisstjórnarinnar var þar
til umræðu. Fyrir bæjarstjórnina var
það náttúrlega mjög mikill heiður, að
jafn göfug persóna var þar mætt. En
svo mikils fanst mér það varla um
vert, að nauðsynlegt væri að tilkynna
landsmönnum það opinberlega.
Hans réttláta og Kærléiksríka hjarta,
virðist hafa verið sært þar voða sári,
að heyra framsöguræðu mína í korn-
einkasölumálinu, og neyðist hann því,
til að fara nokkrum orðum um hana,
með sínum vanalega hlýleik og kurt-
eisi, eins og þegar hann skrifar um
menn, sem honum eru ekki sammála.
Einn kafli í þessari grein hans er svo
yndislega vel skrifaður að mér finst
það þess vert, að til séu af honum
að minsta kosti tvær útgáfur. Hann
hljóðar svo:
»og af því nefndur Sveinn fór með
hinn og annan þvætting um blöð
landsins í sambandi við málið og þar
á meðal Dag, en enginn var til and-
svara þar á staðnum, leyfir Dagur sér
að gera lítilsháttar athugasemdir við
sumt í þeim samhengislausa ymglu-
skotna* hugsanagraut, sem bæjarfull-
trúinn bar á borð fyrir áheyrendur.®
*) Frumhugmyndina að þessu orði
»mygluskotið« á ritstjórinn ekki. Það
mun vera afbökun eða stæling úr
orðunum »myglaður heili* sem
bæjarfulltrúi Erlingur Friðjónsson
fann upp og sagði í ræðu sinni á
nefndum bæjarstjórnarfundi. Ritstjóri
Dags hefir fundið hvað mikið ger-
semi þetta var, og hefir því gripið
það á lofti og gleypt það. Senni-
iega ekki af því að honum þyki
mygla góð heldur af hinu að hon-
um hefir þótt eplið girnilegt til
fróðleiks.
Svo mörg eru þessi orð.
Maður hlýtur að sjá undir eins, að
sv»na geta ekki aðrir skrifað en vitrir
og góðir menn. Rökfimin, orðavalið
og vísdómurinn skín út úr þessum
orðum, alt er heflað og felt sem best má
vera eftir einn listamann. Og mér
finst þessi kafli lýsa ritstjóranum svo
vel sem blaðamanni og leiðtoga þjóð-
arinnar. Sá er sæll, sem berst undir
hans merki því það er auðséð að þar
er góður foringi.
Rað sem eg vann mér, til óhelgis
við ritstjórann á þessum fundi, var
það, aðteg las'upp orðréttan greinarstúf
úr, Degi sem ritstjórinn hafði skrifað
fyrir rúmum 6 vikum. En af því sú
grein kom algerlega í bága við það,
sem hann vildi á þessum fundi, þá
rikur hann í það að fara að skrifa
um mig og segir að það hafi ekki
verið ýkja gáfulegt að heyra til mín.
Ætlar líklega að koma áheyrendunum
til að trúa því að eg muni ekki hafa
lesið greinina í Degi rétta og þá nátt-
úrlega til að trúa því lfka að hann
hafi minsta kosti ekki farið oftar en
tvisvar í gegnum sjálfan sig í sinni
pólitísku rólu á þessu 6 vikna tíma-
bili. Hann gengur jafnval svo langt
til að hreinsa sig, að hann vinnur til
að kalla þessa grein sína í Degi þvætt-
ing af því eg las hana upp.
Ritstjórinn segir að á fundinum
hafi enginn verið til andsvara. Lítið
finst mér að hann gera úr þeim fimm
bæjarfulltrúum, sem fóru með skoðun
hans í málinu, og voru á móti mér
við atkvæðagreiðsluna, ef hann telur
þá ekki að neinu. Rað má vel vera,
að honum finnist að þeir hafi ekki
verið færir um að svara mér, og það
sé einkis meðfæri nema hans sjálfs,
og það má líka vera að hann þykist
hafa meira vit en þeir allir þessir fimm
bæjarfulltrúar til samans, þá er það þó
samt [órétt af honum, að þykjast svo
mjög yfir skoðanabræður sína, að
telja þá til einkis nýta, og það heil-
ræði vil eg gefa ritstjóranum, að þó
honum fínnist að hann hafi meira vit
en þessir bæjarfulltrúar, og þó það
kæmi fyrir einhverntíman að hann r«k-
ist á mann, sem hefði minna vit en
hann sjálfur, að þykjast ekki Svo mjög
af, því'skrifað stendur þitt pund hefir
þú að láni og mun af þér tekið verða
ef þú misbrúkar það,
Ritstjórinn dregur þá ályktun út úr
ræðu rninni að eg búist við að þá-
verandi ríkisstjórn muni stjórna íslandi
um alla eilífð. Pað sem eg sagði um
þetta mál á fundinum var orðrétt þetta.
í ríkisstjórninni sitja nú valinkunnir
sæmdarmenn. Pegar breyting verður
á stjórninni eru liltar líkur til að
meiri valmenni komi, jafnvel getur
komið til mála að lakari stjórn setjist
að völdum.«
Út úr þessu dregur hann það, að
eg líti svo á, að þáverandi stjórn sé
ódauðleg og sitji að völdum um tíma
og eilífð.
Ritstjórinn virðist grafa djúpt eftir
rökum í þessu máli, og sénnilega á
einkis manns færi, nema hans, að fá
þennan skilning út úr orðunum. Rit-
stjórinn segir ennfr. í grein sinni: »F.n
furðulegast var að heyra þennan mann
drótta eigingjörnum og lágum hvötum
fulltrúum, sem voru korneinkasölunni
meðmæltir.c
Adam og Eva voru f aldingarðinum
Eden, og þau voru nakin og blygð-
uðust sín. Ritstjóri Dags stendur alls-
nakinn í sínum eigin garði og blygð-
ast sín ekki. Rétt þegar hann er bú-
inn að furða sig á þessu háttalagi
mínu, þá fer hann að brygsla mér og
þeim bæjarfulltrúum, sem greiddu at-
kvæði á móti korneinkasölufrumvarp-
inu um lágar hvatir, og að ekkert
annað en það, hafi komið okkur til
að greiða þannig atkvæði.
Á þessum bæjarstjórnarfundivar alls
ekki rætt um lágar hvatir, heldur sagði
eg, að sumir bæjarfulltrúarnir, þeir,
sem hefðu gagnstæða skoðun mér f
þessu máli. inundu vera búnir að lifa
sig inn í, og hefðu sannfærtngu fyrir
skoðun, sem mundi Akureyrarbæ alls
ekki heppileg eða heilladrjúg. Eg býst
því við, að ritstjórinn hafi tekið þetta
upp hjá sjálfum sér að láta mig segja
þetta, til þess að geta teygt sinn góða
sannleikslopa sem allra lengst og sveigja
honum inn á þá braut, sem ritstjóran-
um þótti geðfeldast. Ekki alveg ó-
ósennileg tilgáta, að ritstjóranum hafi
þótt eg fara helzt til með of hreinan
skjöld og góðan sigur frá þessu máli,
og viijað því með sínu vanalega góða
upplagi breyta því eitthvað.
Pað má lika vél vera, að okkur
komi ekki saman um það, hvað eru
lágar hvatir, og vil eg því gera til-
raun til þess að koma með dæmi —■
einungis út í bláinn — til þess að vita
hvort við getum ekki orðið sammála
um það. Tökum dæmi:
Maður fer frá Akureyri til Reykja-
víkur á fulltrúafund, hann fær lánað-
an hest hjá fátækri konu, lofar að
fara ekki með hestinn nema suður í
Borgarnes, segist verða ákveðinn tíme
í ferðinni og semur við konuna munn-
lega um ákveðna greiðslu fyrir, og ef
hesturinn raeiðist, þá greiði hann eftir
samningi dagpeninga fyrir 'hestinn,
meðan hann er ekki brúkunarfær.
Fulltrúinn kemur heim, tekur laun
sín hjá félaginu, sem hann fór fyrir, í
ríkulegum mæli og hefir mjög góða
samvizku.
En sá galli hefir orðið á með hestinn:
Fyrst, að hann hefir farið með hann
alla leið til Reykjavíkur. Annað hann
hefir verið. mörgum dögum lengur,
en um samið var. Priðja, hann kemur
með hestinn mikið meiddan. Fjórða,
hann sleppir honum í greinarleysi,
þegar hann kemur heim. Konan, sém
átti hestinn, fréttir að fulltrúinn er
komin heim, hún lætur leita að hest-
inum og finnur hann eftir tvo daga,
Konan er einstæðingur, hún veigrar
sér við að hitta höfðingjann. Samt
verður það úr, þegar hún sér, að
hann ætlar ekki að senda henni pen-
ingana, eða semja um það, sem um-
fram er viðvíkjandi ferðalaginu, að
hún safnar kjarki og hittir göfugmenn-
ið. Hann tekur konunni illa og þver-
nsitar að greiða umsamið gjald, hvað
þá meira, Ekki hefir hann þó það sér
til afsökunar, að hann hafi farið með
hestinn til Reykjavíkur, í staðinn fyrir
Borgarnes. Ekki heldur það, að hann
hafði hestinn mörgum dögum lengur
en um samið var, né það, að haun
kemur með hann meiddan, og ekki
heldur það, að hann slepti honum í
greinaileysi, þegar hann kom heim*