Siglfirðingur - 18.03.1943, Blaðsíða 1
BLAÐ S J ÁLFSTÆÐIS M ANN A I SIGLUFIRÐI
Sjálfstæðismenn!
1 Munið sameiginlega
| fundinn á Hótel
@ Hvanneyri kl. 9 í
1 kvöld.
0II1IIÍIIIII
I
16. árgangur
T
Fimmtudaginn 18. marz 1943
7. tölublað
IÉBL!
Jónas Einarsson
níræðuiv
Skip strandar.
Skip Fiskimálanefndar, „Arctic“, strandar nálægt Selhömrum á
Snæfellsnesi. Nákvæmar fregnir hafa eigi borizt enn, því að síma-
laust er í grennd við strandstaðinn. Þó er talið líklegt, að sldpshöfn-
in hafi bjargazt.
k
Jónas, faðir Björns ökumanns,
Árna klæðskera og þeirra bræðra,
varð 90 ára s.l. miðvikudag. —
Hann er fæddur að Geirbjarnar-
stöðum í Köldukinn, 17. marz 1853.
— Foreldrar hans vorji h jónin Ein-
ar Bjarnason bóndi þar, Jónasson-
ar bónda í Fellsseli, og kenna Þing-
eyingar ættina við Yztafell. En
móðir Jónasar og kona Einars, var
Agata Einarsdóttir bónda í Salt-
vík, Jónssonar. — Jónas var yngst
ur af sjö systkinum. Hin voru: 1.
Kristbjörg, kona Helga Pálssonar,
og bjuggu þau um eitt skeið að
Kristnesi í Garðsárdal, en sá bær
er nú í eyði. 2. Einar bóndi í Skóg-
um. 3. Sigríður, er giftist Eiríki
Þorsteinssyni frá Miðfirði eystra,
4. Hólmfríður, kona Jónasar bónda
í Yztuvík, Sigurlaug, kona Jóhanns
Bessasonar frá Skarði, og 6.
Björn, faðir Þórhalls prentara og
Rannveigar, er lengi rak Hótel
Gullfoss á Akureyri. — Er margt
manna frá Einari og Agötu kom-
ið og flest myndarfólk. —
Jónas var 4 ára gamall þegar
foreldrar hans brugðu búi og flutt-
ust að Laufási til þeirra séra
Björns Halldórssonar og konu
hans Sigríðar, sem var systir
Agötu. Fylgdi Jónas foreldrum
sínum eftir, og ólst upp í Laufási
til fullorðins ára, ásamt Þórhalli,
síðar biskupi og systkinum hans.
Minnist Jónas margs frá samver-
unni við séra Björn og fjölskyldu
hans.
Þegar Jónas var tvítugur, fór
hann frá Laufási og gerðist þá
lausamaður. Dvaldist hann hin
næstu árin á ýmsum stöðum aust-
an Eyjafjarðarins, þar til hann
réðist að Kaupvangi í Eyjafirði til
Vilhjálms Bjarnarsonar, frænda
síns og fósturbróður frá Laufási,
og þar giftist Jónas 10. okt. 1885,
Guðrúnu Jónsdóttur (f. 11. okt.
1858) frá Ytrahóli í Kaupvangs-
sveit, af Djúpárbakka-ætt. Var
Guðrún fríðleiks kona og miklum
mannkostum búin, og varð hjóna-
band þeirra hið farsælasta. Þeim
Jónasi og Guðrúnu varð 8 barna
auðið, og komust-sjö synir úr æsku
og eru allir á lífi, giftir og eiga af-
komendur, en dóttur misstu þau
á barnsaldri. — Konu sína missti
Jónas 13. okt. 1938.
Eftir að þau Jónas og Guðrún
giftust, dvöldust þau á ýmsum
stöðum austan megin Eyjaf jarðar.
Var Jónas ýmist lausamaður eða
vinnumaður og kona hans í hús-
mennsku. Var hann eftirsóttur
sem vinnumaður og kaupamaður,
því að hann var góður verkmaður
og jafnvígur til lands og sjós, enda
réri hann nær 20 vertíðir á há-
karlaskipum. — Jónas var ágætur
fjármaður, og trúmennska hans í
öllu starfi, geðprýði og umgengnis-
lipurð var viðbrugðið.
Vorið 1914 fluttust þau Jónas
og Guðrún með sonum sínum hing-
að til Sigluf jarðar, og reistu bú að
Hóli, — töldust synir þeirra að
vísu fyrir búinu, en víst munu for-
eldrarnir hafa átt sinn góða þátt
í rekstri þess. Þar bjuggu þau til
vorsins 1925, en árið 1926 fluttust
þau til Akureyrar til Árna sonar
síns, og með honum aftur hingað
til Siglufjarðar. 1936, og dvelur
Jónas nú hjá honum og konu hans,
frú Soffíu Jónasdóttur, og nýtur
hjá þeim hinnar beztu umönnunar
í ellinni.
„Arctic“, sem er seglskip með
hjálparvél, lagði af stað frá Rvík
áleiðis til Vestmannaeyja síðastl.
þriðjudagskvöld. Kl. 4 í fyrrinótt
barst skeyti frá skipinu þess efnis,
að það væri í hættu statt í Faxa-
flóa, með rifið stórsegl og skonn-
ortusegl, og um hádegi í gær, kl.
12,10, barst neyðarkall frá skip-
inu, að það væri að reka á land,
en óglöggt heyrðist og gátu menn
eigi greint staðinn, en virtist ann-
aðhvort vera við Garðskaga'eða
Skipaskaga. Voru björgunarsveitir
beggja staða kvaddar til starfa, en
er á hvorugum staðnum sást til
-----Eflaust geta flestir farið
nærri um það, að eigi hafi það
verið neinn barnaleikur fyrir Jón-
as og konu hans, bláfátæk og bú-
laus, að koma upp hinum stóra
barnahóp sínum. — Eflaust hefur
vinnudagur þeirra oftast verið
drjúgum lengri en þeirrar kynslóð-
ar, sem nú er að taka við af þeirri,
sem senn er horfin. — Eflaust
hefur þeim aldrei komið til hugar,
að telja dagsverki sínu lokið kl. 4
síðdegis, og klæðast þá sparifötun-
um, fara í Bíó eða á dansleik, og
drekka þar og drabba fram undir
morgun. Og þó var dagkaup Jón-
asar, sem var eftirsóttur sláttu-
maður, 2—3 krónur auk fæðis, fyr-
ir 12—14 stunda vinnu, en það
mun ekki láta fjærri að sé sem
svarar kortérs kaupi nú. — Ef-
laust hafa þau þurft að velta þvi
fyrir sér og gerhugsa það, hvernig
bezt yrði varið og haganlegast
hverjum tuttuguogfimm-eyringn-
um, sem inn vannst. — En þeim
tókst þetta giftusamlega. Börn
þeirra komust öll upp, og eru
mannvænleg, sjálfbjarga vel og
nýtir þegnar þjóðfélagsins, og Jón-
as getur nú horft til baka yfir
hirm liðna, langa starfsdag sinn,
skipsins. Var þá fengin ísl. flug-
vélin að leita þess. Fóru þeir í
þenna leiðangur Örn Johnson og
Björn Jónsson, flugmenn. Fundu
þeir loks skipið á fyfrgreindum
stað um 5-leytið í gær. Var þar
tiltölulega kyrr sjór og skipið virt-
ist standa á sandi og vera ó-
skemmt. Virtist flugmönnunum að
streng hefði verið komið í land og
skipshöfn ekki í yfirvofandi háska.
Síðar hefur frétzt, að skipshöfnin
hafi bjargazt öll og ómeidd, og
líður skipbrotsmönnum vel, eftir
atvikum.
með ánægju og stolti yfir dags-
verkinu. Og eflaust hefði hin unga
kynslóð, sem nú er að taka við
landinu, gott af að líta til baka
með Jónasi og hugleiða starf hans,
afköst og vinnugleði, og ætlast ég
þó ekki þar með til þess, að hún
færi dagkaup sitt niður í 2—3
krónur. —
Eg hef haft náin kynni af Jónasi
um hartnær 30 ár, og þau kynni
hafa verið með ágætum. Eg hef
engan mann þekkt honum gagn-
vandaðri eða grandvarari til orðs
og æðis. — Góðvild, greiðvikni og
glaðværð finnst mér hafa mótað
dagfar hans allt, og svo bjartsýn-
in, trúin á sigurmátt alls þess, sem
gott er í heiminum og í manninum
sjálfum. Hann er miklu skyggnari
á hið góða en hið illa.
Jónas er enn við góða heilsu,
með tilliti til hins háa aldurs, að
undantekinni heilsubilun (kvið-
sliti), sem hann hefur þjáðst af
síðan á unglingsárum; svo og
nokkurrar heyrnardeyfu. Hann
hefur alltaf fótavist og er andlega
hress og sálarkraftarnir góðir. —-
Glaðværðin og góðvildin skína enn
úr svip hins mjallhærða öldungs,
og hann er enn bráðskemmtilegur