Siglfirðingur

Tölublað

Siglfirðingur - 12.08.1948, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 12.08.1948, Blaðsíða 1
Æskulýðsfylkingin auglýsir fund! Mjölniskrummi hverfur!! „Siglfirðingur“ hefur í nokkr- um síðustu tölublöðum vakið at- hygli bæjárbúa á því dauðamóki, sem einkennt hefur félagslíf ungra kommúnista hér. Árangurinn af skrifum þessum kemur 'í ljós, er þeir ungkommún- itar rjúka upp til handa og fóta og auglýsa félagsfund í „Mjölni“ í gær og feitletra: „Félagar! Það er mjög áríðandi að þið fjölmenn- ið.“ Nú skal látið til skarar skríða og skal Þóroddur látinn tala yfir hausamótunum á „fjölmenninu“. I hugaræsingi út af samningu fundarauglýsingarinnar og byrjun nýs félagsláfs (?) gleymir svo E. M. A. „Mjölniskrumma“ og „bröndurum" sínum, og varð því ekki að eins miklu aðhlátursefni og oft áður. Hvort hér er um að ræða aftur- bata í fylkingunni, skal óspáð um og þótt máske verði ekki hægt að óska ungkommunum til ham- ingju með fundinn, sem a. m. k. á að halda, er það þó gert með ágæta fundarauglýsingu. Triestedeilan enn á döfinni FULLTRÚI Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað yfirráðarétt ítala yfir Trieste. — Svo sem kunnugt er töpuðu ítalskir kommúnistar miklu í síðustu kosningum á Italíu vegna afstöðu sinnar til Trieste- málsins. En þeir hölluðust, líkt og kommúnistablökkin í Austur- Evrópu á sveif með Júgóslövum. I kosningabaráttunni á ítalíu gengu æskulýðsfélög „Lýðræðis- fylkingarinnar“ fyl-ktu liði um götur Rómar, berandi spjöld, sem á stóð: „Kommúnistar! Ef þið eruð ekki útlendingar, þá hrópið með okkur: Trieste á að vera ítölsk.“ Samfylking kommúnista o£ vinstri krata á Italíu leyst upp EFTIR HAKFARIR kommúnista og vinstri krata í síðustu kosning- um á Italíu, hefur starfsemi Samfylkingarinnar verið ill og erfið. Lyktaði ósamkomulaginu með því, að miðstjórn Samfylkingarinnar lýsti yfir því, að hún myndi leyst upp. Nenni, leiðtogi vinstri krata, hefur verið kallaður til Moskvu og er nú þar. MIÐSTJÓRN samfylkingarkomm- únista og vinstri krata á ítalíu hefur tilkynnt, að samfylkingin muni leyst upp. Segir í til-kynningu samfylkingarstjórnarinnar, að þær breittu aðstöður, sem úrslit síð- ustu kosninga á Italíu, hafi orsak- að geri starfsemi samfylkingar- innar óhagstæða. Sökum þessarar upplausnar í þessari kommúnistisku samifylk- hefuf Nenni, leiðtogi vinstri krata á ítalíu vernið kallaður til Moskvu og er hann þar nú. Gert er ráð fyrir að hann muni gefa Stalín skýrslu um ástandið í stjórnmál- um Italíu. ERLANDER, Síldarsöltunin hér er 13.960 tunnur en 26.141 tunnum nemur heildarsöltunin í landinu forsætisráðherra Svía Sex Olympíufaranna keppa víðsvegar á Norðurlöndum SEX HINNA íslenzku íþrótta- manna, er þátt tóku í Olympiu- leikumun í London fóru í gær flug- leiðis til Noregs, ásamt þjálfara sínum Olle Eskberg, og munu keppa víða á Norðurlöndum á næstunni. Þeir, er fara til þessara íþrótta- keppna eru: Finnbjörn Þorvalds- son, Clausenbræðurnir, Haukur og Örn, Sigfús Sigurðsson, Torfi Bryngeirsson, Óskar Jónsson. Þeir keppa tvisvar í Noregi, fyrst 'í Osló í dag og á morgun og síðan í Bergen 16. og 17. þ.m. Þá halda íþróttamennirnir til Svíþjóðar og ef til vill til Finnlands. Þeir eru ekki væntanlegir heim aftur fyrr en í September. Líðan Islendinganna er ágæt. • Hjónaefni. — Nýlega opinber- uðu trúlofun sina Magdalena Ól- afsdóttir, Lækjargötu 9, og Hann- es Vigfússon, rafvirkjanemi, Hóla- veg 11. — Þá hafa einnig opinber- að trúlofun sína Kristín Helgadótt- ir og Reinhard Sigurðsson, Bak-ka. Alls hafa verið saltaðar á land- inu26.141 tunna síldar. Á hinum einstöku stöðum hefur verið saltað sem hér segir: Dalvík ................ 1623 tn. Dranganes................ 531 — Hofsós ................... 71 — Hólmavík ............... 2214 — Hrísey .................. 549 — Húsavík ................ 3524 — Ólafsfjörður ........... 249 — Raufarhöfn ............. 1135 — Sauðárkrókur .......... 1029 — Sigluf jörður ......... 13960 — Skagaströnd ............ 1156 — Þrjár hæstu söltunarstöðvarnar hér á Siglufirði eru: Sunna h.f............... 2330 tn. Söltunarst. Nöf ........ 1336 — Sigfús Baldvinsson ..... 1148 — I þær 26141 tn., sem saltað hefur verið í hefur verið saltað með eftirtöldum söltunaraðferðum: Venjuleg saltsíld: 1.342 tunnur. Haussk og magadr.: 13376 tunnur. Haussk. kryddsíld: 1185 timnur. Sykursöltuð síld: 10238 tunnur. Rigningar valda skemmdum í Bretlandi Miklar rigningar hafa undan- farið verið í Bretlandi og herma fréttir, að mikil hætta sé á að korauppskera Breta muni stórum minn-ka vegna rigninganna, sem þar hafa geysað. Kviknar í skipi LAUST fyrir kl. 3 í gær kom upp eldur 'í skipinu Minnie E.A. 758, sem lá hér við bryggju við S.R.P. Verið var að gera við vél skipsins og var vélarrúmið opið. Vélstjórarnir voru uppi og urðu þá varir við reyk, er þeim virtist koma úr lest skipsins og opnuðu . þeir hana, en um leið gaus eldur upp úr vélarrúminu. Slökkviliðið var kvatt út, en skipverjum tókst að slökkva eldinn, áður en það kæmi á vettvang. Skemmdir urðu litíar sem engar. Fyrsti vélstjóri kvað sér óskiljanlegt, hvað orsak- að helfði eldinn. Sendiherrafundinum í Moskvu enn ekki lokiö FUNDI þeim, sem sendiherrar Vesturveldanna sitja nú með Molotov utanríkisráðherra Rússa var ekki lokið í gærkveldi. Enn er ekkert látið uppi um umræðuefni fundaríns og forðast allir aðiljar frétta. Fréttariturum hefur heldur ekki tekizt að grafa upp neinar fréttir af fundarefninu, en gizka á, að það muni vera Þýzkalands- vandamálið og þá einkum Ber- Knardeilan.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.