Siglfirðingur - 12.08.1948, Side 2
SIGEFIR ÐINGUR
blað siglfirzkra Sjálfstœðismanna
Ábyrgðannaður: ÖLAFUR RAGNARS
BLAÐAMENN:
Stefán Friðbjarnarson og Eyjólfur K. Jónsson
Útkomudagar:
Þriðjudagur, fimmtudagur og Iaugardagur
Skrifstofa blaðsins er í Verzlunarfélagshúsinu
(2 hæð — Sími 83), én afgr. er við Vetrarbr.
Siglufjarðarprentsmiðja h. f.
HOM i ATVINNUMALUM
FJÁRHAGSRÁÐ áætlaði, að útfluttar
síldarafurðir mundu í ár nema rúmum 200
millj. króna, eða helmingi alls útflutnings
landsmanna. Af þeirri skýrslu sjá menn, hve
gífurlega þýðingu síldveiðarnar hafa fyrir
þjóðarbúið og hver áhrif það getur haft á
alla afkomu þjóðarinnar, hvort síldveið-
arnar ganga vel eða ekki* Menn sjá og, að
bátaútvegurinn er sú atvinnugrein, er þjóð-
in á mest undir, þrátt fyrir það, að togar-
arnir skili miklum gjaldeyri. Við saman-
burð á veiðum bátanna og togaranna er og
rétt að hafa hugfast, að afli togaranna er
allur fluttur úr landi óunninn, en bátaút-
vegurinn veitir mönnum í sjávarþorpum og
bæjum landsins geysimikla atvinnu.
★
SUMARSlLDVEIÐARNAR hafa fram
að þessum tíma gengið hörmulega illa og ekki
skilað nema broti þess afla, er menn höfðu
vænzt. Við vonum í lengstu lög, að úr muni
rætast og síldin muni rétta við hag þjóðar-
innar, við verðum einnig að vona, að vetrar-
síldveiði muni verða framvegis hér við land.
Við verðum þó að vera við því búin að mæta
skakkaföllum, sem koma munu hart niður á
allri þjóðinni, ef síldveiðarnar bregðast og
megum búast við því, að enn verði að skerða
innflutning neyzluvara á þessu ári, þó að
þegar sé þröngt fyrir dyrum. Betra er þó að
herða ólina nokkurn tíma og nota gjaldeyris-
tekjurnar til að byggja upp atvinnuvegina
og búa í haginn fyrir framtíðina en eyða
jafnharðan gjaldeyristekjunum fyrir
neyzluvörur og hafa aldrei von um aukinn
afrakstur vinnunnar.
★
ENDA ÞÓTT erfið verði afkoma allrar
heildarinnar, ef af li í sumar bregzt með öllu,
verður þó hagur útgerðarinnar verstur. —
Þegar veiðarnar hófust í vor, urðu flestir
útvegsmenn að taka stór lán til að búa skip
sín út til veiða, en þeir treystu því, að afla-
sæld mundi verða og fljóttekinn gróði. Allar
slíkar vonir þeirra hafa þó brugðizt til þessa,
og margir riða þegar á barmi gjaldþrots. —
Bankarnir mundu geta tekið mörg skipanna
upp í skuldir, en þeir munu þó hlífast við því,
enda ólíklegt, að aðrir menn mundu reka
fiskiskipin betur en þeir útvegsmenn, er hafa
að baki sér margra ára reynslu, bæði á góð-
ærum og slæmum árum. Háski er nú óneit-
anlega fyrir dyrum, og bráðlega mun kreppa
að, ef ekki fer að rætast úr með veiðarnar.
Menn mega þó ekki æðrast heldur leggja
harðara að sér, en umfram allt ber okkur þó
að tryggja áframhaldandi rekstur bátaút-
vegsins, sem við eigum mest undir.
KROSSGÁTAN
• Lárétt: 1. áhyggjulaus; 6. títt;
8. keyr; 10. snæðingur; 11. hálf-
viti; 12. eins; 13. verkfæri. —
14. erífið; 16. hver og ein.
• Lóðrétt: 2. hýjung; 3. dreifður:
4. má borða; 5. drykkur; 7. hæg;
9. fikt; 10. kindina; 14. á fæti.
15. tónn.
Ráðuing á síðustu krossgátu:
• Lárétt: 1. hefti; 6. Ijá; 8. at;
10. sá; 11. fjarlæg; 12. lá; 13. ræ;
14. yki; 16. small.
• Lóðrétt: 2. el; 3. fjarska; 4. lá;
5. kalfli; 7. fágæt; 9. tjá; 10. sær;
14. ym; 15. il.
Hafið þið veitt
því athygli:
• að kommúnistar eru hættir ad
tala um æskufylgi við stefnu
sína og hættir að minnast á að
lækka kosninga-aldurinn?
• að þeir eru einnig hættir að
tala um fylgi menntamanna við
stefnu sína og kalla þá nú „and-
skotans hræsnara og aum-
ingja“ og öðnun áþekkum
nöfnutti?
SKRlTLUR
Fylgdarm.: Hérna verðið þið
hjónin að fara varlega, þvi
margur ferðamaðurinn heifur
beðið bana í þessari hamrahlíð."
Ferðam. Okallar til konu sinnar)
„Farðu á undan, Arngerður!"
•
Hann: „Hún er eitthvað skrítin
þessi vinnukona, sem þú ert nýbúin
að fá — að hún skuli ekki finna
það á lyktinni, þegar steikin
brennur við hjá henni.“
Konan: „Hún er víst bæði óvön
og trassafengin — og ein af þeim,
sem lætur allt fara inn um aðra
nösina og út um hina.
Sjú'klingurinn: „Mér finnst yður
veitast nokkuð erfitt að koma mér
til heilsu í þetta sinni.“
Læknirinn: „Á þessum erfiðu
tímum tjáir ekki annað en halda
tryggð við þá, sem maður hefur
einu sinni náð í.“
Framhaldssagan 17. dagur.
BARATTA ASTARINNAR
eftir NATALIE SHIPMAN
Hann stanzaði snögglega. Hann var ekki að leita
að orðum, og hún var sannfæi’ð um, að hann var
ekki að fálma eftir hugsunum i sambandi við bréf-
ið. Hann vissi nákvæmlega, hvað hann ætlaði að
segja næst, og það vissi Chiris einnig.
En hann hélt ekki áfram. Þögnin varð svo löng,
að hún að lolcum leit upp, og þá sá hún, að hann
starði þunghúnum augum út um gluggann, og í
svip hans lýsti sér slík þjánin, að henni rann til
rifja. Hann starði upp i fölhláan himininn, og
vonleysið skein lir svip hans.
Hann var algjörlega sem i öðrum heimi, hafði
hæði glevmt stund og stað, og einnig því, iað hún
sat hér og heið.
Hún fann, hvernig hlóðið þaut fram í kinnarnar
og livernig hjartað hamaðist. Hún fór að stara á
pappírinn, sem hún hafði verið að skrifa á, og beið
í spenningi og óvissu um hvað mundi gerast.
Þegar hann hóf aftur máls, var rödd hafls róleg
og örugg , eins og hugur hans liefði dvalið við sama
efnið, en ekki flogið á braut, hvert sém hann nú
hafði farið. „I sambandi við samningana, sem þér
ekki samþykktuð '“
Blýanturinn flaug yfir pappírinn, og hún beygði
liöfuðið, svo að hann sæi ekki roðann, sem nú
breiddi sig yfir allf andlit liennar og háls, og gaf
lil kynna vandræði hennar, því að hún hafði eng-
an rétt til að láta svipbrigði hans hafa hin minnstu
áhrif á sig. Þetta var hans einkamál og henni al-
gjörlega óviðkomandi.
Þau voru að ljúka við bréfin, þegar síminn
hringdi. „Þér skuluð ekki fara,“ sagði hann. „Ég
verð ekki augnablik." Því næst tók hann símann.
„Já? Hvað vantar þig, Connie? Ég sagði þér að
ég myndi koma henn eins fljótt og ég gæti.“ Hann
þagði, hlustaði, og hnyklaði brýrnar. „.Tæja, því
þá ekki að láta standa á stöku? .... Nei, það get
ég alls ekki. Ég er þegar orðinn of seinn, og er
að flýta mér að ljúka við bréfin .... Já?“ Chris
sá, að roði breiddist yfir andlit hans. „Ég — já,
auðvitað, ég skal spyrja hana. Ég veit það ekki.
Bíddu augnablik.“ Hann sneri sér að Chris og
spui’ði rólega, en þó kæruleysislega. „Konan mín
er að spyrja, hvort þér getið gert okkur mikinn
greiða, ungfrú Allisfair. Við ætlum að halda mið-
degisverðarveizlu í kvöld, og ein vinkona okkar
hefur sent afboð á síðustu stundu. Munduð þér taka
það í mál að koma i hennar stað?“
Tilfinningar, sem henni voru með öllu óþekktar,
ætluðu að yfirbuga hana, en hún sat grafkyrr. Hxm
var sárreið. En hún ætlaði ekki að láta þess konar
tilfinningar ná tökurn á sér. Ef hún ætlaði sér að
vera einkaritari, þá mátti hún alltaf eiga von á
að vera notuð í svipuðum tilfellum og þessu.
Jason beið. Hún varð að segja eitthvað. Henni
vai’ð aftur hugsað til þess, hversu hræðileg óham-
ingja hefði lýst sér í svip hans. Ef hún aðeins gæti
á einhvei’n hátt lijálpað honum. Hún leit upp.
Hann hoi’fði á hana, en hún gat ekkerl ráðið af
svip hans. „Haldið þér — ætti ég—“
Hann sagði mjög hægt: „Gerið það fyrir mig að
koma. Þér munduð gera mér ómetanlegan greiða
með því. Ég blygðast mín fyrir, hvernig þetta
allt er, en---“
Hún hikaði, en hneigði síðan höfuðið. „Ég kem.“
Hann tók heyi’nartólið aftur. „Já, Connie. Ungfrú
Allisfair ætlar að hjálpa okkur úr þessari klípu —
Klukkan átta? Ég skal segja henni það.“
Það varð ofurlítil þögn, eftir :að hann hafði lagt
símann frá sér. „Þakka yður fyrir,“ sagði hann blíð-
lega. „Ég get ekki sagt yður, hversu þakklátur ég
Framhald.