Siglfirðingur - 12.08.1948, Side 3
SIGEFIR ÐINQUR
8
„Bráðabirgðalyktin“ og bæjarhreins-
unin í Reykjavík vorið 1948
I kvöld :kl. 9:
SPELLVIEKJAR
Annað kvöld kl. 9:
Sagan af Ziggy Brennan
Erindi þetta var flutt af Jóni Sigurðssyni borgarlækni
Reykjavíkur á fundi í Rotaryklúbbi Sigluf jarðar 21. júlí 1948.
Halldór Kristinsson, héraðslæknir, féklí erindið til birtingar
fyrir „Siglfirðing“, jtar eð liann taldi, að mál borgarlæknisins
ætti erindi til bæjarbúa. Halldór Kristínsson skrifaði fyrir
mörgum árum greinar um þrifnaðamrál bæjarins, þar sem
hann m.a. stakk upp á því, að stofnað yrði Fegrunarfélag
Siglufjarðar, og vitnaði í hliðstætt félag í Kaupmannahöln,
sem starfað hafði með miklum árangri. Héraðslæknirinn
hyggst hreyfa þessu máli á ný á komandi vetri o:g er þess að
vænta, að bæjarbúar sýni máli þessu verðugan áliuga.
Góðir áheyrendur!
Síðasta laugardaginn í maí, í
blíðum austanvindi, heyrðust
skyndilega giuggaskellir og ósköp-
in öll af fussum og sveium á göt-
unum í Reykjavík, og símar í
skrifstofum borgarstjóra, lög-
reglustjóra og minni titruðu af
harmþrungnum röddum: „Hvaðan
kemur þessi déskotas fýla?“ —
Sjúklingar, þungaðar ikonum og
börn seldu upp eða urðu miður sín
á annan hátt, og stæltustu karl-
menn kváðust vilja gefa dáuðann
o.s.frv. í allan gjaldeyri, éf þeir
bara losnuðu við þennan bansett-
ans ódaun. — íbúar Kaplaskjóls
voru þeir einu, sem ekki létu til
sín heyra, en þeir eru orðnir
þreyttir á að kvarta undan óþefn-
um frá öskuhaugunum, og e.t.v.
hefur þeim bara þótt tilbreytingin
góð.
En það var engum blöðum um
það að fletta, andrúmsloftið var
spillt, og því óhollusta á ferðum.
Heilbrigðisnefndin varð að láta tii
sín taka.
Lögreglustjóri, sem er formaður
heilbr.nefndar, og ég fundum
fljótt rót meinsemdarinnar, S'íldar-
og fiskimjölsverksmiðju austan
við bæinn.
Verksmiðja þessi hefur verið
rekin 1 2 áratugi, en þangað til í
sumar hefur hún aðeins unnið úr
gömlum, þurrkuðum beinum. Að
vísu fældi útiþurrkun beinanna
einstaka nágranna burt úr um-
hverfinu, en almennt vissu Reyk-
víkingar ekkert um, að þessi verk-
smiðja var til. En lunræddan
laugardag var hún, eíf svo má
segja, í allra vitum og vitund.
Verksmiðjunni hafði sem sé
verið breytt, m.a. með síldarmjöls-
vinnslu fyrir augum, og beinin nú
unnin blaut. Breyting verksmiðj-
unnar tók mikið lengri tíma en
búizt var við, en slíkt væri nú á
tímum alls ekki í frásögur fær-
andi, ef ekki hefði af þeim ástæð-
um safnazt fyrir alla vetrarver-
tíðina bein og hausar í heljarmik-
jnn bing, að jafnaði einn meter
háan, á eins ha. stórt svæði við
verksmiðjuna.
Þegar verksmiðjan loks gat
te'kið til starfa, var mikill hluti
beinanna orðinn nokkurra mánaða
gamall, og rotnun og ýlda í bingn-
um þegar farin að eitra andrúms-
loft umhverfisins. Rotnunin gerði
óþefinn við beinavinnsluna talsvert
verri, en hann el'la hefði orðið, og
forráðamenn verksmiðjanna stög-
uðust á, að hér væri aðeins um
„!bráðabirgðalykt“ að ræða, en aí-
EFTIR
JON SIGURBSSON
BORGARLÆKNl
FYRRl GREIN
menningur áleit verksmiðjueigend-
urna ekki dómbæra á lyktina, þar
eð hún væri þeim „peningalykt".
Nú, lyktin var með öllu óbærileg
viðkvæmum skilningarvitum íbúa
höfuðborgarinnar, og heilbr.neifnd
var kölluð saman í skyndi. Skv.
heilbr.samþykktinni gömlu frá
1905 má enginn hefja eða reka
sJíka starfsemi, sem hér greinir,
nema að fengnu leyfi heilbr. nefnd-
ar, en verksmiðjunni hafði láðst
að sækja um slíkt leyfi í tíma og
yfirleitt látið, eins og oft vill verða,
allar fyrirhugaðar heilbrigðisráð-
stafanir stja á hakanum. Heil-
brigðisnefnd samþykkti að leggja
til við bæjarráð, að það sam-
þykkti því aðeins rekstur verk-
smiðjunnar, að hún uppfyllti
eftirtöld skilyrði:
a) öllum útbúnaði á mannvirkj-
um og tækjum skal þannig
fyrirkomið, að auðvelt sé að
hreinsa og að sem minnstur
óþrifnaður og ólykt stafi af.
b) Að tryggt sé, að tíð og reglu-
leg hreinsun fari fram á
þróm, flutningatækjum og
svo framvegis.
c) Að á meðan nauðsynleg tæki
eru ekki fyrir hendi til að
eima límvatnið eða hagnýta
það á annan hátt, séu gerðar
nauðsynlegar ráðstafanir til
að leiða það, ásamt öllu skol-
vatni, nægilega langt í sjó
fram til að koma í veg fyrir
óþrifnað af því.
d) Að gerðar séu þegar í stað
fullnægjandi ráðstafanir til
eyðingar á ólykt frá reyk,
sem myndast við þurrkun
síldar- og fiskimjölsins. —
Verksmiðjunni sé settur
þriggja mánaða frestur til
þess að koma þessum tækj-
um fyrir. Á meðan sé rekstr-
inum hagað þannig, að tryggt
sé, að ekki leggi reyk né
ólykt yfir bæinn frá verk-
smiðjunni.
e) Að sildarflutningi til verk-
smiðjunnar og geymsla allra
hráefna sé hagað samkv.
fyrirmælum heilbrigðisnefnd-
ar og lögreglustjóra. Heil-
brigðisnefnd ákveður hverju
sinni um útbúnað og rekstur
verksmiðjunnar varðandi
þrifnað og hollustuhætti og
getur krafizt stöðvunar á
rekstri hennar, ef út af er
brugðið.
Bæjarráð féllst þegar á tillögur
heilbrigðisnefndar og fól nefndinni
að sjá um, að verksmiðjan yrði
eldd rekin, nema að uppfylltum
nefndum skilyrðmn.
Við létum því stöðva verksmiðj-
una þegar í stað, en að nokkrum
dögum liðnum hafði vélsmiðjan
Héðinn komið fyrir lyktareyðandi
tækjum í verksmiðjunni. Upp með
reykháfinum var sett pípa, sem
endar í hring við eifri og innri brún
reykháfsins, en þessi hringur er að
neðan alsettur smágötum og vatns-
dreifurum. Þegar vatni eða sjó er
dælt með miklum þrýstingi í gegn
um pípuna, steypist þéttur úði
niður yfir reykinn, þéttir mikinn
hluta reykjargufunnar, sem stígur
upp um reykháfinn, en tekur
jafnframt með sér talsvert af
ólyktinni.
Hér var þó aðeins um bráða-
birgðaráðstöfun og tilraun að
ræða, en með fullkomnari tækjum
má sýnilega eyða lyktinni að fullu,
a. m. k. er sagt, að jafnvel
kvikmyndastjörnurnar í Holly-
wood faafi ekki hugmynd um, að
síldarbræðsla fari fram í sardínu-
verksmiðjum þar, rétt við fíngerðu
nefin á þeim.
Við beina- og síldarvinnsluna að
Kletti er notuð hin svokallaða
„beina“ eða „direkte“ aðferð, þar
sem loftstraumurinn leikur um
sjálf beinin eða síldina áður en
hann berst burtu með reyknum,
en lyktareyðingin er s'kiljanlega
mikið auðveldari við svonefnda
„óbeinu“ eða „indirekte“ aðferð-
ina, því loftstraumurinn snertir
þar hvorki bein né síld.
Kostnaðurinn við fullkominn út-
búnað til lykteyðingar í slikum
verksmiðjum er algjörlega hverf-
andi, að sögn sérfróðfra verkfræð-
inga.
Á sama hátt og arkitektar og
verkfræðingar gera ákveðnar
kröfur um þykkt veggja, járn-
bindingar o.s.frv. í verksmiðju-
byggingum, gera heilbrigðisyfir-
völd nú orðið ekki eingöngu kröf-
ur um varnir gegn slysum og
óþrifnaði, heldur einnig ákveðnar
kröfur um ráðstafanir til eyðingar
óþefs, hávaða, titrings o.s.frv„ og
bætir með því heiisufar verka-
ifólksins og eykur á vellíðan a'l-
mennings.
Framhald í næsta blaði.
IBOD TIL SOLU
Tilboð óskast í íbúð, þrjú herbergi og eldhús á mjög góðum
stað í bæmun. — Laust til afnota í haust.
Tilboðxun sé skilað til xmdirvitaiðs fyrir lok þessa mánaðar,
og gefur lxann allar nánari upplýsingar.
JÓN JÓHANNESSON, málfl.m.
Lindarpenni Parker 51
tapaðist í síðastliðinni viku.
Uppl. á afgr. blaösins
KVENKAPUR
fyrirliggjandi
Verzlunarfélag
Siglufjarðar h.f.