Rödd verkalýðsins - 01.06.1930, Blaðsíða 1

Rödd verkalýðsins - 01.06.1930, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: JAFNAÐARMANNAFÉLAGIÐ SPARTA Reykjavlk júní 1930. tíi aiþýðunnar á ísiandi. ísland og Þjúðabandalagið. Öll borgarastéttin á Islandi, aö sósialdemókrötum (hægfara jafnaö- armönnum) meötöldum, býr sig til mikilla hátiðarhalda til aö minnast þess, að þúsund ár eru liðin siöan Alþingi var stofnað. Þessa hátiö á að nota til þess, að útbreiða kenninguna um frið og sátt milli stétta þjóðfé- lagsins. „Á Islandi rikir friður og farsæld", segir öll borgarastéttin ein- um rómi. „Útflutningurinn eykst, landbúnaðurinn færist í nútimahorf, samgöngurnar batna og alstaðar er verið að reisa úr rústum.“ Alt er fag- urt á að líta og burgeisarnir og liðs- menn þeirra meðal verkalýsins, sósíal- demókratarnir, mega vel við una. En hefir þá alþýðan á íslandi nokkra ástæðu til fagnaðar? Er á nokkurn hátt dregið úr arðráninu? Er nokkur bót ráðin á kjörum verkamanna, sjó- manna og bændar’ Nei. Hvað er þá að gerast? Auðvald nútímans hefir haldið innreið sína í landið. í kjölfar þess fylgir arörán vinnu- stéttanna, meiri stéttaandstæður en nokkru sinni fyr og innflutningur er- lends auðmagns. Togaraútgerðin eykst, auövaldið teygir klær sinar til landbúnaðarins, fiskverkunin verður að iðnaði o. s. frv. Þessar staöreynd- ir sanna, að auðvaldið hefir fest ræt- ur á íslaudi. Stöðugt fjölgar þeim, sem selja auðvaldinu vinnuafl sitt og eru' arörændir af því. Fátækir bænd- ur sökkva enn dýpra niður í örbirgð- ina og lenda í klóm braskaranna. Þeir verða undir i samkepninni við erlenda landbúnaðarframleiöslu, sem rekin er með nýtisku aðferðum. Land- búnaðarkreppan er á leiðinni til fs- lands. Hvað merkir alt skrafið um sjálf- stæði íslands? Það er vígorð, sem Imrgeisarnir nota til þess að hylja með þjónustu sína við erlent auðvald. Með hverju ári er ísland bundið fast- ar á klafa erlends auðvalds. Auðvald- ið á íslandi er tengt sterkum böndum við auðvaldið annarsstaðar í heimin- um. Raunverulegt sjálfstæði fær ísland aldrei fyr en verkalýðurinn hefir tek- ið völdin og gert bandalag við al- þýðuríki annara landa. Alheimsauðvaldið er í mikilli kreppu, svo að alt auðvaldsskipulag- ið nötrar. í hugsjónalandi allra heims- ins auðmanna, í Bandaríkjum Ame- riku, er kreppan mögnuðust. Þessi t kreppa nær brátt til íslands. Hún niun verða mjög tilfinnanleg og grípa alt atvinnulíf heljargreipum. Stéttabaráttan færist í aukana. Með innrás auðvaldsins hefir stétta— baráttan aukist og tekið á sig sömu mynd og annars staðar í auðvalds- heiminum. Eins og annars staðar rís íslensk alþýða, verkamenn, sjómenn og bændur til baráttu fyrir bættum kjörum. Verkföll, til að knýja fram hærri laun og bætt vinnuskilyrði, verða stöðugt tíðari. Þetta sýnir að , verkamenn og sjómenn eru aö vakna til stéttameðvitundar. Sjómannaverk- fallið í fyrravetur, hin sigursæla bar- átta verkalýðsins í Reykjavík, Siglu- firði, Vestmannaeyjum, Akureyri, ísafiröi og Patreksfirði í vor, hin öfl-. uga andstaða gegn sósíaldemókrötun- um á síðasta þingi Alþýðusambands- ins, fylgiö við tillögur kommúnista og atkvæðamagn kommúnista við bæjar- sjórnarkosningarnar i Vesmannaeyj- um — alt er þetta vottur þess að al- þýðan er að vakna til stéttavitundar og risa til baráttu. Samtímis nota sósíaldemókratar nýjar aðferðir til að brjóta broddinn af andstöðunni gegn sér og sitífla strauminn til vinstri, til að koma í veg fyrir stofnun kommúnistaflokks. Gegn flokkum útgerðarmanna og stórbænda og gegn sósíaldemókröt- um, sem betur og betur auglýsa sig sem liðsmenn auðvaldsins, rís nýtt vald: Hin byltingarsinnaða verkalýðs- hreyfing. — Það er þessi hreyfing, sem mun verðá leiðtogi islenskrar alþýðu í bar- áttu hennar fyrir bættum kjörum, i átökum hennar til þess að hrinda af sér okinu og koma jafnaðarstefnunni i framkvæmd. Engin ráð eru til að koma jafnaðarstefnunni i framkvæmd á friðsamlegan hátt, með kjörseðlum og þátttöku í starfi Alþingis og bæj- arstjórna. Burgeisum, stórbændum og sósíaldemókrötum er mjög umhugað um að telja alþýðu manna trú um slíkt, til að tefja fyrir stéttabarátt- unni, til að tefja fyrir þróun byltinga- sinnaðrar verkalýðshreyfingar. Vopnin, sem verkalýðurinn verður að beita, tii að sigra auðvaldið, eru alt önnur. Þau eru: Verkföll, kröfu- göngur og löks uppreisn gegn kúg- runurn, sem lýkur með þvi að hin sigri hrósandi alþýða tekur sér al- ræði. Valdanám alþýðunnar er óhugs- andi með öðru móti. Barátta í bandalagi við stéttabræð- urna um allan heim. Fyrir hér um bil 13 árum tók al- þýðan i Rússlandi völdin i sínar hendur. í 13 ár hafa stéttarbræðurn- ir í Rússlandi bygt upp þjóðfélag jafnaðarstefnunnar og miljónir al- þýðunnar ganga fylktu liði undir merki jafnaðarsteínunnar. Það er al- ræði öreigalýðsins, sem hrósar sigri. Þess vegna vígbúast auðvaldsrikin gegn Ráðstjórnar-bandalaginu. — f Kína og Indlandi risa nýlenduþræl- arnir til úrslitabaráttu gegn stór- veldastefnunni. f öllum auðvaldslönd- um rís hinn vinnandi fjöldi til harðr- ar baráttu gegn auðvaldinu. í öllum iöndum harðnar stéttabaráttan. 20 miljónir atvinnuleysingja, aukið arð- rán vegna gjörnýtingar framleiðslu- tækjanna, aukin kreppa á öllum svið- um auðvaldsskipulagsins, ný ófriðar- hætta — þannig er ástandið í auð- valdsheimnum i dag. í öllum löndum fylkir alþýðan sér þéttara saman und- ir fána byltingasinnaðrar' stéttabar- áttu. fslensk alþýða verður að heyja baráttu sína i bandalagi við stéttar- bræðurna um allan heim. Stofnið kommúnistaflokk! Veigamesta verkefni alþýðunnar á íslandi, nú sem stendur, er að smíða sér það vopn í baráttunni, sem eitt dugar: Byltingasinnaðan verkalýðs- flokk — Kommúnistaflokk íslands — sem sé i bandalagi við foi-ustulið verkalýðsins um allan heim, Alþjóða- samband kommúnista. íslensku sósialdemókratarnir, sem vinna saman með auðvaldsflokkun- um, og eru háðir II. Internationale — alþjóðasambandi liðhlaupanna frá Hvað skeður á Alþingishátíðinni? Á að selja landið í hendur stór- veldunum til frjálsra afnota í næsta stríði? Undanfarið hefir ríkisstjórnin verið að brjóta heilann um, hvað hún ætti að gefa íslensku þjóð- inni í afmælisgjöf á Alþingishá- tíðinni. Það segir sig sjálft, að þessari afinælisgjöf verður liald- ið leyndri, þar til hinn mikli dag- ur rennur upp. En eins og geng- ur er afmælisbarnið ákaflega for- vitið og gerir sér allskonar hug- myndir um livaða lmoss það muni hljóta. Þá er fyrst að líta á það, hvaða gjafir liafa verið gefnar við svip- uð tækifæri. Á tíu ára afmæli byltingarinnar í Rússlandi, gaf ráðstjórnin alþýðu landsins eftir- farandi afmælisgjafir: Lög um 7 stunda vinnudag, lög um auknar og endurbættar al- þýðutryggingar, lög um skaltfrelsi fátækra bænda o. s. frv. En stærsta og besta afmælisgjöfin var þó fimm ára áætlunin, sem þá var í undirbúningi. Fimm ára áætlunin margfaldar framleiðsl- una, margfaldar vinnulaunin, styttir vinnutímann niður í 7, 6 og 5 stundir á dag og vinnuvik- una niður i 4 daga, breytir kot- ungsbúskapnum í samvinnu- og sameignarbúskap, leiðir rafmagn um landið, sem lýsir upp sveit- irnar, liitar liíbýlin og knýr vélar bændanna, útrýmir atvinnuleys- iuu, byggir svipmikla verka- manna og bændabústaði, þar sem áður voru hreysi, byggir skóla handa alþýðunni, þar sem áður voru kirkjur. Þeir einir, sem ekki liafa gert sér ljóst, að í Rússlandi er verlca- lýðurinn ráðandi stétt, en hér á landi er ríkisvaldið í höndum stéttar, sem er fjaudsamleg verka- mönnum og fátækum bændum, geta ætlast til þess af stjórn þessa lands, að hún taki sér ráðstjórn- ina til fyrirmyndar. Vér hinir vit- um, að gjöfin á Alþingishátiðinni verður alt annars eðlis. Hér er líka ólílcu saman að jafna, óliks að minnast. I Rúss- landi mintist verkalýðurinn þess, að í tíu ár liafði liann stjómað landinu til hagsmuna fyrir sjálfan sig, í tiu ár hafði liann boðið öll- um heiminum byrginn, í tíu ár hafði hann unnið að því að reisa ríki jafnaðarstefnunnar. En á þessu lierrans ári minnist islensk yfirráðastétt þess, að hún liefir stjórnað landinu til liags- muna fyrir sjálfa sig í þúsund ár. I þúsund ár hefir hún iátið ís- lenska verkamenn og bændur vinna fyrir sér, í þúsund ár hefir hún hrúgað saman auðæfum á kostnað íslenskrar alþýðu. Hún minnist höfðingjavaldsins til forna, liún minnist kirkjuvalds- ins á miðöldunum, hún minnist embættismannavaldsins og ein- okunarvaldsins á síðari öldum, og loks fagnar hún því, að nú hefir hún stofnsett hér á landi full- komnasta kúgunarvaldið, sem skapast hefir á þessari jörð, auð- valdið. Vér erum þess fullvissir, að af- mælisgjöfin verður í samræmi við það, sem minster. Hæfa mun skel kjafti. Ef íslenskri alþýðu yrðu gefnar slíkar gjafir, sem rúss- neska alþýðan gaf sjálfri sér á byltingarafmælinu, þá væri það miklu meiri tíðindi, en Alþingis- hátíðin sjálf. Þrátt fyrir alla leyndina, liefir óþagmælsk frænka hvíslað því að oss, hver gjöfin 'eigi að vera. Það á að veila íslenska ríkinu [>á sæmd, að verða meðlimur í þjóða- bandalaginu. Hvað er þjóðabandalagið? Eftir stríðið skiftu sigurvegar- arnir ránsfengnum á milli sín. 1920 stofnuðu þeir með sér banda- lag til að vernda hann og kölluðu Þjóðabandalagið. Þegar búið var að reita fjaðrimar af þýska ern- inum og þjóðarbúskapur Þýska- lands var orðinn báður auðvaldi sigurvegaranna, var þvi veitt við- taka í náð. Bandarikin kusu að standa ut- an við Þjóðabandalagið vegna hagsmunaáreksturs þeirra við stéttabaráttunni — eru enginn verka- lýösflokkur, heldur borgaraflokkur, þótt þeir þykist berjast fyrir hags- munum verkalýösins og liíi á fvlgi hans. Þess vegna verður alþýðan að koma sér upp raunverulegum verka- lýðsflokk. Þess vegna verður verkalýðurinn að stofna kommúnistaflokk, sém stendur í broddi fylkingar í baráttu verkalýðs og bænda. Flokkurinn mun vinna afi því aS koma upp faglegu verkalýSssambandi 'á grundvelli stéttabaráttunnar. Flokkurinn mun safna hinum vinnandi stéttum til liSs viS RáöstjórnarlýSveldin gegn hinu yfrvofandi stríSi. Flokkurinn mun tengja baráttu dagsins í dag fyrir betri kjörum viS baráttu dagsins á morgun fyrir alræSi öreiganna og jafnaSarstefnunni. Stéttabræður, verkamenn, sjómenn cg fátækir bændur á íslandi! TakiS höndum saman til aS berjast fyrir bættum kjörum gegn útgerSarmönn- um og stórbændum, gegn stjórninni, gegn aröránsfyrirkomulagi auSvalds- ins. Treystið samtök ykkar á grund- velli stéttabaráttunnar! Fram til baráttu fyrir hærri laun- um, styttri vinnutíma og bættum vinnuskilyrðum! Fátækir bændur! Takið höndum saman við verkalýðinn gegn jarða- braskinu og skuldafarginu! Takið höndum saman við Ráð- stjórnarlýðveldin og byltingasinnaða alþýðu alls heims! Niður með dönsku yfirdrotnunar- stefnuna og liðsmenn hennar, sósíal- demókrata! Jafnaðarstefnan á íslandi skal sigra! Lifi Kommúnistaflokkur íslands! Lifi Alþjóðasamband Kommúnista! Kommúnistasamband íslands. Kommúnistaflokkur Danmerkur. Kommúnistaflokkur Noregs. Kommúnistaflokkur Svíþjóöar. breska heimsveldið og valds þeirra utan Evrópu. Þau standa nægilega vel að vígi til að vísa á bug öllum erlenduni ílilutunar- rétti, en hafa hinsvegar full tök á því, að beita valdi sínu innan Þjóðabandalagsins. Smáríki þau, sem standa undir beinu forræði Bandaríkjanna, eru lieldur ekki meðliniir í Þjóðabandalaginu. Hin, sem Evrópu-stórveldin ráða fyrir, eru meðlimir. Samkvæmt löguni og stefnuj’f- irlýsingum Þjóðabandalagsins, er tilgangur þess að tryggja lieims- friðinn. Allir vita, að verkefni Þjóðabandalagsins er að tryggja sigurvegurunmn yfirráðin yfir ránsfengnum. Hér getur því ekki verið um annan frið að ræða, en frið milli ræningja undir kjör- orðinu: „Haldi Hel því cr hefir.“ — Vér skulum nú atliuga, að hve miklu lej’ti liugur fylgir þessu friðarmáli. Það, sem íslenskri alþýðu er sagt að trúa um þjóðabandalagið. Dr. Björn Þórðarson skrifar langa grein um Þjóðabandalagið i Andvara. Segir hann, að ekkerl muni vera því til fyrirstöðu, að Islandi verði veitt viðtaka. Þá tek- ur liann málið, til athugunar frá sjónarmiði Islendinga. Hami fræðir lesendurna á því, að 16. gr. laga Þjóðabandalagsins mæli svo fyrir, að þegar eitthvert ríki gerist friðrofi, þá er öllum með- limum bandalagsins skylt að slita öll viðskiftasambönd við frið- rofa, banna allar samgöngur og koma í veg fyrir öll fjármála-, verslunar- og viðskiftasambönd. Hverri bandalagsþjóð er gert að skyldu, að leggja til herstyrk gegn friðrofa. Ráð Þjóðabanda- lagsins ákveður hve mikils her- styrks liverrar tegundar skuli krefjast. Að sjálfsögðu kemst doktorinn að þeirri niðurstöðu, að ísland geti ekki lialdið fast við lilutleys- isyfirlýsiugu sina, ef það gerist meðlimur. Smáríkin Sviss og Luxemburg gerðu árangurslaus- ar tilrauuir til þess, að fá lilut- lej’si sitt viðurkent, er þau gerð- ust meðlimir. Enda er svo fyrir mælt í 20. gr. laga Þjóðabanda- lagsins, að ónýta skuli allar fyrri skuldbindingar og yfirlýsingar, sem fara í liága við lögin. En þessi blutleysisyfirlýsing er ekki mikils virði, segir Björn. Vernd Þjóðabandalagsins mun varðveita oss frá öllu illu. Þá fer liann mörgum fögrum orðum um friðarstarf Þjóða- bandalágsins. Hafi það dregið 111 jög úr lierbúnaðinum og alstaðar tekisl að stilla til frið- ar. Til frekari sönnunar hefir liann það eftir franska jafnaðar- manninum Paul Boneour, að landher Frakklands liafi mink- að að niiklum mun siðan 1913— 14. — Enginn, sem ekki er ann- aðhvort mjög ókunnugur mála- vöxtuin, segir hann, eða haldinn rússneskum anda, gelur neitað þvi, að Þjóðabandalagið liafi unnið mikið verk í þágu friðar- ins. Loks kemst doktorinn að þeirri niðurstöðu, að það myndi lcosta oss að minsta kosti 35.000 krón- ur á ári að vera meðlimir i Þjóðabandalaginu. Aðal viðfangs- efnið verður þá þetla: Fáum vér

x

Rödd verkalýðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rödd verkalýðsins
https://timarit.is/publication/856

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.